Aftur til framtíðar Stefán Pálsson skrifar 20. október 2018 14:00 Vísindamenn hjá Westingahouse-rannsóknarstofunum koma hlutum fyrir í tímahylki. Það reyndist enginn risastór, blálitaður og hjartalaga demantur í pakkanum dularfulla sem opnaður var á Guðbrandsdalssafninu í Noregi síðla sumars 2012. Sú saga hafði farið á kreik að þessi einstaki skartgripur – sem sumir töldu þó að bölvun hvíldi á – hefði ekki sokkið í hafið með risafarþegaskipinu Titanic hundrað árum fyrr, heldur bjargast til Noregs fyrir röð tilviljana og myndi nú koma fyrir almenningssjónir á ný. Alvörugefnir sagnfræðingar höfðu enga þolinmæði fyrir slíkum bullkenningum. Sjálf sagan um verðmæta demantinn sem horfið hefði í hafið, væri flökkusögn sem ætti ekki við nein rök að styðjast en hefði fengið byr undir báða vængi á vafasömum síðum á netinu í kjölfar Hollywood-myndarinnar Titanic. En þótt fræðimennirnir vissu mætavel að pakkinn hefði ekki að geyma gull og eðalsteina, þá voru þeir ekkert síður forvitnir en allir aðrir. Stór hluti norsku þjóðarinnar sat límdur yfir beinu útsendingunni frá opnun pakkans og allir helstu fjölmiðlar voru með fréttaritara sína á staðnum. Hvers vegna þessi mikla eftirvænting? Jú, böggullinn dularfulli hafði legið óopnaður í marga áratugi, allt frá því að hann barst á skrifstofu sveitarstjóra í litlum norskum bæ snemma á þriðja áratug síðustu aldar, með skýrum fyrirmælum um að hann mætti ekki opna fyrr en í ágústmánuði 2012. Hvað gat verið svo viðkvæmt að það þyldi ekki dagsins ljós í fastnær heila öld? Allt þetta pukur hlaut að benda til þess að um mikið leyndarmál væri að ræða. Ef til vill einhver uppljóstrun tengd konungsfjölskyldunni? Og var ártalið 2012 einhver vísbending? Það var jú heilli öld eftir að Titanic sökk, eins og áhugafólkið um þá samsæriskenningu benti óspart á. Annað kom þó í ljós. Eftir nokkur lög af umbúðapappír birtist sundurlaus samtíningur af taupjötlum – að því er virtist efni í norska fánann – ásamt nokkrum blaðaúrklippum. Úrklippurnar virtust flestar tengjast gamalli fjársöfnun til að reisa minnisvarða um frægan sigur Dana og Norðmanna á skoskum málaliðum sem börðust fyrir Svíakonung árið 1612. Tilgátan um að ártalið 2012 vísaði í stórafmæli reyndist þá standa fyrir sínu.Að fela hlut Auðvitað fannst norsku þjóðinni hún höfð að fífli og safnverðir Guðbrandsdalssafnsins máttu reyna á alla leiklistarhæfileika sína til að þykjast ánægðir með þessa rýru uppskeru. Og öll hljótum við að skilja vonbrigðin. Hvað gæti verið meira spennandi en að fá gjafapakka úr fortíðinni sem kynni að ljóstra upp safaríkum leyndarmálum? Í einhverjum skilningi má segja að það að senda skilaboð til framtíðarinnar sé sammannlegur eiginleiki. Að nokkru leyti liggur sú hugsun að baki allri listsköpun, ritmáli og jafnvel veggjakroti. Löng hefð er fyrir því við byggingu stærri mannvirkja að leggja hornsteina, sem báru stundum áletranir með upplýsingum um viðkomandi framkvæmd. Á nítjándu öld varð svo vinsælt að koma fyrir hylkjum inni í hornsteinum með byggingarteikningum og öðrum tæknilegum upplýsingum. Á sama hátt hefur löngum