Sarah Silverman leyfði Louis C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig Sylvía Hall skrifar 22. október 2018 20:51 Silverman ásamt Louis C.K. til hægri. Vísir/Getty Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum en grínistarnir hafa verið vinir um árabil. Louis C.K. var sakaður um ósæmilega hegðun í garð kvenkyns uppistandara fyrir ári síðan í tengslum við #MeToo-byltinguna. Silverman hefur verið á meðal þeirra kvenna sem hafa talað um kynjamisrétti í skemmtanabransanum og segir hún C.K. hafa misnotað aðstöðu sína gagnvart þessum konum en fimm konur stigu fram og sögðu grínistann hafa stundað sjálfsfróun fyrir framan þær. Sjá einnig: Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Grínistarnir hafa verið vinir í yfir 25 ár og segir Silverman að hún hafi leyft C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig á fyrstu árum þeirra í skemmtibransanum. Hún segir það hafi verið gert í góðu gríni og ekki sambærilegt því sem hinar konurnar upplifðu. „Það er ekki sambærilegt því sem þessar konur eru að tala um. Hann gat ekki boðið mér neitt. Við vorum bara vinir. Stundum vildi ég sjá það, það var stórkostlegt. Stundum sagði ég „alls ekki, ógeðslegt“ og við fengum okkur pizzu.“ Hún segir vandamálið liggja í því að hegðun C.K. breyttist ekki eftir að hann varð frægur. Hún segir honum hafa liðið eins og hann væri enn sami maður en áttaði sig ekki á breyttum aðstæðum. Þá segist hún vita til þess að hann hafi reynt að breyta hegðun sinni áður en ásakanirnar birtust í fjölmiðlum. „Það er til fólk sem neitar fyrir allt sem það er sakað um og heldur áfram að vera stjórnmálamenn eða kvikmyndagerðarmenn líkt og það var áður. Svo er það fólkið sem stígur fram og segir: „Ég er sekur um þessa hluti, ég gerði rangt og vill breyta rétt“ og svo er það fólkið sem er útilokað úr samfélaginu til æviloka. Hann er bróðir minn, svo þetta er erfitt. Ég hef kannski ekki hlutlaust sjónarhorn á málið en ég er að reyna,“ sagði Silverman. Þá sagðist hún ekki ætlast til þess að allir myndu taka grínistanum opnum örmum á ný. Hún sagði hann þó sjá eftir gjörðum sínum og vildi sjá hann tala um það á sviði. MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53 HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00 Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum en grínistarnir hafa verið vinir um árabil. Louis C.K. var sakaður um ósæmilega hegðun í garð kvenkyns uppistandara fyrir ári síðan í tengslum við #MeToo-byltinguna. Silverman hefur verið á meðal þeirra kvenna sem hafa talað um kynjamisrétti í skemmtanabransanum og segir hún C.K. hafa misnotað aðstöðu sína gagnvart þessum konum en fimm konur stigu fram og sögðu grínistann hafa stundað sjálfsfróun fyrir framan þær. Sjá einnig: Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Grínistarnir hafa verið vinir í yfir 25 ár og segir Silverman að hún hafi leyft C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig á fyrstu árum þeirra í skemmtibransanum. Hún segir það hafi verið gert í góðu gríni og ekki sambærilegt því sem hinar konurnar upplifðu. „Það er ekki sambærilegt því sem þessar konur eru að tala um. Hann gat ekki boðið mér neitt. Við vorum bara vinir. Stundum vildi ég sjá það, það var stórkostlegt. Stundum sagði ég „alls ekki, ógeðslegt“ og við fengum okkur pizzu.“ Hún segir vandamálið liggja í því að hegðun C.K. breyttist ekki eftir að hann varð frægur. Hún segir honum hafa liðið eins og hann væri enn sami maður en áttaði sig ekki á breyttum aðstæðum. Þá segist hún vita til þess að hann hafi reynt að breyta hegðun sinni áður en ásakanirnar birtust í fjölmiðlum. „Það er til fólk sem neitar fyrir allt sem það er sakað um og heldur áfram að vera stjórnmálamenn eða kvikmyndagerðarmenn líkt og það var áður. Svo er það fólkið sem stígur fram og segir: „Ég er sekur um þessa hluti, ég gerði rangt og vill breyta rétt“ og svo er það fólkið sem er útilokað úr samfélaginu til æviloka. Hann er bróðir minn, svo þetta er erfitt. Ég hef kannski ekki hlutlaust sjónarhorn á málið en ég er að reyna,“ sagði Silverman. Þá sagðist hún ekki ætlast til þess að allir myndu taka grínistanum opnum örmum á ný. Hún sagði hann þó sjá eftir gjörðum sínum og vildi sjá hann tala um það á sviði.
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53 HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00 Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53
HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00
Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“