43 ára fimleikakonan sem var hársbreidd frá verðlaunum á HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 14:00 Chusovitina sker sig út úr hópnum, ekki bara vegna aldurs, heldur lætur hún glimmeraugnskuggana og skrautteygjurnar alveg vera Vísir/Getty Oksana Chusovitina er ekki verðlaunaðasti fimleikamaður heims og nafn hennar ratar ekki í fyrirsagnirnar mót eftir mót. Saga hennar er hins vegar ein sú magnaðasta í fimleikaheiminum. Á HM í Katar í liðinni viku var Chusovitina einu skrefi frá því að ná í bronsverðlaun í keppni í stökki. Það hefðu verið hennar 12. verðlaun á heimsmeistaramóti á þrjátíu og sex ára fimleikaferli. Já, þið lásuð rétt. Chusovitina hefur lagt stund á fimleika síðan 1982 og er enn að keppa við þær bestu. Stökk til að bjarga lífi sonar sínsChusovitina í loftinu á HM í Katarvísir/gettyChusovitina er fædd árið 1975 í Úsbekistan. Hún keppti fyrst á alþjóðavettvangi fyrir Sovétríkin en snéri til heimalandsins eftir upplausn þeirra. Þar æfði hún við aðstæður sem flestir keppinautar hennar hefðu ekki látið bjóða sér en vann samt til verðlauna. Árið 2002 var Chusovitina að hugsa um að láta gott heita, enda orðin 27 ára gömul. Þá greindist þriggja ára sonur hennar Alisher með hvítblæði. Alisher átti enga von í Úsbekistan. Heilbrigðiskerfið þar í landi var ekki í stakk búið til þess að hjálpa honum svo Chusovitina flutti til Þýskalands. Fimleikasamfélagið í Þýskalandi hjálpaði til við að safna pening fyrir meðferð Alisher og Chusovitina hélt áfram að æfa og keppa í fimleikum til þess að safna sér inn verðlaunafé. „Ef ég keppi ekki þá fær sonur minn ekki að lifa,“ sagði Chusovitina. Sex árum síðar vann Chusovitina sín fyrstu einstaklingsverðlaun á Ólympíuleikum. Hún hlaut silfurverðlaun í stökki, 0,075 stigum á eftir gullverðlaunahafanum Hong Un Jong. Nokkrum dögum seinna fékk Chusovitina þær fréttir að Alisher væri orðinn laus við hvítblæðið. Stefnir á áttundu ÓlympíuleikanaChusovitina varð fimmta í stökki á Ólympíuleikunum í London 2012. Þegar keppni lauk sagði hún þetta komið gott og tilkynnti að hún væri hætt keppni í fimleikum. Þegar hún vaknaði daginn eftir tók hún ákvörðunina til baka. 41 árs gömul mætti Chusovitina á Ólympíuleikana í Ríó 2016. Þar reyndi hún við stökk sem kallast Produnova en á sér gælunafnið stökk dauðans. Stökk svo hættulegt að ekki einu sinni Simone Biles reynir við það.Chusovitina á palli á HM 2011 með McKayla Maroney og Thi Ha Thanh Phanvísir/gettyLeikarnir í Ríó voru sjöundu leikar Chusovitina. Enginn fimleikakona hefur keppt á svo mörgum leikum, enda fæstir sem ná að vera í hæsta gæðaflokki í íþróttinni í lengri tíma en sem nemur tveimur til þremur leikum. Hún stefnir hraðbyr á sína áttundu leika í Tókýó 2020. „Ég get keppt við stelpurnar án nokkurs vanda, ég veit það. Núna er ég með markmið,“ sagði Chusovitina eftir mótið í Doha í síðustu viku. Oksana Chusovitina er eini fimleikamaðurinn, karl- eða kvenkyns, sem hefur verið vígður inn í frægðarhöll íþróttarinnar á meðan hún er enn að. „Mér finnst eins og ég skilji lítinn part af mér eftir í hvert skipti sem ég keppi,“ sagði Chusovitina við vígsluna. Hún hafði rétt fyrir sér. Í Katar voru fjórar aðrar stúlkur að keppa sem voru mæður. Fordæmi Chusovitina hafði fengið þær allar til þess að trúa að þær gætu snúið til baka eftir barnsburð. Árið 2020 verður Chusovitina 45 ára. Simone Biles, Shallon Olsen og Alexa Moreno, þær þrjár sem höfðu betur en Chusovitina í stökkinu í Katar, verða 23ja, 20 og 26 ára. Fimleikar Úsbekistan Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sjá meira
