Undanfarnar vikur hefur hlustendum X977 boðist að koma með tilnefningar um harðasta iðnaðarmanninn og komu inn fjölmargar ábendingar um slíka. Sérstök dómnefnd fór svo yfir allar tilnefningar. Hún hefur valið sex einstaklinga sem þóttu skara framúr og hefst nú kosning á harðasta iðnaðarmanni Íslands.
Þetta er í fjórða skiptið sem harðasti iðnaðarmaðurinn er valinn hér á Vísi. Árið 2015 var Arnór Davíð Pétursson pípari valinn, 2016 var það Halldóra Þorvarðardóttir blikksmiður og 2017 varð Auður Linda Sonjudóttir fyrir valinu.
Kosningin stendur yfir til hádegis 14. nóvember. Sigurvegarinn verður síðan krýndur í sérstöku lokahófi þann 15. nóvember.
Halldór Bergmann