Lífið

Segist feginn að mamma hans hafi fengið að deyja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
„Ég svaf oft undir rúminu, horfði upp á fólk deyja í íbúðinni og fékk mér fjögurra ára gamall sjálfur að borða því mamma var áfengisdauð, það finnst mér vera ljótt," segir Páll Snorrason.

Páll er sonur Snorra sem var viðmælandi Sindra Sindrasonar í síðasta þætti af Fósturbörnum. Páll var tekinn margoft af heimilinu sökum mikillar vanrækslu, sendur austur á Egilsstaði í sveit og síðan alltaf aftur til baka.

Þannig gekk þetta á í mörg ár.

„Ég var mjög feginn þegar mamma dó. Hennar friður,“ segir Páll. „Það er ljótt að það sé fjögurra ára barn sem þarf að mata sig sjálft af því að mamma er dauð inni í sófa.“

Í dag er Páll sjálfur faðir og eiginmaður. Reynslan hefur mótað hann.

„Það kom upp minningar þegar maður eignast svona pjakk.“

Hann segir að margt sitji í honum. Hann hafi aldrei rætt um þetta áður.

Saga Páls verður sögð í næsta þætti af Fósturbörnum á sunnudag klukkan 20 á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.