verið vinsælt að innsigla handrit eða skjöl með fyrirmælum um að þau megi ekki lesa fyrr en að ákveðnum tíma liðnum – til dæmis eftir fráfall þeirra sem innihaldið varðaði. En þótt mannkyninu hafi frá örófi alda verið tamt að skrásetja upplýsingar og varðveita hluti fyrir löngu ófæddar kynslóðir, er unnt að rekja upphaf svokallaðra „tímahylkja“ með nokkurri nákvæmni. Tímahylki, þar sem valdir eru gripir sem taldir eru á einhvern hátt einkennandi fyrir samtíma okkar og þeim komið fyrir í íláti sem grafið er í jörðu fyrir fornleifafræðinga framtíðarinnar, eru vinsælt verkefni í kennslustofum um víða veröld. Útbúin hafa verið slík hylki eða jafnvel heilu hvelfingarnar, til að mynda í tengslum við nýbyggingar – öðrum þræði í auglýsingaskyni. Þannig má í verslunarmiðstöðinni Kringlunni finna lítið rými þar sem komið var fyrir eftirsóttum neysluvarningi frá opnunartíma hússins og sem halda skal lokuðu eitthvað fram á 21. öldina. Metnaðarfyllstu hönnuðir tímahylkja hafa þó horft lengra fram í tímann en þrjár til fjórar kynslóðir. Í þeim hópi var Bandaríkjamaðurinn Thornwell Jacobs, sem sumir kalla föður tímahylkjanna.Í miðdepli sögunnar Thornwell Jacobs fæddist árið 1877 í Suður-Karólínu. Hann var mikill trúmaður og þjónaði lengi sem prédikari í safnaðarkirkju sinni, Auk guðfræðinnar hafði hann brennandi áhuga á sagnfræði og skrifaði mikið um þau efni. Það var einmitt við sögugrúskið sem Jacobs fór að velta því fyrir sér hversu rýrar og brotakenndar heimildir væru til um samfélög fyrri alda og árþúsunda. Í kjölfarið spurði hann sig þeirrar spurningar, hvort ástandið yrði nokkuð betra varðandi samtímann. Hvaða möguleika hefðu Jarðarbúar eftir þúsundir ára á að fræðast um líf og samfélag fólks á 20. öld, þegar mölur og ryð hefðu grandað flestu og tungumálið jafnvel farið veg allrar veraldar? Eftir því sem Jacobs komst næst, var elsti atburður í mannkynssögunni sem ársettur væri með vissu frá árinu 4241 fyrir Kristsburð. Með því að líta á það sem upphafspunkt mannkynssögunnar, setti hann sér það markmið að útbúa tímahylki eða hvelfingu sem miðlað gæti upplýsingum jafn langt fram í tímann og sem þessum tíma næmi. Eftir nokkurra ára undirbúning var unnt að innsigla tímahvelfinguna þann 28. maí árið 1940 – og er gert ráð fyrir að henni verið lokið upp að nýju þann sama dag árið 8113. Thornwell Jacobs var ekkert að pukrast með hugmynd sína og árið 1936 lýsti hann henni í grein í tímaritinu Scientific American. Greinin vakti óskipta athygli, þar á meðal hjá stjórnendum raftækjafyrirtækisins Westinghouse. Fyrirtækið undirbjó sýningarskála sinn fyrir heimssýninguna í New York árið 1939 og sá samstundis auglýsingatækifærin sem í þessu væru fólgin. Næstu misserin safnaði Jacobs í rólegheitum saman hvers kyns gripum til að koma fyrir í tæplega tuttugu fermetra steinhvelfingu sinni. Þar voru helstu bókmenntaperlur mannkynssögunnar, hljóðupptökur með röddum mikilmenna og myndir af frægum listaverkum, en einnig hversdagslegri gripir á borð við leikföng og húsbúnað. Löngu fyrir daga nútímaauglýsingamennsku sáu stórfyrirtæki sér leik á borði