Bíó og sjónvarp

Stikla úr nýrri mynd um Elton John birt

Andri Eysteinsson skrifar
Elton John er mikill og litríkur karakter og verður forvitnilegt að sjá hvernig Taron Egerton gengur í hlutverki hans í Rocketman.
Elton John er mikill og litríkur karakter og verður forvitnilegt að sjá hvernig Taron Egerton gengur í hlutverki hans í Rocketman. Vísir/Getty
Ný kvikmynd um líf enska stórsöngvarans og píanósnillingsins, Elton John, er væntanleg næsta vor.

Í dag var gefin út stikla úr myndinni sem mun bera heitið Rocketman.

Rocketman skartar breska leikaranum Taron Egerton í hlutverki Elton John og Jamie Bell sem Bernie Taupin sem er helsti samstarfsmaður John og skrifaði texta flestra af lögum söngvarans litríka.

Kvikmyndin er í leikstjórn enska leikstjórans Dexter Fletcher sem áður hefur leikstýrt kvikmyndum byggðum á sönnum sögum á borð við Eddie the Eagle og hluta Queen kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody.

Meðal leikara í myndinni er auk áðurnefndra Egerton og Bell, Bryce Dallas Howard og Richard Madden.

Rocketman er nefnd eftir samnefndu lagi sem Elton John og Bernie Taupin unnu að og gáfu út á plötunni Honky Chateau árið 1972.

Myndin er framleidd af Paramount og er áætlaður frumsýningardagur 31. maí 2019.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.