Kanye West kveðst hafa verið notaður til að dreifa pólitískum skilaboðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. október 2018 22:38 West hyggst draga sig í hlé í hinni pólitísku umræðu og þess í stað einbeita sér að listinni. Getty/Ron Sachs Bandaríski rapparinn Kanye West, sem nú gengur undir nafninu „Ye“, segist hafa verið notaður til að dreifa boðskap sem hann trúir ekki á. Hann hafi verið blekktur en nú sé hann með galopin augun. Þetta sagði rapparinn á Twitter-síðu sinni en hann ætlar að draga sig í hlé í umræðu um stjórnmál og einbeita sér að sköpun. Það olli miklu fjaðrafoki þegar rapparinn talaði um aðdáun sína á Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í upphafi mánaðar. Hann setti upp derhúfu með áletruninni „Gerum Bandaríkin glæst á ný,“ og birti á samfélagsmiðlum en setningin er slagorð Trumps í forsetakosningunum 2016.Gerir grein fyrir skoðunum sínum West hætti á öllum samskiptamiðlum í kjölfarið en nú er hann kominn aftur á kreik. Í röð tísta sem hann birti í kvöld útskýrði hann fyrir fylgjendum sínum, í eins konar stefnuyfirlýsingu, það sem hann raunverulega stendur fyrir og trúir á. „Ég er hlynntur því að skapa störf og tækifæri fyrir fólk sem þarf mest á að halda. Ég styð umbætur á refsivörslukerfinu, ég er hliðhollur byssulöggjöf sem einkennist af almennri skynsemi og mun gera heiminn okkar öruggari,“ sagði West. „Ég styð þá sem hætta lífi sínu til að þjóna og vernda okkur og ég er hlynntur því að draga fólk til ábyrgðar sem misnotar valdheimildir sínar.“ West sagðist jafnframt trúa á ást og samkennd með hælisleitendum og foreldrum sem reyna að vernda börnin sín fyrir ofbeldi og stríði. „Ég vil koma á framfæri þökkum til fjölskyldunnar minnar, ástvina og samfélagsins fyrir að styðja RAUNVERULEGAR skoðanir mínar og sýn minni til að bæta heiminn,“ sagði West sem ætlar nú að halda sig til hlés í hinni pólitísku umræðu og einbeita sér að því að vera listamaður.My eyes are now wide open and now realize I've been used to spread messages I don't believe in. I am distancing myself from politics and completely focusing on being creative !!!— ye (@kanyewest) October 30, 2018 Tengdar fréttir Kanye fór úr einu í annað á „klikkaðasta fundi Hvíta hússins“ Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 12. október 2018 10:45 Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06 Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka. 7. október 2018 11:07 Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Bandaríski rapparinn Kanye West, sem nú gengur undir nafninu „Ye“, segist hafa verið notaður til að dreifa boðskap sem hann trúir ekki á. Hann hafi verið blekktur en nú sé hann með galopin augun. Þetta sagði rapparinn á Twitter-síðu sinni en hann ætlar að draga sig í hlé í umræðu um stjórnmál og einbeita sér að sköpun. Það olli miklu fjaðrafoki þegar rapparinn talaði um aðdáun sína á Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í upphafi mánaðar. Hann setti upp derhúfu með áletruninni „Gerum Bandaríkin glæst á ný,“ og birti á samfélagsmiðlum en setningin er slagorð Trumps í forsetakosningunum 2016.Gerir grein fyrir skoðunum sínum West hætti á öllum samskiptamiðlum í kjölfarið en nú er hann kominn aftur á kreik. Í röð tísta sem hann birti í kvöld útskýrði hann fyrir fylgjendum sínum, í eins konar stefnuyfirlýsingu, það sem hann raunverulega stendur fyrir og trúir á. „Ég er hlynntur því að skapa störf og tækifæri fyrir fólk sem þarf mest á að halda. Ég styð umbætur á refsivörslukerfinu, ég er hliðhollur byssulöggjöf sem einkennist af almennri skynsemi og mun gera heiminn okkar öruggari,“ sagði West. „Ég styð þá sem hætta lífi sínu til að þjóna og vernda okkur og ég er hlynntur því að draga fólk til ábyrgðar sem misnotar valdheimildir sínar.“ West sagðist jafnframt trúa á ást og samkennd með hælisleitendum og foreldrum sem reyna að vernda börnin sín fyrir ofbeldi og stríði. „Ég vil koma á framfæri þökkum til fjölskyldunnar minnar, ástvina og samfélagsins fyrir að styðja RAUNVERULEGAR skoðanir mínar og sýn minni til að bæta heiminn,“ sagði West sem ætlar nú að halda sig til hlés í hinni pólitísku umræðu og einbeita sér að því að vera listamaður.My eyes are now wide open and now realize I've been used to spread messages I don't believe in. I am distancing myself from politics and completely focusing on being creative !!!— ye (@kanyewest) October 30, 2018
Tengdar fréttir Kanye fór úr einu í annað á „klikkaðasta fundi Hvíta hússins“ Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 12. október 2018 10:45 Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06 Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka. 7. október 2018 11:07 Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Kanye fór úr einu í annað á „klikkaðasta fundi Hvíta hússins“ Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 12. október 2018 10:45
Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06
Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka. 7. október 2018 11:07
Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“