Mættu með sjö hugmyndir á Café Paris Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2018 16:30 Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson. Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. Þvert á móti klæjaði þeim í fingurna að skapa sitt eigið og stofna rekstur í kringum hugmyndirnar sem þeir gengu með í höfðinu. Í dag, fimm árum eftir útskrift úr Menntaskólanum við Sund, reka þeir tvö fyrirtæki á talsverðri siglingu og eru með nokkurn fjölda fólks í vinnu. „Við ákváðum að hittast einu sinni í viku á Café Paris, fá okkur kaffi og báðir myndum við mæta með fimm hugmyndir, eða sjö hugmyndir að „bissness“,“ segir Daníel. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji að fara út í „bissness“ saman, við vorum alltaf að hittast og ræða einhverjar hugmyndir. Það voru margar lélegar sem komu upp, en nokkrar góðar líka,“ segir Egill.Byrjaði sem djamm á launum Þeir voru hins vegar nokkuð fljótir að ná flugi með fyrsta alvöru reksturinn, ferðaþjónustufyrirtækið Wake Up Reykjavík – sem gerir út á borgarrölt, matar- og næturlífstúra fyrir ferðamenn, sem hefur sprungið út síðustu misseri. „Ég held að það hafi ekki verið nein brjáluð bissness pæling á bak við það, hugmyndin er svolítið bara, eða var hugmyndin ekki að það væri gaman að djamma á launum?“ segir Egill. „Það byrjaði þannig, sem hljómar hræðilega,“ segir Daníel. Fljótlega þróaðist hugmyndin þó yfir í meiri alvöru, en fyrstu mánuðina héldu þeir félagar starfseminni uppi sjálfir, fóru með marga hópa á flakk um borgina í hverri viku og tóku sjaldan frí.Farnir að búa til mikla peninga um helgar „Eftir hark í eitt tvö ár sáum við að við vorum farnir að búa til góðan pening um helgar á að fara á djammið með liði. Þá fórum við að hugsa, ókei, við erum að búa til pening tvo daga í viku á kvöldin og sjáum að við þurfum að búa til eitthvað á móti því. Þá förum við út í að gera matartúra líka og erum að búa til pening á kvöldin og á daginn, en í dag erum við með kvöld- og dagstúra alla daga ársins,“ segir Egill. Þeir koma þó mun minna að rekstrinum sjálfir í dag, enda eru starfsmenn fyrirtækisins jafnan á bilinu tíu til fimmtán. Á meðan sinna þeir uppbyggingu annars fyrirtækis á allt öðru sviði, Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir.Leystu vandamálið sem þeir sáu í netverslanarekstri „Við höfðum lengi séð fyrir okkur að fara yfir í „retail“ líka, fengið margar hugmyndir en aldrei tekið skrefið. Við áttuðum okkur á því að það er þessi hausverkur sem þú þarft að eiga við. Þú þarft að vera með lager og sjá einhvern veginn um það, pakka því og koma út á pósthús,“ segir Daníel. „Þetta er svona eiginlega það sem okkur fannst ekki nógu sexí við að vera með netverslun, okkur fannst þetta vanta,“ segir Egill. Í náinni framtíð stendur því til að stækka fyrirtækið auk þess að vinna að fleiri verkefnum, þ.á.m. Podcast útvarpsþætti. Þeir hafa þegar ráðið einn starfsmann í lagerhúsnæðið, en sjá fyrir sér mikla stækkunarmöguleika næstu misserin.Það er ekki úr vegi að spyrja, hvernig fara menn að því að reka tvö svona gjörólík fyrirtæki 25 ára gamlir?„Fyrst og fremst þá þarf fólk að láta vaða, taka af skarið.“Daníel og Egill voru meðal viðmælenda Íslands í dag í gærkvöldi, en innslagið má sjá hér að neðan Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. Þvert á móti klæjaði þeim í fingurna að skapa sitt eigið og stofna rekstur í kringum hugmyndirnar sem þeir gengu með í höfðinu. Í dag, fimm árum eftir útskrift úr Menntaskólanum við Sund, reka þeir tvö fyrirtæki á talsverðri siglingu og eru með nokkurn fjölda fólks í vinnu. „Við ákváðum að hittast einu sinni í viku á Café Paris, fá okkur kaffi og báðir myndum við mæta með fimm hugmyndir, eða sjö hugmyndir að „bissness“,“ segir Daníel. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji að fara út í „bissness“ saman, við vorum alltaf að hittast og ræða einhverjar hugmyndir. Það voru margar lélegar sem komu upp, en nokkrar góðar líka,“ segir Egill.Byrjaði sem djamm á launum Þeir voru hins vegar nokkuð fljótir að ná flugi með fyrsta alvöru reksturinn, ferðaþjónustufyrirtækið Wake Up Reykjavík – sem gerir út á borgarrölt, matar- og næturlífstúra fyrir ferðamenn, sem hefur sprungið út síðustu misseri. „Ég held að það hafi ekki verið nein brjáluð bissness pæling á bak við það, hugmyndin er svolítið bara, eða var hugmyndin ekki að það væri gaman að djamma á launum?“ segir Egill. „Það byrjaði þannig, sem hljómar hræðilega,“ segir Daníel. Fljótlega þróaðist hugmyndin þó yfir í meiri alvöru, en fyrstu mánuðina héldu þeir félagar starfseminni uppi sjálfir, fóru með marga hópa á flakk um borgina í hverri viku og tóku sjaldan frí.Farnir að búa til mikla peninga um helgar „Eftir hark í eitt tvö ár sáum við að við vorum farnir að búa til góðan pening um helgar á að fara á djammið með liði. Þá fórum við að hugsa, ókei, við erum að búa til pening tvo daga í viku á kvöldin og sjáum að við þurfum að búa til eitthvað á móti því. Þá förum við út í að gera matartúra líka og erum að búa til pening á kvöldin og á daginn, en í dag erum við með kvöld- og dagstúra alla daga ársins,“ segir Egill. Þeir koma þó mun minna að rekstrinum sjálfir í dag, enda eru starfsmenn fyrirtækisins jafnan á bilinu tíu til fimmtán. Á meðan sinna þeir uppbyggingu annars fyrirtækis á allt öðru sviði, Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir.Leystu vandamálið sem þeir sáu í netverslanarekstri „Við höfðum lengi séð fyrir okkur að fara yfir í „retail“ líka, fengið margar hugmyndir en aldrei tekið skrefið. Við áttuðum okkur á því að það er þessi hausverkur sem þú þarft að eiga við. Þú þarft að vera með lager og sjá einhvern veginn um það, pakka því og koma út á pósthús,“ segir Daníel. „Þetta er svona eiginlega það sem okkur fannst ekki nógu sexí við að vera með netverslun, okkur fannst þetta vanta,“ segir Egill. Í náinni framtíð stendur því til að stækka fyrirtækið auk þess að vinna að fleiri verkefnum, þ.á.m. Podcast útvarpsþætti. Þeir hafa þegar ráðið einn starfsmann í lagerhúsnæðið, en sjá fyrir sér mikla stækkunarmöguleika næstu misserin.Það er ekki úr vegi að spyrja, hvernig fara menn að því að reka tvö svona gjörólík fyrirtæki 25 ára gamlir?„Fyrst og fremst þá þarf fólk að láta vaða, taka af skarið.“Daníel og Egill voru meðal viðmælenda Íslands í dag í gærkvöldi, en innslagið má sjá hér að neðan
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira