Seinni bylgjan: ÍBV á meira inni og besti leikmaðurinn sem gleymdist Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2018 14:30 Íris Björk Símonardóttir er búin að vera alveg mögnuð. vísir/bára ÍBV er í öðru sæti Olís-deildar kvenna en farið var yfir fyrsta þriðjung deildarinnar í sérstökum uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar á miðvikudagskvöldið þar sem að Ásgeir Jónsson og Þorgerður Anna Atladóttir voru sérfræðingar. Eyjakonur voru þær fyrstu til að leggja Framara að velli og virðast vera komnar í gang en allir í myndveri voru sammála um að liðið á meira inni. „Jenný er búin að vera geggjuð í markinu í flestum leikjum en sóknarnýting liðsins er döpur og Esther á gríðarlega mikið inni þar. Þetta er leikmaður sem er vanur að vera að skora 6-10 mörk en er núna með slaka skotnýtingu og að tapa svolítið af boltum. Hún á mikið inni. Sunna sömuleiðis á mikið inni,“ segir Ásgeir.Greta velur skotin betur Skyttan hávaxnka Greta Kavaliauskaite hefur farið mikinn og verið miklu betri en á síðustu leiktíð. „Hún var aðeins mistækari í fyrra en núna er hún í betra formi. Hún velur skotin sín aðeins betur heldur en í fyrra þegar að hún var að taka óþarfa skot og ætlaði að vera einhver stjarna og sýna sig. Standið á henni er mjög flott,“ segir Þorgerður Anna en bæði hafa þau smá áhyggjur af fáum hraðaupphlaupum liðsins. „Með aðeins betri vörn og meiri stöðugleika í varnarleikinn fær liðið hraðaupphlaupin sem að Karólína er ekki búin að vera að fá. Leikmaður eins og hún þrífst á þessum hraðaupphlaupum. Þau skipta máli fyrir sjálfstraustið því hún er stundum ekki að taka færin sín í horninu því sjálfstraustið er ekki í botni,“ segir Þorgerður Anna.Íris alveg mögnuð Valskonur eru á toppnum eins og spáð var. Liðið breyttist mikið á milli tímabila en sóknarleikurinn er að slípast saman eftir að vera ekkert sérstakur í byrjun móts. „Markvarslan er búin að vera svo góð og varnarleikurinn sömuleiðis. Þess vegna hefur liðið haft svigrúm til að spila ekkert sérstakan sóknarleik en náð góðum úrslitum,“ segir Ásgeir Jónsson. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, er búin að vera algjörlega frábær og gleymdist aðeins í umræðunni fyrr í þættinum þegar að Martha Hermannsdóttir, leikmaður KA/Þórs var sögð besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinnar. Beðist var velvirðingar á því. „Hún verður bara betri með hverjum leiknum. Hún var besti markvörður landsins þegar að hún var upp á sitt besta og nú held ég að hún sé að nálgast þann titil aftur,“ segir Þorgerður Anna. „Þegar að við köstuðum því fram að það væri algjörlega borðliggjandi að Martha Hermannsdóttir væri besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinna gleymdum við Írisi. Hún er best ásamt Mörthu,“ segir Ásgeir. „Í átta leikjum er hún búin að fara yfir 40 prósent vörslu sex sinnum og tvisvar sinnum yfir 50 prósent. Hún er búin að vera algjörlega geggjuð. Varnarleikurinn hefur verið frábær og það er ekki hægt að undirstrika það nógu mikið hversu mikilvægt það var að fá Gerði aftur inn í þetta,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um tvö efstu liðin má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Íslands- og bikarmeistarar Fram eru búnir að tapa þremur leikjum í röð í Olís-deild kvenna. 9. nóvember 2018 11:30 Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
ÍBV er í öðru sæti Olís-deildar kvenna en farið var yfir fyrsta þriðjung deildarinnar í sérstökum uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar á miðvikudagskvöldið þar sem að Ásgeir Jónsson og Þorgerður Anna Atladóttir voru sérfræðingar. Eyjakonur voru þær fyrstu til að leggja Framara að velli og virðast vera komnar í gang en allir í myndveri voru sammála um að liðið á meira inni. „Jenný er búin að vera geggjuð í markinu í flestum leikjum en sóknarnýting liðsins er döpur og Esther á gríðarlega mikið inni þar. Þetta er leikmaður sem er vanur að vera að skora 6-10 mörk en er núna með slaka skotnýtingu og að tapa svolítið af boltum. Hún á mikið inni. Sunna sömuleiðis á mikið inni,“ segir Ásgeir.Greta velur skotin betur Skyttan hávaxnka Greta Kavaliauskaite hefur farið mikinn og verið miklu betri en á síðustu leiktíð. „Hún var aðeins mistækari í fyrra en núna er hún í betra formi. Hún velur skotin sín aðeins betur heldur en í fyrra þegar að hún var að taka óþarfa skot og ætlaði að vera einhver stjarna og sýna sig. Standið á henni er mjög flott,“ segir Þorgerður Anna en bæði hafa þau smá áhyggjur af fáum hraðaupphlaupum liðsins. „Með aðeins betri vörn og meiri stöðugleika í varnarleikinn fær liðið hraðaupphlaupin sem að Karólína er ekki búin að vera að fá. Leikmaður eins og hún þrífst á þessum hraðaupphlaupum. Þau skipta máli fyrir sjálfstraustið því hún er stundum ekki að taka færin sín í horninu því sjálfstraustið er ekki í botni,“ segir Þorgerður Anna.Íris alveg mögnuð Valskonur eru á toppnum eins og spáð var. Liðið breyttist mikið á milli tímabila en sóknarleikurinn er að slípast saman eftir að vera ekkert sérstakur í byrjun móts. „Markvarslan er búin að vera svo góð og varnarleikurinn sömuleiðis. Þess vegna hefur liðið haft svigrúm til að spila ekkert sérstakan sóknarleik en náð góðum úrslitum,“ segir Ásgeir Jónsson. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, er búin að vera algjörlega frábær og gleymdist aðeins í umræðunni fyrr í þættinum þegar að Martha Hermannsdóttir, leikmaður KA/Þórs var sögð besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinnar. Beðist var velvirðingar á því. „Hún verður bara betri með hverjum leiknum. Hún var besti markvörður landsins þegar að hún var upp á sitt besta og nú held ég að hún sé að nálgast þann titil aftur,“ segir Þorgerður Anna. „Þegar að við köstuðum því fram að það væri algjörlega borðliggjandi að Martha Hermannsdóttir væri besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinna gleymdum við Írisi. Hún er best ásamt Mörthu,“ segir Ásgeir. „Í átta leikjum er hún búin að fara yfir 40 prósent vörslu sex sinnum og tvisvar sinnum yfir 50 prósent. Hún er búin að vera algjörlega geggjuð. Varnarleikurinn hefur verið frábær og það er ekki hægt að undirstrika það nógu mikið hversu mikilvægt það var að fá Gerði aftur inn í þetta,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um tvö efstu liðin má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Íslands- og bikarmeistarar Fram eru búnir að tapa þremur leikjum í röð í Olís-deild kvenna. 9. nóvember 2018 11:30 Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Íslands- og bikarmeistarar Fram eru búnir að tapa þremur leikjum í röð í Olís-deild kvenna. 9. nóvember 2018 11:30
Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30
Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30