Stikla úr nýrri mynd um Elton John birt Andri Eysteinsson skrifar 1. október 2018 18:28 Elton John er mikill og litríkur karakter og verður forvitnilegt að sjá hvernig Taron Egerton gengur í hlutverki hans í Rocketman. Vísir/Getty Ný kvikmynd um líf enska stórsöngvarans og píanósnillingsins, Elton John, er væntanleg næsta vor. Í dag var gefin út stikla úr myndinni sem mun bera heitið Rocketman. Rocketman skartar breska leikaranum Taron Egerton í hlutverki Elton John og Jamie Bell sem Bernie Taupin sem er helsti samstarfsmaður John og skrifaði texta flestra af lögum söngvarans litríka. Kvikmyndin er í leikstjórn enska leikstjórans Dexter Fletcher sem áður hefur leikstýrt kvikmyndum byggðum á sönnum sögum á borð við Eddie the Eagle og hluta Queen kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody. Meðal leikara í myndinni er auk áðurnefndra Egerton og Bell, Bryce Dallas Howard og Richard Madden. Rocketman er nefnd eftir samnefndu lagi sem Elton John og Bernie Taupin unnu að og gáfu út á plötunni Honky Chateau árið 1972. Myndin er framleidd af Paramount og er áætlaður frumsýningardagur 31. maí 2019. Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Ný kvikmynd um líf enska stórsöngvarans og píanósnillingsins, Elton John, er væntanleg næsta vor. Í dag var gefin út stikla úr myndinni sem mun bera heitið Rocketman. Rocketman skartar breska leikaranum Taron Egerton í hlutverki Elton John og Jamie Bell sem Bernie Taupin sem er helsti samstarfsmaður John og skrifaði texta flestra af lögum söngvarans litríka. Kvikmyndin er í leikstjórn enska leikstjórans Dexter Fletcher sem áður hefur leikstýrt kvikmyndum byggðum á sönnum sögum á borð við Eddie the Eagle og hluta Queen kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody. Meðal leikara í myndinni er auk áðurnefndra Egerton og Bell, Bryce Dallas Howard og Richard Madden. Rocketman er nefnd eftir samnefndu lagi sem Elton John og Bernie Taupin unnu að og gáfu út á plötunni Honky Chateau árið 1972. Myndin er framleidd af Paramount og er áætlaður frumsýningardagur 31. maí 2019.
Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein