„Full aðdáunar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2018 10:30 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fer að stað með Margra barna mæður á sunnudagskvöldið. „Það eru þrjú ár síðan ég gerði þá fyrri, en síðan þá hef ég verið með annað augað opið fyrir viðmælendum svona ef ske kynni,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir en ný þáttaröð af Margra barna mæðrum fer í loftið á Stöð 2 á sunnudaginn og þátturinn á dagskrá klukkan átta. Í þáttunum tekur Sigrún hús á fjölskyldum sem eru töluvert stærri en gengur og gerist í dag.Hvað á sú sem á flest börn mörg börn?„Haltu þér fast, hún eignaðist 10 börn á 19 árum með manninum sínum. Yngsti sonur hennar er jafngamall mínum yngsta upp á dag og ég næ varla utan um þá hugsun að eiga níu til viðbótar við hann. Þau hjónin eru meira að segja í fjarbúð í sitt hvoru landinu svo heimilishaldið liggur nánast allt á hennar herðum. En hún virðist rúlla þessu upp með annarri og sinnir móðurhlutverkinu af alúð. Ég reyndi mikið að fá hana til að kvarta yfir einhverju í löngu viðtali, en gekk það ekki neitt,“ segir Sigrún. Sigrún hefur verið að safna saman viðmælendum í þónokkurn tíma. „Ég auglýsti á Facebook og fleira. Var með alla anga úti. Ég hef líka verið að reyna að hafa fjölskyldurnar dálítið ólíkar og dreifðar um landið.“En hvað með margra barna feður?„Feður eru frábærir og fá að sjálfsögðu sitt pláss í þáttunum, það er að segja þeir sem eru til staðar. Málið er að upphaflega áttu þessir þættir að heita Barnalán og það var meira að segja búið að auglýsa þá þannig. Nema hvað, þegar ég var búin að taka allt efnið upp síðast kom í ljós að í nánast hverju einasta tilfelli hvíldi hitinn og þunginn af heimilishaldi og barnauppeldi á herðum kvennanna og þær höfðu ósjálfrátt orðið miðjan í þáttunum,“ segir Sigrún og heldur áfram:Þátturinn fer í loftið á sunnudagskvöldið.„Við getum látið eins og það sé einhver ótrúleg tilviljun eða við getum ímyndað okkur að þegar fjöldi barnanna er kominn yfir sex til dæmis, þá þurfi að verkaskipta meira. Einhver þurfi að vinna fyrir salti í grautinn og það liggi beinast við að það sé sá sem er ekki ófrískur eða með barn á brjósti. Svo var ég líka með eldri konur sem höfðu til dæmis alið tíu börn upp, nánast án aðstoðar föðurins. Auðvitað eru undantekningar frá þessu, en ég held samt að móðurhlutverkið sé eitt af þeim sem konur hafa ekki fengið nægilegt „kredit” fyrir í gegnum tíðina og langaði að bæta úr því. Fyrir utan þá augljósu staðreynd að mér er algjörlega óskiljanlegt að einhver sé tilbúinn að leggja á sig þennan fjölda af meðgöngum og fæðingum. Það eitt finnst mér næg ástæða til að fá að vera í aðalhlutverki í sjónvarpsþætti.“Fær maður minnimáttarkennd að hitta mæður sem láta þetta allt ganga upp?„Jú, satt best að segja þá gerir maður það næstum. En ég hef kannski meira verið full aðdáunar.