að tryggja vörumerkjum sínum framhaldslíf. Þannig munu íbúar níunda árþúsundsins geta gætt sér á flösku af Budweiser. Nálgun Westinghouse-fyrirtækisins var talsvert frábrugðin og um margt vísindalegri. Hálffjarstæðukennt er að ímynda sér að herbergið sem Jacobs og félagar útbjuggu á háskólalóð í Atlanta í Georgíu muni standa í þúsundir ára, án þess að verða eyðingaröflum að bráð. Sérfræðingar Westinghouse lögðu hins vegar upp með að hanna miklu minni geymslu, en úr efnum sem ættu að standast tímans tönn. Útfærsla fyrirtækisins var ekki ósvipuð byssukúlu í laginu, rúmlega tveggja metra löng og tuttugu sentimetrar á þykkt. Ílátið var steypt úr sérútbúinni málmblöndu sem staðhæft var að myndi ekki láta á sjá í 5000 ár – en ætlunin er að það verði opnað árið 6939. Ekkert pláss var fyrir stóra gripi inni í þessum litla hólki, enda var látið nægja að setja í hann ýmsa smágripi, klæðisbúta og mikið magn upplýsinga á örfilmum. Smíðinni var loks komið fyrir með mikilli viðhöfn á heimssýningunni. Henni var gefið nafnið „tímahylki“ (e. time capsule) og náði það hugtak þegar fótfestu.Talað tungum Við undirbúning verkefnanna tveggja komu upp ýmis álitamál. Hvernig ætti fólkið í framtíðinni til dæmis að vita aldur tímahylkisins/hvelfingarinnar? Ósennilegt mætti telja að núverandi tímatal yrði enn við lýði og því myndu ártöl á borð við 1939 og 1940 hafa litla merkingu. Svarið við þessu fólst í að skrá nákvæmar stjörnufræðiupplýsingar, í þeirri von að afkomendur okkar geti áætlað tímann út frá þeim. Verra var með tungumálið. Miðað við það hversu ört tungumál breytast, er ósennilegt að nútímaenska muni skiljast eftir þúsundir ára. Ekkert segir að ríkjandi tungumál verði á nokkurn hátt skyld þeim sem töluð eru í dag, hvað þá að bókstafir og tákn verði hin sömu. Í þessu skyni var reynt að útskýra hljóðkerfi og skipulag tungumálsins með sem einföldustum skýringarmyndum. Sama máli gegndi um stærðfræði, eðlis- og efnafræði. Í öllum tilvikum þurftu sérfræðingar að glíma við að útskýra grunnatriði í heimsmynd okkar og vísindum fyrir nemanda sem þeir vissu ekki hver væri eða hverjar námsforsendur viðkomandi væru. Tímahylkin bandarísku í lok fjórða áratugarins ruddu brautina fyrir fjölda sambærilegra verkefna. Í sumum þeirra hefur tímahylkjum verið skotið út í geiminn, ýmist í langsóttri von um að fræða vitsmunasamfélög á fjarlægum hnöttum eða til að snúa aftur til jarðar að óratíma liðnum með þekkingu sína innanborðs. Margt í fræðum tímahylkjasmiða hefur sömuleiðis hagnýtt gildi hér á jörðinni. Má þar sérstaklega nefna merkingar á geislavirkum úrgangi sem komið er í geymslu á tryggum stöðum, en sem getur reynst skaðlegur heilsu fólks jafnvel svo árþúsundum skiptir. Hvernig er best að vara fólk við ógnum sem kann að tala gjörólík tungumál og notast við allt annað myndmál og táknkerfi? Það er alltaf erfitt að tala inn í framtíðina og mikil hætta á að skilaboðin misskiljist. Hver veit til dæmis nema að böggullinn skringilegi í Guðbrandsdal hafi í raun sagt okkur merkilega sögu, en við bara ekki skilið vísbendingarnar? Birtist í Fréttablaðinu