Matt Damon er konungur duldu smáhlutverkanna Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2018 21:15 ÓSkarsverðlaunahafinn hefur brugðið sér í ansi skrautleg hlutverk. Óskarsverðlaunahafinn Matt Damon virðist gera fátt skemmtilegra en að taka að sér smáhlutverk í bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Stundum er alveg augljóst að þarna er þessi stórstjarna á ferðinni en í örfá skipti hefur þurft að rýna ansi vel í myndina til að taka eftir honum. Hér fyrir neðan verður farið yfir nokkur af hans helstu smáhlutverkum.Þeir sem eiga eftir að sjá þessar myndir sem um ræðir þá er þeim ráðlagt frá því að lesa þessa grein ef þeir vilja ekki láta spilla áhorfinu fyrir sér.Deadpool 2 Í þessari mynd var Damon nánast óþekkjanlegur. Um er að ræða atriði þar sem andhetjan Cable, leikinn af Josh Brolin, ferðast til okkar tíma. Á meðan hann sést fara í gegnum tíma og rúm sjást tveir menn að spjalli aftan á palli bíls. Þeir ræða þar hvort að notkun klósettpappírs geti talist til hreinlætis.Matt Damon í Deadpool 2.IMDBMennirnir tveir eru annars vegar leiknir af Alan Tudyk og Matt Damon sem er mjög vel falinn sökum gervis. Búið varð að setja á hann á gervibumbu, hárkollu og gera andlit hans svo óþekkjanlegt með förðun að tökuteymið áttaði sig ekki einu sinni á því að um væri að ræða stórleikarann sjálfan. Hann var ekki listanum yfir leikara en sá sem var sagður hafa leikið þessa persónu var Dicki Greenleaf. Um er að ræða nafn á karakter Jude Law í myndinni The Talented Mr. Ripley en persóna Matt Damon stal nafni hans í þeirri mynd.Bónus: Brad Pitt var einnig með smáhlutverk í þessari mynd. Hann lék ofurhetjuna Vanisher sem hefur þann hæfileika að vera ósýnilegur en Brad Pitt bregður stuttlega fyrir þegar Vanisher verður fyrir raflosti og deyr.Thor: Ragnarök Ofurhetjumyndin sem segir frá tilraunum Thors til að koma í veg fyrir tortímingu Ásgarðs. Eftir mikla reisu í leit að svörum við því hvernig hann geti komið í veg fyrir Ragnarök snýr Thor aftur heim í Ásgarð þar sem hann kemst að því að bróðir hans Loki er búinn að koma sér þægilega fyrir í gervi föður þeirra Óðins. Þegar Thor fer að hitta Loka í gervi Óðins gengur hann inn á götuleiksýningu þar sem Loki hefur fengið leikara til að endurskapa stundina þegar Loki „fórnaði“ lífi sínu til að bjarga Ásgarði. Með hlutverk Loka í þessu götuleikhúsi fór enginn annar en Matt Damon. Damon er góður vinur Chris Hemsworth, sem leikur Thor, og leikstjóra myndarinnar Taika Waititi, og var ekki í neinum vandræðum með að segja já þegar þeir hringdu í hann.EuroTrip Í þessari mynd lék Matt Damon söngvara í pönkhljómsveit sem hafði samið lag um það hvernig hann hafði haldið við kærustu aðalpersónu myndarinnar í langan tíma án þess að hún hefði hugmynd um það. Atriðið var fremur óvænt en Matt Damon segir handritshöfunda myndarinnar hafa verið vini hans í háskóla og hann þótti það lítið mál að verða við beiðni þeirra þegar þeir báðu hann um að taka að sér þetta hlutverk. Upprunalega stóð til að láta Damon vera með hárkollu en hann Damon krafðist þess að vera hár hans yrði rakað af og settir yrðu lokkar um allt andlitið.Confessions of a Dangerous Mind: Það þarf svo sem ekki að fara djúpt í söguþráð þessarar myndar til að koma hlutverki Matt Damons að. Leikstjóri myndarinnar er leikarinn George Clooney sem fékk vini sína Brad Pitt og Matt Damon til að leika þátttakendur í stefnumótaþætti sem aðalsöguhetja myndarinnar, sem Óskarsverðlaunahafinn Sam Rockwell leikur, stjórnar. Atriðið er nokkuð fyndið þar sem Pitt og Damon, sem þóttu ansi eftirsóttir sökum útlits, áttu ekkert í svör þriðja þátttakandans sem heillaði alla upp úr skónum með einlægni. Clooney, Pitt og Damon urðu allir miklir vinir eftir að hafa leikið í Oceans-myndunum en sú kvikmyndasería er ein helsta ástæðan fyrir fjölda smáhlutverka sem Damon hefur tekið að sér.Youth Without Youth Francis Ford Coppola leikstýrði þessari mynd en áður hafði hann leikstýrt