“ Sigrún segist hafa lært mikið því að hafa unnið við þessa þætti. „Ég er til dæmis að reyna að temja mér afslappað viðhorf þessara foreldra. Ég held að við „fárra barna foreldrarnir” séum stundum dálitlir þroskaþjófar. Ég er markvisst að reyna að skrúfa niður í þjónustulundinni, öllum til hagsbóta. Markmiðið er að synir mínir geti bæði tekið skurn utan af eggi og reimað skó fyrir fermingu,“ segir Sigrún og hlær. Hér að neðan má sjá brot úr næstu þáttaröð af Margra barna mæður. Margra barna mæður Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Það eru þrjú ár síðan ég gerði þá fyrri, en síðan þá hef ég verið með annað augað opið fyrir viðmælendum svona ef ske kynni,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir en ný þáttaröð af Margra barna mæðrum fer í loftið á Stöð 2 á sunnudaginn og þátturinn á dagskrá klukkan átta. Í þáttunum tekur Sigrún hús á fjölskyldum sem eru töluvert stærri en gengur og gerist í dag.Hvað á sú sem á flest börn mörg börn?„Haltu þér fast, hún eignaðist 10 börn á 19 árum með manninum sínum. Yngsti sonur hennar er jafngamall mínum yngsta upp á dag og ég næ varla utan um þá hugsun að eiga níu til viðbótar við hann. Þau hjónin eru meira að segja í fjarbúð í sitt hvoru landinu svo heimilishaldið liggur nánast allt á hennar herðum. En hún virðist rúlla þessu upp með annarri og sinnir móðurhlutverkinu af alúð. Ég reyndi mikið að fá hana til að kvarta yfir einhverju í löngu viðtali, en gekk það ekki neitt,“ segir Sigrún. Sigrún hefur verið að safna saman viðmælendum í þónokkurn tíma. „Ég auglýsti á Facebook og fleira. Var með alla anga úti. Ég hef líka verið að reyna að hafa fjölskyldurnar dálítið ólíkar og dreifðar um landið.“En hvað með margra barna feður?„Feður eru frábærir og fá að sjálfsögðu sitt pláss í þáttunum, það er að segja þeir sem eru til staðar. Málið er að upphaflega áttu þessir þættir að heita Barnalán og það var meira að segja búið að auglýsa þá þannig. Nema hvað, þegar ég var búin að taka allt efnið upp síðast kom í ljós að í nánast hverju einasta tilfelli hvíldi hitinn og þunginn af heimilishaldi og barnauppeldi á herðum kvennanna og þær höfðu ósjálfrátt orðið miðjan í þáttunum,“ segir Sigrún og heldur áfram:Þátturinn fer í loftið á sunnudagskvöldið.„Við getum látið eins og það sé einhver ótrúleg tilviljun eða við getum ímyndað okkur að þegar fjöldi barnanna er kominn yfir sex til dæmis, þá þurfi að verkaskipta meira. Einhver þurfi að vinna fyrir salti í grautinn og það liggi beinast við að það sé sá sem er ekki ófrískur eða með barn á brjósti. Svo var ég líka með eldri konur sem höfðu til dæmis alið tíu börn upp, nánast án aðstoðar föðurins. Auðvitað eru undantekningar frá þessu, en ég held samt að móðurhlutverkið sé eitt af þeim sem konur hafa ekki fengið nægilegt „kredit” fyrir í gegnum tíðina og langaði að bæta úr því. Fyrir utan þá augljósu staðreynd að mér er algjörlega óskiljanlegt að einhver sé tilbúinn að leggja á sig þennan fjölda af meðgöngum og fæðingum. Það eitt finnst mér næg ástæða til að fá að vera í aðalhlutverki í sjónvarpsþætti.“Fær maður minnimáttarkennd að hitta mæður sem láta þetta allt ganga upp?„Jú, satt best að segja þá gerir maður það næstum. En ég hef kannski meira verið full aðdáunar.“ Sigrún segist hafa lært mikið því að hafa unnið við þessa þætti. „Ég er til dæmis að reyna að temja mér afslappað viðhorf þessara foreldra. Ég held að við „fárra barna foreldrarnir” séum stundum dálitlir þroskaþjófar. Ég er markvisst að reyna að skrúfa niður í þjónustulundinni, öllum til hagsbóta. Markmiðið er að synir mínir geti bæði tekið skurn utan af eggi og reimað skó fyrir fermingu,“ segir Sigrún og hlær. Hér að neðan má sjá brot úr næstu þáttaröð af Margra barna mæður.
Margra barna mæður Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira