Beið á Kastrup með blómvönd en hún kom aldrei Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2018 13:30 Katrín Halldóra Sigurðardóttir leikur Ellý. Höfundar og leikarar sýningarinnar um Ellý þurftu að grafa djúpt í einkalíf söngkonunnar ástsælu til að gera lífshlaupi hennar góð skil á sviðinu. Verkið hefur notið fádæma vinsælda og verið sýnt 160 sinnum. Höfundarnir Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Egilsson ætluðu upphaflega að setja upp sýningu um bróður hennar, Vilhjálm Vilhjálmsson heitinn. Þegar þeir komu auga á Katrínu Halldóru Sigurðardóttur, sem þá var á lokaári sínu í leiklistarnámi, var hins vegar ekki aftur snúið og ákveðið að Ellý skyldi það vera. Þótti hún nauðalík Ellý, auk þess að hafa sett upp einleik um söngkonuna í náminu. Þá var ekki annað að gera en að leggjast yfir líf konu sem þeir höfðu aldrei hitt, ræða við aðstandendur og safna saman frásögnum af því sem upp úr stóð í hennar viðburðaríku ævi. Ísland í dag leit við í Borgarleikhúsinu korter í sýningu á dögunum, en þar sagði Ólafur frá einni af sögunum sem þeir heyrðu og var stórt púsl í framvindu sýningarinnar. Treysti sér ekki í harkið í Kaupmannahöfn„Ellý er gift Jóni Páli gítarleikara og bóhem sem var fluttur til Kaupmannahafnar til að gera það gott í djassbúllunum í Kaupmannahöfn. Hún var hér heima og er að syngja á héraðsmótum Sjálfstæðisflokksins hringinn í kringum landið með Svavari Gests og Ragga og fleirum og fyrirætlunin, eins og kemur fram í viðtali við hana í Fálkanum, er að hún ætlar til Danmerkur þegar hún er búin með þessa sumarvertíð,“ segir Ólafur.Frétt Fálkans frá 23. ágúst 1965: RAGNAR BJARNASON MEÐ HLJÓMSVEIT í SÚLNASALNUM-ELLÝ TIL DANMERKUR - SVAVAR í HLJÓMPLÖTUBRANSANNAf því varð hins vegar ekki, en Ólafur heyrði söguna af því hvernig viðskilnaður hennar og Jóns Páls varð – og rakti frásögnina aftur til einstaklings sem hafði hana frá fyrstu hendi. „Það voru náttúrulega aðrir tímar og ekki símar. Jón Páll hafði átt von á henni alveg fram á síðustu stundu og það hafi gengið svo langt að hann stóð úti á Kastrup flugvelli með blómvönd og beið eftir henni, en hún kom ekki. Hún kom aldrei, hún hafði tekið þá saman við Svavar og treysti sér ekki í þetta hark í Kaupmannahöfn.“„Er þetta ekki Ellý stelpan?“Fámennur hópur leikara bregður sér í fjölmörg hlutverk í sýningunni, en auk Katrínar eru það þau Björgvin Franz Gíslason, Björn Stefánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem stíga á svið. Katrín segir það óneitanlega sérstaka tilfinningu að eyða svo miklum tíma í hlutverki hinnar dáðu Ellýjar, sem hún fékk þó aldrei tækifæri til að hitta sjálf. „Ég er ekki hún, en ég fæ eiginlega alltaf úti á götu: „er þetta ekki Ellý stelpan?“ Þannig að maður er alltaf tengdur við hana núna. Maður er kannski ekki að leika hlutverkið allan daginn, en ég hef hana rosalega nálægt mér í persónutúlkuninni á sviðinu,“ segir Katrín. Fjallað verður um Ellý í þættinum Ísland í dag. Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Höfundar og leikarar sýningarinnar um Ellý þurftu að grafa djúpt í einkalíf söngkonunnar ástsælu til að gera lífshlaupi hennar góð skil á sviðinu. Verkið hefur notið fádæma vinsælda og verið sýnt 160 sinnum. Höfundarnir Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Egilsson ætluðu upphaflega að setja upp sýningu um bróður hennar, Vilhjálm Vilhjálmsson heitinn. Þegar þeir komu auga á Katrínu Halldóru Sigurðardóttur, sem þá var á lokaári sínu í leiklistarnámi, var hins vegar ekki aftur snúið og ákveðið að Ellý skyldi það vera. Þótti hún nauðalík Ellý, auk þess að hafa sett upp einleik um söngkonuna í náminu. Þá var ekki annað að gera en að leggjast yfir líf konu sem þeir höfðu aldrei hitt, ræða við aðstandendur og safna saman frásögnum af því sem upp úr stóð í hennar viðburðaríku ævi. Ísland í dag leit við í Borgarleikhúsinu korter í sýningu á dögunum, en þar sagði Ólafur frá einni af sögunum sem þeir heyrðu og var stórt púsl í framvindu sýningarinnar. Treysti sér ekki í harkið í Kaupmannahöfn„Ellý er gift Jóni Páli gítarleikara og bóhem sem var fluttur til Kaupmannahafnar til að gera það gott í djassbúllunum í Kaupmannahöfn. Hún var hér heima og er að syngja á héraðsmótum Sjálfstæðisflokksins hringinn í kringum landið með Svavari Gests og Ragga og fleirum og fyrirætlunin, eins og kemur fram í viðtali við hana í Fálkanum, er að hún ætlar til Danmerkur þegar hún er búin með þessa sumarvertíð,“ segir Ólafur.Frétt Fálkans frá 23. ágúst 1965: RAGNAR BJARNASON MEÐ HLJÓMSVEIT í SÚLNASALNUM-ELLÝ TIL DANMERKUR - SVAVAR í HLJÓMPLÖTUBRANSANNAf því varð hins vegar ekki, en Ólafur heyrði söguna af því hvernig viðskilnaður hennar og Jóns Páls varð – og rakti frásögnina aftur til einstaklings sem hafði hana frá fyrstu hendi. „Það voru náttúrulega aðrir tímar og ekki símar. Jón Páll hafði átt von á henni alveg fram á síðustu stundu og það hafi gengið svo langt að hann stóð úti á Kastrup flugvelli með blómvönd og beið eftir henni, en hún kom ekki. Hún kom aldrei, hún hafði tekið þá saman við Svavar og treysti sér ekki í þetta hark í Kaupmannahöfn.“„Er þetta ekki Ellý stelpan?“Fámennur hópur leikara bregður sér í fjölmörg hlutverk í sýningunni, en auk Katrínar eru það þau Björgvin Franz Gíslason, Björn Stefánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem stíga á svið. Katrín segir það óneitanlega sérstaka tilfinningu að eyða svo miklum tíma í hlutverki hinnar dáðu Ellýjar, sem hún fékk þó aldrei tækifæri til að hitta sjálf. „Ég er ekki hún, en ég fæ eiginlega alltaf úti á götu: „er þetta ekki Ellý stelpan?“ Þannig að maður er alltaf tengdur við hana núna. Maður er kannski ekki að leika hlutverkið allan daginn, en ég hef hana rosalega nálægt mér í persónutúlkuninni á sviðinu,“ segir Katrín. Fjallað verður um Ellý í þættinum Ísland í dag.
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira