Gunnar: Held að þetta verði helvíti góður bardagi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2018 20:15 Gunnar Nelson segir að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum fyrir væntanlegan bardaga hans gegn Alex Oliveira. Stefnt er að því að þeir berjist í Toronto þann 8. desember næstkomandi. Gunnar hefur ekki barist síðan í júlí á síðasta ári er hann tapaði á umdeildan hátt gegn augnpotaranum Santiago Ponzinibbio. Biðin eftir bardaga hefur verið löng hjá okkar manni og léttir að það eigi aðeins eftir að ganga frá formsatriðum. „Þetta lítur mjög vel út. Það er búið að samþykkja munnlega af beggja hálfu. Við höfum ekki fengið samninginn enn þá og eftir að skrifa undir. Ég er bjartsýnn á þetta og held að þetta sé on,“ segir Gunnar ánægður enda beðið lengi eftir að fá andstæðing. „Við höfum reynt að fá andstæðing um tíma. Þetta bauðst svo fyrir viku síðan og talað um 2-3 andstæðinga. Fyrst var reynt að fá Jorge Masvidal en hann vill ekkert með mig hafa frekar en fyrri daginn. Það er því Alex Oliveira.“ Andstæðingur Gunnars í þessum væntanlega bardaga er brasilíski kúrekinn Alex Oliveira. Sá er jafnaldri Gunnars og hefur verið að klífa metorðastigann í veltivigtinni hratt enda unnið fjóra af síðustu fimm bardögum sínum. Hann er einu sæti fyrir ofan Gunnar á styrkleikalista UFC. „Þetta er flottur andstæðingur. Hann er svolítið villtur en mikill og fjölhæfur íþróttamaður. Ég held að þetta verði helvíti góður bardagi. Ég held að hann sé með fjólublátt belti í jörðinni en hann kann fyrir sér þar og hefur hengt menn eins og Carlos Condit.“ Gunnar hafði áður samþykkt að berjast á bardagakvöldi í Las Vegas þann 29. desember. Þessi bardagi er aftur á móti á hentugri tíma og hann getur því notið jólanna í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta er í rauninni betra svona. Okkur líst helvíti vel á þetta. Svo er þetta líka í Toronto og styttra í það kvöld en í Vegas. Við höfum verið að æfa með það í huga að við séum að fara að keppa.“ MMA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Sjá meira
Gunnar Nelson segir að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum fyrir væntanlegan bardaga hans gegn Alex Oliveira. Stefnt er að því að þeir berjist í Toronto þann 8. desember næstkomandi. Gunnar hefur ekki barist síðan í júlí á síðasta ári er hann tapaði á umdeildan hátt gegn augnpotaranum Santiago Ponzinibbio. Biðin eftir bardaga hefur verið löng hjá okkar manni og léttir að það eigi aðeins eftir að ganga frá formsatriðum. „Þetta lítur mjög vel út. Það er búið að samþykkja munnlega af beggja hálfu. Við höfum ekki fengið samninginn enn þá og eftir að skrifa undir. Ég er bjartsýnn á þetta og held að þetta sé on,“ segir Gunnar ánægður enda beðið lengi eftir að fá andstæðing. „Við höfum reynt að fá andstæðing um tíma. Þetta bauðst svo fyrir viku síðan og talað um 2-3 andstæðinga. Fyrst var reynt að fá Jorge Masvidal en hann vill ekkert með mig hafa frekar en fyrri daginn. Það er því Alex Oliveira.“ Andstæðingur Gunnars í þessum væntanlega bardaga er brasilíski kúrekinn Alex Oliveira. Sá er jafnaldri Gunnars og hefur verið að klífa metorðastigann í veltivigtinni hratt enda unnið fjóra af síðustu fimm bardögum sínum. Hann er einu sæti fyrir ofan Gunnar á styrkleikalista UFC. „Þetta er flottur andstæðingur. Hann er svolítið villtur en mikill og fjölhæfur íþróttamaður. Ég held að þetta verði helvíti góður bardagi. Ég held að hann sé með fjólublátt belti í jörðinni en hann kann fyrir sér þar og hefur hengt menn eins og Carlos Condit.“ Gunnar hafði áður samþykkt að berjast á bardagakvöldi í Las Vegas þann 29. desember. Þessi bardagi er aftur á móti á hentugri tíma og hann getur því notið jólanna í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta er í rauninni betra svona. Okkur líst helvíti vel á þetta. Svo er þetta líka í Toronto og styttra í það kvöld en í Vegas. Við höfum verið að æfa með það í huga að við séum að fara að keppa.“
MMA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Sjá meira