Matt Damon í myndinni The Rainmaker. Damon birtist örstutt í myndinni þar sem hann leikur blaðamann tímaritsins Life, sem er í raun útsendari bandarísku leyniþjónustunnar, sem reynir að fá aðalsöguhetjuna til liðs við þjónustuna. Matt Damon í Youth Without Youth.IMDBHouse of Lies Til dæmis í þessum sjónvarpsþáttum sem félagi hans úr Oceans-myndunum, Don Cheadle fór fyrir. Í þáttunum lék nokkuð ýkta útgáfu af sjálfum sér.Che: Part II Steven Soderbergh var leikstjóri Oceans-myndanna og kann greinilega mjög vel við að stýra Damon í kvikmyndum. Damon hefur leikið aðahlutverk í þremur myndum Soderbergh, The Informant, Contagion og Behind The Candelabra, en í Che: Part Two lék Damon þýskan prest sem birtist í tæplega mínútu í myndinni.Entourage: Í sjöttu seríu leikur Matt Damon sjálfan sig þar sem hann biður Vincent Chase að gefa dágóða summu til góðgerðamála. Erfitt að segja nei þegar Matt Damon og LeBron James standa fyrir framan þig.Finding Forrester: Gus Van Sant er leikstjóri þessarar myndar en hann var leikstjóri Good Will Hunting, en Damon skrifaði handrit þeirrar myndar ásamt vini sínum Ben Affleck og fengur þeir Óskarsverðlaun að launum. Í Finding Forrester bregður Damon fyrir stuttlega í lokaatriði myndarinnar.Jay and Silent Bob Strike Back: Leikstjóri myndarinnar er Kevin Smith. Damon hafði áður leikið í mynd hans Dogma ásamt Ben Affleck. Þremenningarnir hafa brallað margt saman í gegnum tíðina en í þessari mynd bregður þeim stuttlega fyrir þar sem þeir eiga að leika sjálfa sig að leika í framhaldi Good Will Hunting.Unsane: Aftur notar Soderbergh Damon í örhlutverk sem maður sem ráðleggur aðalpersónu myndarinnar.The Third Wheel Hér leikur Matt Damon fyrrverandi kærasta persónu leikkonunnar Denise Richards sem er á stefnumóti með öðrum manni. Damon mætir og hellir sér yfir konuna í nokkrar mínútur áður en hann brotnar niður og grætur á öxl heimilislauss manns. Ben Affleck lék í þessari mynd og nokkuð líklegt að hann náði að plata Damon til að taka þetta að sér. Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn Matt Damon virðist gera fátt skemmtilegra en að taka að sér smáhlutverk í bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Stundum er alveg augljóst að þarna er þessi stórstjarna á ferðinni en í örfá skipti hefur þurft að rýna ansi vel í myndina til að taka eftir honum. Hér fyrir neðan verður farið yfir nokkur af hans helstu smáhlutverkum.Þeir sem eiga eftir að sjá þessar myndir sem um ræðir þá er þeim ráðlagt frá því að lesa þessa grein ef þeir vilja ekki láta spilla áhorfinu fyrir sér.Deadpool 2 Í þessari mynd var Damon nánast óþekkjanlegur. Um er að ræða atriði þar sem andhetjan Cable, leikinn af Josh Brolin, ferðast til okkar tíma. Á meðan hann sést fara í gegnum tíma og rúm sjást tveir menn að spjalli aftan á palli bíls. Þeir ræða þar hvort að notkun klósettpappírs geti talist til hreinlætis.Matt Damon í Deadpool 2.IMDBMennirnir tveir eru annars vegar leiknir af Alan Tudyk og Matt Damon sem er mjög vel falinn sökum gervis. Búið varð að setja á hann á gervibumbu, hárkollu og gera andlit hans svo óþekkjanlegt með förðun að tökuteymið áttaði sig ekki einu sinni á því að um væri að ræða stórleikarann sjálfan. Hann var ekki listanum yfir leikara en sá sem var sagður hafa leikið þessa persónu var Dicki Greenleaf. Um er að ræða nafn á karakter Jude Law í myndinni The Talented Mr. Ripley en persóna Matt Damon stal nafni hans í þeirri mynd.Bónus: Brad Pitt var einnig með smáhlutverk í þessari mynd. Hann lék ofurhetjuna Vanisher sem hefur þann hæfileika að vera ósýnilegur en Brad Pitt bregður stuttlega fyrir þegar Vanisher verður fyrir raflosti og deyr.Thor: Ragnarök Ofurhetjumyndin sem segir frá tilraunum Thors til að koma í veg fyrir tortímingu Ásgarðs. Eftir mikla reisu í leit að svörum við því hvernig hann geti komið í veg fyrir Ragnarök snýr Thor aftur heim í Ásgarð þar sem hann kemst að því að bróðir hans Loki er búinn að koma