Í yfirlýsingu á vef Eflingar er brugðist við skrifum Markaðarins og tekið fram að stjórn verkalýðsfélagsins hafi tekið ákvörðun þann 7. júní síðastliðinn að láta færa alla sjóði úr stýringu hjá Gamma. Daníel Örn Arnarson, stjórnarmaður í Eflingu hafi borið tillöguna upp og að samþykkt bókun hafi verið svohljóðandi:

Í yfirlýsingunni er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að henni þyki kostulegt að sjá „málpípur auðvaldsins gagnrýna Eflingu án þess að vita neitt í sinn haus.“ Markaðurinn hafi þannig ekki leitað til Eflingar áður en fullyrt var um „áherslur nýrrar stjórnar“ Eflingar.
„Að sjálfsögðu er engin auðveld leið fyrir verkalýðsfélag að eiga og ráðstafa sjóðum í kapítalísku samfélagi. En að eiga í viðskiptum upp á milljarða við fyrirtæki sem byggist á fjárplógsstarfsemi gegn okkar fólki, lágtekjufólki á leigumarkaði, er fullkomlega óboðlegt og auðvitað hættum við því strax,“ er haft eftir Sólveigu á vef Eflingar.
Hún segir í samtali við Ríkisútvarpið að ekki hafi verið enn tekin ákvörðun um það hvert skuli færa fjármuni félagsins. Þangað til verði þeir áfram í stýringu hjá Gamma, það sé þó aðeins tímaspursmál hvenær fjármunirnir verða fluttir.