Oksana Chusovitina er ekki verðlaunaðasti fimleikamaður heims og nafn hennar ratar ekki í fyrirsagnirnar mót eftir mót. Saga hennar er hins vegar ein sú magnaðasta í fimleikaheiminum. Á HM í Katar í liðinni viku var Chusovitina einu skrefi frá því að ná í bronsverðlaun í keppni í stökki. Það hefðu verið hennar 12. verðlaun á heimsmeistaramóti á þrjátíu og sex ára fimleikaferli. Já, þið lásuð rétt. Chusovitina hefur lagt stund á fimleika síðan 1982 og er enn að keppa við þær bestu. Stökk til að bjarga lífi sonar sínsChusovitina í loftinu á HM í Katarvísir/gettyChusovitina er fædd árið 1975 í Úsbekistan. Hún keppti fyrst á alþjóðavettvangi fyrir Sovétríkin en snéri til heimalandsins eftir upplausn þeirra. Þar æfði hún við aðstæður sem flestir keppinautar hennar hefðu ekki látið bjóða sér en vann samt til verðlauna. Árið 2002 var Chusovitina að hugsa um að láta gott heita, enda orðin 27 ára gömul. Þá greindist þriggja ára sonur hennar Alisher með hvítblæði. Alisher átti enga von í Úsbekistan. Heilbrigðiskerfið þar í landi var ekki í stakk búið til þess að hjálpa honum svo Chusovitina flutti til Þýskalands. Fimleikasamfélagið í Þýskalandi hjálpaði til við að safna pening fyrir meðferð Alisher og Chusovitina hélt áfram að æfa og keppa í fimleikum til þess að safna sér inn verðlaunafé. „Ef ég keppi ekki þá fær sonur minn ekki að lifa,“ sagði Chusovitina. Sex árum síðar vann Chusovitina sín fyrstu einstaklingsverðlaun á Ólympíuleikum. Hún hlaut silfurverðlaun í stökki, 0,075 stigum á eftir gullverðlaunahafanum Hong Un Jong. Nokkrum dögum seinna fékk Chusovitina þær fréttir að Alisher væri orðinn laus við hvítblæðið. Stefnir á áttundu ÓlympíuleikanaChusovitina varð fimmta í stökki á Ólympíuleikunum í London 2012. Þegar keppni lauk sagði hún þetta komið gott og tilkynnti að hún væri hætt keppni í fimleikum. Þegar hún vaknaði daginn eftir tók hún ákvörðunina til baka. 41 árs gömul mætti Chusovitina á Ólympíuleikana í Ríó 2016. Þar reyndi hún við stökk sem kallast Produnova en á sér gælunafnið stökk dauðans. Stökk svo hættulegt að ekki einu sinni Simone Biles reynir við það.Chusovitina á palli á HM 2011 með McKayla Maroney og Thi Ha Thanh Phanvísir/gettyLeikarnir í Ríó voru sjöundu leikar Chusovitina. Enginn fimleikakona hefur keppt á svo mörgum leikum, enda fæstir sem ná að vera í hæsta gæðaflokki í íþróttinni í lengri tíma en sem nemur tveimur til þremur leikum. Hún stefnir hraðbyr á sína áttundu leika í Tókýó 2020. „Ég get keppt við stelpurnar án nokkurs vanda, ég veit það. Núna er ég með markmið,“ sagði Chusovitina eftir mótið í Doha í síðustu viku. Oksana Chusovitina er eini fimleikamaðurinn, karl- eða kvenkyns, sem hefur verið vígður inn í frægðarhöll íþróttarinnar á meðan hún er enn að. „Mér finnst eins og ég skilji lítinn part af mér eftir í hvert skipti sem ég keppi,“ sagði Chusovitina við vígsluna. Hún hafði rétt fyrir sér. Í Katar voru fjórar aðrar stúlkur að keppa sem voru mæður. Fordæmi Chusovitina hafði fengið þær allar til þess að trúa að þær gætu snúið til baka eftir barnsburð. Árið 2020 verður Chusovitina 45 ára. Simone Biles, Shallon Olsen og Alexa Moreno, þær þrjár sem höfðu betur en Chusovitina í stökkinu í Katar, verða 23ja, 20 og 26 ára.
Fimleikar Úsbekistan Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sjá meira