sér þægilega fyrir í gervi föður þeirra Óðins. Þegar Thor fer að hitta Loka í gervi Óðins gengur hann inn á götuleiksýningu þar sem Loki hefur fengið leikara til að endurskapa stundina þegar Loki „fórnaði“ lífi sínu til að bjarga Ásgarði. Með hlutverk Loka í þessu götuleikhúsi fór enginn annar en Matt Damon. Damon er góður vinur Chris Hemsworth, sem leikur Thor, og leikstjóra myndarinnar Taika Waititi, og var ekki í neinum vandræðum með að segja já þegar þeir hringdu í hann.EuroTrip Í þessari mynd lék Matt Damon söngvara í pönkhljómsveit sem hafði samið lag um það hvernig hann hafði haldið við kærustu aðalpersónu myndarinnar í langan tíma án þess að hún hefði hugmynd um það. Atriðið var fremur óvænt en Matt Damon segir handritshöfunda myndarinnar hafa verið vini hans í háskóla og hann þótti það lítið mál að verða við beiðni þeirra þegar þeir báðu hann um að taka að sér þetta hlutverk. Upprunalega stóð til að láta Damon vera með hárkollu en hann Damon krafðist þess að vera hár hans yrði rakað af og settir yrðu lokkar um allt andlitið.Confessions of a Dangerous Mind: Það þarf svo sem ekki að fara djúpt í söguþráð þessarar myndar til að koma hlutverki Matt Damons að. Leikstjóri myndarinnar er leikarinn George Clooney sem fékk vini sína Brad Pitt og Matt Damon til að leika þátttakendur í stefnumótaþætti sem aðalsöguhetja myndarinnar, sem Óskarsverðlaunahafinn Sam Rockwell leikur, stjórnar. Atriðið er nokkuð fyndið þar sem Pitt og Damon, sem þóttu ansi eftirsóttir sökum útlits, áttu ekkert í svör þriðja þátttakandans sem heillaði alla upp úr skónum með einlægni. Clooney, Pitt og Damon urðu allir miklir vinir eftir að hafa leikið í Oceans-myndunum en sú kvikmyndasería er ein helsta ástæðan fyrir fjölda smáhlutverka sem Damon hefur tekið að sér.Youth Without Youth Francis Ford Coppola leikstýrði þessari mynd en áður hafði hann leikstýrt Matt Damon í myndinni The Rainmaker. Damon birtist örstutt í myndinni þar sem hann leikur blaðamann tímaritsins Life, sem er í raun útsendari bandarísku leyniþjónustunnar, sem reynir að fá aðalsöguhetjuna til liðs við þjónustuna. Matt Damon í Youth Without Youth.IMDBHouse of Lies Til dæmis í þessum sjónvarpsþáttum sem félagi hans úr Oceans-myndunum, Don Cheadle fór fyrir. Í þáttunum lék nokkuð ýkta útgáfu af sjálfum sér.Che: Part II Steven Soderbergh var leikstjóri Oceans-myndanna og kann greinilega mjög vel við að stýra Damon í kvikmyndum. Damon hefur leikið aðahlutverk í þremur myndum Soderbergh, The Informant, Contagion og Behind The Candelabra, en í Che: Part Two lék Damon þýskan prest sem birtist í tæplega mínútu í myndinni.Entourage: Í sjöttu seríu leikur Matt Damon sjálfan sig þar sem hann biður Vincent Chase að gefa dágóða summu til góðgerðamála. Erfitt að segja nei þegar Matt Damon og LeBron James standa fyrir framan þig.Finding Forrester: Gus Van Sant er leikstjóri þessarar myndar en hann var leikstjóri Good Will Hunting, en Damon skrifaði handrit þeirrar myndar ásamt vini sínum Ben Affleck og fengur þeir Óskarsverðlaun að launum. Í Finding Forrester bregður Damon fyrir stuttlega í lokaatriði myndarinnar.Jay and Silent Bob Strike Back: Leikstjóri myndarinnar er Kevin Smith. Damon hafði áður leikið í mynd hans Dogma ásamt Ben Affleck. Þremenningarnir hafa brallað margt saman í gegnum tíðina en í þessari mynd bregður þeim stuttlega fyrir þar sem þeir eiga að leika sjálfa sig að leika í framhaldi Good Will Hunting.Unsane: Aftur notar Soderbergh Damon í örhlutverk sem maður sem ráðleggur aðalpersónu myndarinnar.The Third Wheel Hér leikur Matt Damon fyrrverandi kærasta persónu leikkonunnar Denise Richards sem er á stefnumóti með öðrum manni. Damon mætir og hellir sér yfir konuna í nokkrar mínútur áður en hann brotnar niður og grætur á öxl heimilislauss manns. Ben Affleck lék í þessari mynd og nokkuð líklegt að hann náði að plata Damon til að taka þetta að sér.
Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira