Borche: Án Hákons og Matta er liðið ekki nógu sterkt Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Seljaskóla skrifar 1. nóvember 2018 21:45 Borche hefur átt auðveldari daga í starfi sínu vísir/bára Borche Ilievski segir lið ÍR einfaldlega ekki vera nógu sterkt þegar lykilmenn vantar úr liðinu, varamennirnir eru ekki nógu sterkir. Báðir leikstjórnendur liðsins eru meiddir og sárvantaði þá í stórtapi ÍR fyrir Keflavík í kvöld. „Það fór allt illa. Ég man varla eftir einhverju sem fór vel. En ég bjóst við því að við myndum vera eftir á í leiknum þar sem við misstum annan leikstjórnanda, Hákon, í meiðsli. Án hans og Matta er eðlilegt að við séum með tuttugu tapaða bolta og illa skipulagðir,“ sagði Borche eftir leikinn í Seljaskóla í kvöld. Matthías Orri Sigurðarson, aðal leikstjórnandi liðsins og einn sá besti í deildinni, meiddist í öðrum leik vetrarins gegn Haukum og hefur ekkert verið með síðan. Hákon Örn Hjálmarsson er maðurinn sem leysir Matthías af og nú er hann líka meiddur. „Skipulagði hrundi í kvöld og þeir skoruðu 17 stig eftir að við töpum boltanum. Það er allt of mikið. Við þurfum að leysa þessi vandamál, það er klárt.“ „Þetta lið, liðsskipanin eins og hún var í dag er mjög veikburða. Þegar Matti og Hákon koma til baka þurfa þeir tíma til að aðlagast. Við eigum í erfiðleikum eins og er en reynum að vera jákvæðir.“ Borche segist hafa beðið um nýjan leikstjórnanda fyrir einhverjum þremur, fjórum vikum síðan en fengið neikvætt svar. Hann á því ekki von á að geta styrkt lið sitt frekar. Þá sagði hann að Matthías muni líklega missa af næstu tveimur til þremur leikjum ÍR. „Hann er enn ekki byrjaður að æfa. Hann fer vonandi að skjóta og skokka á mánudaginn. Ég vona að hann verði tilbúinn í þar næsta leik, en það fer eftir því hvernig honum líður.“ „Þegar við fáum Hákon til baka verður skipulagið mun betra og skotvalið. Þá munum við ekki tapa 20 boltum, og fyrir mér eru þessir töpuðu boltar það sem ræður úrslitunum. Ef annar þessara stráka hefði verið hér þá hefði leikurinn verið jafnari.“ „Þetta verður enn erfitt þegar Hákon verður bara kominn til baka, en þá verða leikirnir jafnari.“ „En ég á í miklum vandræðum þessa dagana,“ sagði Borche Ilievski. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Keflavík 74-94 │Auðveldur sigur Keflavíkur Keflvíkingar unnu mjög öruggan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld. 1. nóvember 2018 22:15 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Sjá meira
Borche Ilievski segir lið ÍR einfaldlega ekki vera nógu sterkt þegar lykilmenn vantar úr liðinu, varamennirnir eru ekki nógu sterkir. Báðir leikstjórnendur liðsins eru meiddir og sárvantaði þá í stórtapi ÍR fyrir Keflavík í kvöld. „Það fór allt illa. Ég man varla eftir einhverju sem fór vel. En ég bjóst við því að við myndum vera eftir á í leiknum þar sem við misstum annan leikstjórnanda, Hákon, í meiðsli. Án hans og Matta er eðlilegt að við séum með tuttugu tapaða bolta og illa skipulagðir,“ sagði Borche eftir leikinn í Seljaskóla í kvöld. Matthías Orri Sigurðarson, aðal leikstjórnandi liðsins og einn sá besti í deildinni, meiddist í öðrum leik vetrarins gegn Haukum og hefur ekkert verið með síðan. Hákon Örn Hjálmarsson er maðurinn sem leysir Matthías af og nú er hann líka meiddur. „Skipulagði hrundi í kvöld og þeir skoruðu 17 stig eftir að við töpum boltanum. Það er allt of mikið. Við þurfum að leysa þessi vandamál, það er klárt.“ „Þetta lið, liðsskipanin eins og hún var í dag er mjög veikburða. Þegar Matti og Hákon koma til baka þurfa þeir tíma til að aðlagast. Við eigum í erfiðleikum eins og er en reynum að vera jákvæðir.“ Borche segist hafa beðið um nýjan leikstjórnanda fyrir einhverjum þremur, fjórum vikum síðan en fengið neikvætt svar. Hann á því ekki von á að geta styrkt lið sitt frekar. Þá sagði hann að Matthías muni líklega missa af næstu tveimur til þremur leikjum ÍR. „Hann er enn ekki byrjaður að æfa. Hann fer vonandi að skjóta og skokka á mánudaginn. Ég vona að hann verði tilbúinn í þar næsta leik, en það fer eftir því hvernig honum líður.“ „Þegar við fáum Hákon til baka verður skipulagið mun betra og skotvalið. Þá munum við ekki tapa 20 boltum, og fyrir mér eru þessir töpuðu boltar það sem ræður úrslitunum. Ef annar þessara stráka hefði verið hér þá hefði leikurinn verið jafnari.“ „Þetta verður enn erfitt þegar Hákon verður bara kominn til baka, en þá verða leikirnir jafnari.“ „En ég á í miklum vandræðum þessa dagana,“ sagði Borche Ilievski.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Keflavík 74-94 │Auðveldur sigur Keflavíkur Keflvíkingar unnu mjög öruggan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld. 1. nóvember 2018 22:15 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Keflavík 74-94 │Auðveldur sigur Keflavíkur Keflvíkingar unnu mjög öruggan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld. 1. nóvember 2018 22:15