Venju samkvæmt þá var margt mjög fyndið að sjá í klipunni enda mistökin mörg í hröðum leik.
Það kom þó strákunum í þættinum líklega nokkuð á óvart þegar Ólafur Stefánsson birtist í lok klippunnar þar sem hann var að skemmta eldri borgurum í KR-heimilinu.
Þá táruðust menn úr hlátri. Svo mikið að ekki var hægt að kveðja. Sjón er sögu ríkari.