Saga til næsta bæjar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Það reyndist enginn risastór, blálitaður og hjartalaga demantur í pakkanum dularfulla sem opnaður var á Guðbrandsdalssafninu í Noregi síðla sumars 2012. Sú saga hafði farið á kreik að þessi einstaki skartgripur – sem sumir töldu þó að bölvun hvíldi á – hefði ekki sokkið í hafið með risafarþegaskipinu Titanic hundrað árum fyrr, heldur bjargast til Noregs fyrir röð tilviljana og myndi nú koma fyrir almenningssjónir á ný. Alvörugefnir sagnfræðingar höfðu enga þolinmæði fyrir slíkum bullkenningum. Sjálf sagan um verðmæta demantinn sem horfið hefði í hafið, væri flökkusögn sem ætti ekki við nein rök að styðjast en hefði fengið byr undir báða vængi á vafasömum síðum á netinu í kjölfar Hollywood-myndarinnar Titanic. En þótt fræðimennirnir vissu mætavel að pakkinn hefði ekki að geyma gull og eðalsteina, þá voru þeir ekkert síður forvitnir en allir aðrir. Stór hluti norsku þjóðarinnar sat límdur yfir beinu útsendingunni frá opnun pakkans og allir helstu fjölmiðlar voru með fréttaritara sína á staðnum. Hvers vegna þessi mikla eftirvænting? Jú, böggullinn dularfulli hafði legið óopnaður í marga áratugi, allt frá því að hann barst á skrifstofu sveitarstjóra í litlum norskum bæ snemma á þriðja áratug síðustu aldar, með skýrum fyrirmælum um að hann mætti ekki opna fyrr en í ágústmánuði 2012. Hvað gat verið svo viðkvæmt að það þyldi ekki dagsins ljós í fastnær heila öld? Allt þetta pukur hlaut að benda til þess að um mikið leyndarmál væri að ræða. Ef til vill einhver uppljóstrun tengd konungsfjölskyldunni? Og var ártalið 2012 einhver vísbending? Það var jú heilli öld eftir að Titanic sökk, eins og áhugafólkið um þá samsæriskenningu benti óspart á. Annað kom þó í ljós. Eftir nokkur lög af umbúðapappír birtist sundurlaus samtíningur af taupjötlum – að því er virtist efni í norska fánann – ásamt nokkrum blaðaúrklippum. Úrklippurnar virtust flestar tengjast gamalli fjársöfnun til að reisa minnisvarða um frægan sigur Dana og Norðmanna á skoskum málaliðum sem börðust fyrir Svíakonung árið 1612. Tilgátan um að ártalið 2012 vísaði í stórafmæli reyndist þá standa fyrir sínu.Að fela hlut Auðvitað fannst norsku þjóðinni hún höfð að fífli og safnverðir Guðbrandsdalssafnsins máttu reyna á alla leiklistarhæfileika sína til að þykjast ánægðir með þessa rýru uppskeru. Og öll hljótum við að skilja vonbrigðin. Hvað gæti verið meira spennandi en að fá gjafapakka úr fortíðinni sem kynni að ljóstra upp safaríkum leyndarmálum? Í einhverjum skilningi má segja að það að senda skilaboð til framtíðarinnar sé sammannlegur eiginleiki. Að nokkru leyti liggur sú hugsun að baki allri listsköpun, ritmáli og jafnvel veggjakroti. Löng hefð er fyrir því við byggingu stærri mannvirkja að leggja hornsteina, sem báru stundum áletranir með upplýsingum um viðkomandi framkvæmd. Á nítjándu öld varð svo vinsælt að koma fyrir hylkjum inni í hornsteinum með byggingarteikningum og öðrum tæknilegum upplýsingum. Á sama hátt hefur löngum verið vinsælt að innsigla handrit eða skjöl með fyrirmælum um að þau megi ekki lesa fyrr en að ákveðnum tíma liðnum – til dæmis eftir fráfall þeirra sem innihaldið varðaði. En þótt mannkyninu hafi frá örófi alda verið tamt að skrásetja upplýsingar og varðveita hluti fyrir löngu ófæddar kynslóðir, er unnt að rekja upphaf svokallaðra „tímahylkja“ með nokkurri nákvæmni. Tímahylki, þar sem valdir eru gripir sem taldir eru á einhvern hátt einkennandi fyrir samtíma okkar og þeim komið fyrir í íláti sem grafið er í jörðu fyrir fornleifafræðinga framtíðarinnar, eru vinsælt verkefni í kennslustofum um víða veröld. Útbúin hafa verið slík hylki eða jafnvel heilu hvelfingarnar, til að mynda í tengslum við nýbyggingar – öðrum þræði í auglýsingaskyni. Þannig má í verslunarmiðstöðinni Kringlunni finna lítið rými þar sem komið var fyrir eftirsóttum neysluvarningi frá opnunartíma hússins og sem halda skal lokuðu eitthvað fram á 21. öldina. Metnaðarfyllstu hönnuðir tímahylkja hafa þó horft lengra fram í tímann en þrjár til fjórar kynslóðir. Í þeim hópi var Bandaríkjamaðurinn Thornwell Jacobs, sem sumir kalla föður tímahylkjanna.Í miðdepli sögunnar Thornwell Jacobs fæddist árið 1877 í Suður-Karólínu. Hann var mikill trúmaður og þjónaði lengi sem prédikari í safnaðarkirkju sinni, Auk guðfræðinnar hafði hann brennandi áhuga á sagnfræði og skrifaði mikið um þau efni. Það var einmitt við sögugrúskið sem Jacobs fór að velta því fyrir sér hversu rýrar og brotakenndar heimildir væru til um samfélög fyrri alda og árþúsunda. Í kjölfarið spurði hann sig þeirrar spurningar, hvort ástandið yrði nokkuð betra varðandi samtímann. Hvaða möguleika hefðu Jarðarbúar eftir þúsundir ára á að fræðast um líf og samfélag fólks á 20. öld, þegar mölur og ryð hefðu grandað flestu og tungumálið jafnvel farið veg allrar veraldar? Eftir því sem Jacobs komst næst, var elsti atburður í mannkynssögunni sem ársettur væri með vissu frá árinu 4241 fyrir Kristsburð. Með því að líta á það sem upphafspunkt mannkynssögunnar, setti hann sér það markmið að útbúa tímahylki eða hvelfingu sem miðlað gæti upplýsingum jafn langt fram í tímann og sem þessum tíma næmi. Eftir nokkurra ára undirbúning var unnt að innsigla tímahvelfinguna þann 28. maí árið 1940 – og er gert ráð fyrir að henni verið lokið upp að nýju þann sama dag árið 8113. Thornwell Jacobs var ekkert að pukrast með hugmynd sína og árið 1936 lýsti hann henni í grein í tímaritinu Scientific American. Greinin vakti óskipta athygli, þar á meðal hjá stjórnendum raftækjafyrirtækisins Westinghouse. Fyrirtækið undirbjó sýningarskála sinn fyrir heimssýninguna í New York árið 1939 og sá samstundis auglýsingatækifærin sem í þessu væru fólgin. Næstu misserin safnaði Jacobs í rólegheitum saman hvers kyns gripum til að koma fyrir í tæplega tuttugu fermetra steinhvelfingu sinni. Þar voru helstu bókmenntaperlur mannkynssögunnar, hljóðupptökur með röddum mikilmenna og myndir af frægum listaverkum, en einnig hversdagslegri gripir á borð við leikföng og húsbúnað. Löngu fyrir daga nútímaauglýsingamennsku sáu stórfyrirtæki sér leik á borði að tryggja vörumerkjum sínum framhaldslíf. Þannig munu íbúar níunda árþúsundsins geta gætt sér á flösku af Budweiser. Nálgun Westinghouse-fyrirtækisins var talsvert frábrugðin og um margt vísindalegri. Hálffjarstæðukennt er að ímynda sér að herbergið sem Jacobs og félagar útbjuggu á háskólalóð í Atlanta í Georgíu muni standa í þúsundir ára, án þess að verða eyðingaröflum að bráð. Sérfræðingar Westinghouse lögðu hins vegar upp með að hanna miklu minni geymslu, en úr efnum sem ættu að standast tímans tönn. Útfærsla fyrirtækisins var ekki ósvipuð byssukúlu í laginu, rúmlega tveggja metra löng og tuttugu sentimetrar á þykkt. Ílátið var steypt úr sérútbúinni málmblöndu sem staðhæft var að myndi ekki láta á sjá í 5000 ár – en ætlunin er að það verði opnað árið 6939. Ekkert pláss var fyrir stóra gripi inni í þessum litla hólki, enda var látið nægja að setja í hann ýmsa smágripi, klæðisbúta og mikið magn upplýsinga á örfilmum. Smíðinni var loks komið fyrir með mikilli viðhöfn á heimssýningunni. Henni var gefið nafnið „tímahylki“ (e. time capsule) og náði það hugtak þegar fótfestu.Talað tungum Við undirbúning verkefnanna tveggja komu upp ýmis álitamál. Hvernig ætti fólkið í framtíðinni til dæmis að vita aldur tímahylkisins/hvelfingarinnar? Ósennilegt mætti telja að núverandi tímatal yrði enn við lýði og því myndu ártöl á borð við 1939 og 1940 hafa litla merkingu. Svarið við þessu fólst í að skrá nákvæmar stjörnufræðiupplýsingar, í þeirri von að afkomendur okkar geti áætlað tímann út frá þeim. Verra var með tungumálið. Miðað við það hversu ört tungumál breytast, er ósennilegt að nútímaenska muni skiljast eftir þúsundir ára. Ekkert segir að ríkjandi tungumál verði á nokkurn hátt skyld þeim sem töluð eru í dag, hvað þá að bókstafir og tákn verði hin sömu. Í þessu skyni var reynt að útskýra hljóðkerfi og skipulag tungumálsins með sem einföldustum skýringarmyndum. Sama máli gegndi um stærðfræði, eðlis- og efnafræði. Í öllum tilvikum þurftu sérfræðingar að glíma við að útskýra grunnatriði í heimsmynd okkar og vísindum fyrir nemanda sem þeir vissu ekki hver væri eða hverjar námsforsendur viðkomandi væru. Tímahylkin bandarísku í lok fjórða áratugarins ruddu brautina fyrir fjölda sambærilegra verkefna. Í sumum þeirra hefur tímahylkjum verið skotið út í geiminn, ýmist í langsóttri von um að fræða vitsmunasamfélög á fjarlægum hnöttum eða til að snúa aftur til jarðar að óratíma liðnum með þekkingu sína innanborðs. Margt í fræðum tímahylkjasmiða hefur sömuleiðis hagnýtt gildi hér á jörðinni. Má þar sérstaklega nefna merkingar á geislavirkum úrgangi sem komið er í geymslu á tryggum stöðum, en sem getur reynst skaðlegur heilsu fólks jafnvel svo árþúsundum skiptir. Hvernig er best að vara fólk við ógnum sem kann að tala gjörólík tungumál og notast við allt annað myndmál og táknkerfi? Það er alltaf erfitt að tala inn í framtíðina og mikil hætta á að skilaboðin misskiljist. Hver veit til dæmis nema að böggullinn skringilegi í Guðbrandsdal hafi í raun sagt okkur merkilega sögu, en við bara ekki skilið vísbendingarnar?
Birtist í Fréttablaðinu Saga til næsta bæjar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira