Lífskjör í heiminum fara batnandi – Ísland í sjötta efsta sæti Heimsljós kynnir 17. september 2018 09:00 Ísland er í sjötta sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna, sama sæti og fyrir tveimur árum þegar síðasti listi var birtur. Staða norrænu þjóðanna allra er óbreytt frá síðasta lista, Norðmenn í efsta sæti, Íslendingar í sjötta, Svíar í sjöunda, Danir í ellefta og Finnar í fimmtánda. Meginniðurstaða lífskjaralistans er sú að lífskjör í heiminum fara batnandi. Lífskjaralistinn er gefinn út af Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og mælir lífskjör eða „human development“ út frá ýmsum mælikvörðum, meðal annars þjóðartekjum, heilsufari og menntun. Þjóðirnar sem lífskjaralistinn nær til eru 189 talsins. Af þeim eru 59 þjóðir í hæsta flokki og 38 í lægsta flokki. Fyrir aðeins átta árum voru nánast jafn margar þjóðir í hvorum flokki, 46 í efri flokknum og 49 í þeim neðri. Nítján árum munar á meðalævilengd íbúa í flokkunum tveimur. Í tíu efstu sætunum eru eftirtaldar þjóðir: 1. Noregur, 2. Sviss, 3. Ástralía, 4. Írland, 5. Þýskaland, 6. Ísland, 7. Hong Kong, 7. Svíþjóð, 9. Singapúr og 10. Holland Þrjár þjóðir hafa hækkað hratt á síðustu árum, Írar hafa hækkað um þrettán sæti, og bæði íbúar Dómínaska lýðveldisins og Botsvana hafa hækkað um átta sæti. Lækkunin er mest hjá þjóðum í vopnuðum átökum, Sýrlendingar lækka um 27 sæti, Líbíumenn lækka 26 sæti og Jemenar hafa hrunið um 20 sæti. Hjá samstarfsþjóðum Íslandi eru breytingar litlar, Úgandabúar er í 163. sæti, sama og síðast, en Malavar falla niður um eitt sæti og eru í 171. sæti á nýja listanum.Wide inequalities in people’s well-being cast a shadow on sustained human development progress (UNDP)Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent
Ísland er í sjötta sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna, sama sæti og fyrir tveimur árum þegar síðasti listi var birtur. Staða norrænu þjóðanna allra er óbreytt frá síðasta lista, Norðmenn í efsta sæti, Íslendingar í sjötta, Svíar í sjöunda, Danir í ellefta og Finnar í fimmtánda. Meginniðurstaða lífskjaralistans er sú að lífskjör í heiminum fara batnandi. Lífskjaralistinn er gefinn út af Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og mælir lífskjör eða „human development“ út frá ýmsum mælikvörðum, meðal annars þjóðartekjum, heilsufari og menntun. Þjóðirnar sem lífskjaralistinn nær til eru 189 talsins. Af þeim eru 59 þjóðir í hæsta flokki og 38 í lægsta flokki. Fyrir aðeins átta árum voru nánast jafn margar þjóðir í hvorum flokki, 46 í efri flokknum og 49 í þeim neðri. Nítján árum munar á meðalævilengd íbúa í flokkunum tveimur. Í tíu efstu sætunum eru eftirtaldar þjóðir: 1. Noregur, 2. Sviss, 3. Ástralía, 4. Írland, 5. Þýskaland, 6. Ísland, 7. Hong Kong, 7. Svíþjóð, 9. Singapúr og 10. Holland Þrjár þjóðir hafa hækkað hratt á síðustu árum, Írar hafa hækkað um þrettán sæti, og bæði íbúar Dómínaska lýðveldisins og Botsvana hafa hækkað um átta sæti. Lækkunin er mest hjá þjóðum í vopnuðum átökum, Sýrlendingar lækka um 27 sæti, Líbíumenn lækka 26 sæti og Jemenar hafa hrunið um 20 sæti. Hjá samstarfsþjóðum Íslandi eru breytingar litlar, Úgandabúar er í 163. sæti, sama og síðast, en Malavar falla niður um eitt sæti og eru í 171. sæti á nýja listanum.Wide inequalities in people’s well-being cast a shadow on sustained human development progress (UNDP)Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent