Nýjung í líkamsræktinni vekur áhuga Elín Albertsdóttir skrifar 19. október 2018 15:30 Jóga er meðal þess sem hægt er að stunda með Swiftr. Nýtt æði í líkamsrækt hefur gripið um sig í Bandaríkjunum, Hollandi og Svíþjóð. Í Svíþjóð kalla þeir þetta Swiftr og byggir á appi sem gerir fólki kleift að fara á milli alls kyns líkamsræktarstöðva. Svíar segja að þetta sé framtíðin, eitt app sem gildir í alls kyns líkamsrækt. Til úrskýringar gildir appið í hátt í 300 stöðvar í Svíþjóð og fólk getur valið um að fara í eina líkamsræktarstöð í dag, aðra á morgun, þá þriðju hinn daginn og svo framvegis. Þetta gefur fólki kost á að stunda hlaupabretti eða önnur tæki, hóptíma, sund, jóga, dans, CrossFit, tennis eða hvaðeina sem það langar til hverju sinni á sama mánaðarkortinu. Fólk borgar eitt gjald hjá Swiftr og getur síðan stundað þá líkamsrækt sem það langar til svo framarlega sem stöðin er meðlimur í Swiftr. Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað spennandi að prófa. Swiftr á enga líkamsræktarstaði en er með samstarf við hinar ólíklegustu stöðvar víðsvegar um Svíþjóð. Með appinu bókar fólk tíma sem vekur áhuga og byrjar að æfa.Það voru vinkonurnar Johanna Sjögren og Fanny Sjöström sem stofnuðu Swiftr í Svíþjóð. Þær stunduðu báðar nám í viðskiptum við háskólann í Uppsala. Fanny fór síðan að vinna hjá Deloitte í Stokkhólmi en Johanna hjá H&M í Amsterdam í Hollandi. Það var einmitt þar í landi sem Johanna kynntist svipuðu viðskiptamódeli í líkamsræktinni en hugmyndin mun hafa komið upphaflega frá Bandaríkjunum. Johanna heillaðist af þessu viðskiptamódeli og fékk vinkonu sína í lið með sér að setja svipað konsept upp í Svíþjóð. Báðar sögðu þær upp störfum sínum og hófust handa við Swiftr sem hóf rekstur í febrúar 2017. Johanna var dugleg að stunda líkamsrækt í Hollandi og kolféll fyrir því að geta farið á milli stöðva og þannig gert mismunandi æfingar. Hún segir að það hafi hentað sér fullkomlega. „Maður getur orðið leiður á því að vera alltaf í því sama, það verður að ákveðinni rútínu. Framtíðin liggur í þessu fyrirkomulagi,“ segir hún. „Maður getur þjálfað þegar maður vill og hvar sem mann langar án þess að borga sérstaklega fyrir það. Ég var til dæmis með eitt kort í tækjasal og annað í jógatímum. Það var dýrt fyrir mig,“ segir hún. Swiftr gefur fólki kost á að prófa æfingar í 14 daga áður en það festir kaup á korti. Þrír möguleikar eru í boði í kortum, með eða án bindingar. Frá því fyrirtækið var sett á stofn hefur það vaxið og dafnað. Sífellt fleiri líkamsræktarstöðvar vilja taka þátt með Swiftr enda hefur það sýnt sig að fólk kann að meta að geta farið á milli stöðva. Nýjar stöðvar bætast við í hverri viku og meðlimir geta nú valið á milli 2.000 mismunandi hóptíma, bæði utanhúss og innan í hverri viku. Alls kyns hlaupa- og gönguhópar eru hluti af Swiftr og sömuleiðis bootcamp og fleiri utanhússíþróttir. Það er þess vegna úr nægu að velja og margt hægt að prófa. Fyrir þá sem langar til að kynna sér þetta form betur er hægt að fletta upp heimasíðu Swiftr. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Nýtt æði í líkamsrækt hefur gripið um sig í Bandaríkjunum, Hollandi og Svíþjóð. Í Svíþjóð kalla þeir þetta Swiftr og byggir á appi sem gerir fólki kleift að fara á milli alls kyns líkamsræktarstöðva. Svíar segja að þetta sé framtíðin, eitt app sem gildir í alls kyns líkamsrækt. Til úrskýringar gildir appið í hátt í 300 stöðvar í Svíþjóð og fólk getur valið um að fara í eina líkamsræktarstöð í dag, aðra á morgun, þá þriðju hinn daginn og svo framvegis. Þetta gefur fólki kost á að stunda hlaupabretti eða önnur tæki, hóptíma, sund, jóga, dans, CrossFit, tennis eða hvaðeina sem það langar til hverju sinni á sama mánaðarkortinu. Fólk borgar eitt gjald hjá Swiftr og getur síðan stundað þá líkamsrækt sem það langar til svo framarlega sem stöðin er meðlimur í Swiftr. Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað spennandi að prófa. Swiftr á enga líkamsræktarstaði en er með samstarf við hinar ólíklegustu stöðvar víðsvegar um Svíþjóð. Með appinu bókar fólk tíma sem vekur áhuga og byrjar að æfa.Það voru vinkonurnar Johanna Sjögren og Fanny Sjöström sem stofnuðu Swiftr í Svíþjóð. Þær stunduðu báðar nám í viðskiptum við háskólann í Uppsala. Fanny fór síðan að vinna hjá Deloitte í Stokkhólmi en Johanna hjá H&M í Amsterdam í Hollandi. Það var einmitt þar í landi sem Johanna kynntist svipuðu viðskiptamódeli í líkamsræktinni en hugmyndin mun hafa komið upphaflega frá Bandaríkjunum. Johanna heillaðist af þessu viðskiptamódeli og fékk vinkonu sína í lið með sér að setja svipað konsept upp í Svíþjóð. Báðar sögðu þær upp störfum sínum og hófust handa við Swiftr sem hóf rekstur í febrúar 2017. Johanna var dugleg að stunda líkamsrækt í Hollandi og kolféll fyrir því að geta farið á milli stöðva og þannig gert mismunandi æfingar. Hún segir að það hafi hentað sér fullkomlega. „Maður getur orðið leiður á því að vera alltaf í því sama, það verður að ákveðinni rútínu. Framtíðin liggur í þessu fyrirkomulagi,“ segir hún. „Maður getur þjálfað þegar maður vill og hvar sem mann langar án þess að borga sérstaklega fyrir það. Ég var til dæmis með eitt kort í tækjasal og annað í jógatímum. Það var dýrt fyrir mig,“ segir hún. Swiftr gefur fólki kost á að prófa æfingar í 14 daga áður en það festir kaup á korti. Þrír möguleikar eru í boði í kortum, með eða án bindingar. Frá því fyrirtækið var sett á stofn hefur það vaxið og dafnað. Sífellt fleiri líkamsræktarstöðvar vilja taka þátt með Swiftr enda hefur það sýnt sig að fólk kann að meta að geta farið á milli stöðva. Nýjar stöðvar bætast við í hverri viku og meðlimir geta nú valið á milli 2.000 mismunandi hóptíma, bæði utanhúss og innan í hverri viku. Alls kyns hlaupa- og gönguhópar eru hluti af Swiftr og sömuleiðis bootcamp og fleiri utanhússíþróttir. Það er þess vegna úr nægu að velja og margt hægt að prófa. Fyrir þá sem langar til að kynna sér þetta form betur er hægt að fletta upp heimasíðu Swiftr.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira