Stjörnuspá Siggu Kling – Tvíburinn: Með mörg járn í eldinum Sigga Kling skrifar 2. nóvember 2018 09:00 Elsku Tvíburinn minn, höfnun er ömurleg tilfinning og þá geturðu fundið að allt sé þér að kenna, þú hljótir að eiga sök á þessu, en það er alls ekki svo. Ég segi stopp, skilaboðin eru að lífið er að beina þér af þessum vegi sem þú ert á yfir á aðra braut, lífið vill þér eitthvað betra og meira. Það sem einkennir þig er að hafa mörg járn í eldinum og þú þolir ekki stöðnun eða vanafestu með neinum hætti og það er svo margt sem þú hefur sérstaka hæfileika til, til dæmis að læra tungumál er þér afar auðvelt miðað við önnur merki. Þetta er mjög merkilegt ár sem þú ert búinn að vera á, ár jákvæðra breytinga þó það hafi stundum fokið í þig af því þú hafir viljað hafa hlutina eitthvað öðruvísi en þeir voru. Þér líður nefnilega langbest þegar þú ert á fleygiferð og þeir sem hafna þér eiga bara eftir að lenda í veseni því þeir höfðu þig ekki með í liði. Það sem þú átt sérstaklega eftir að nýta þér á næstu mánuðum eru gáfur og léttleiki og að vera tilbúinn til að segja bara já við því sem þér mun bjóðast á næstunni þó þú hafir ekki hugmynd um hvernig þú ætlar að fara að því. Það er líka mikilvægt þú skoðir núna að vera sem sjálfstæðastur í því sem þú gerir, ekki láta aðra stjórna þínum verkum því þá finnurðu ekki snillinginn í sjálfum þér. Ástargyðjan Venus er að skjóta föstum skotum á þig og þegar þú ert ástfanginn hefurðu ekki áhyggjur af neinu öðru. Þú verður mikið á ferð og flugi á næstunni og mikið óskaplega verður þetta skemmtilegt ferðalag sem lífið er að senda þér. Knús og kossar, þín Sigga KlingFrægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, Jóhanna Heiðdal lögfræðingur. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Sjá meira
Elsku Tvíburinn minn, höfnun er ömurleg tilfinning og þá geturðu fundið að allt sé þér að kenna, þú hljótir að eiga sök á þessu, en það er alls ekki svo. Ég segi stopp, skilaboðin eru að lífið er að beina þér af þessum vegi sem þú ert á yfir á aðra braut, lífið vill þér eitthvað betra og meira. Það sem einkennir þig er að hafa mörg járn í eldinum og þú þolir ekki stöðnun eða vanafestu með neinum hætti og það er svo margt sem þú hefur sérstaka hæfileika til, til dæmis að læra tungumál er þér afar auðvelt miðað við önnur merki. Þetta er mjög merkilegt ár sem þú ert búinn að vera á, ár jákvæðra breytinga þó það hafi stundum fokið í þig af því þú hafir viljað hafa hlutina eitthvað öðruvísi en þeir voru. Þér líður nefnilega langbest þegar þú ert á fleygiferð og þeir sem hafna þér eiga bara eftir að lenda í veseni því þeir höfðu þig ekki með í liði. Það sem þú átt sérstaklega eftir að nýta þér á næstu mánuðum eru gáfur og léttleiki og að vera tilbúinn til að segja bara já við því sem þér mun bjóðast á næstunni þó þú hafir ekki hugmynd um hvernig þú ætlar að fara að því. Það er líka mikilvægt þú skoðir núna að vera sem sjálfstæðastur í því sem þú gerir, ekki láta aðra stjórna þínum verkum því þá finnurðu ekki snillinginn í sjálfum þér. Ástargyðjan Venus er að skjóta föstum skotum á þig og þegar þú ert ástfanginn hefurðu ekki áhyggjur af neinu öðru. Þú verður mikið á ferð og flugi á næstunni og mikið óskaplega verður þetta skemmtilegt ferðalag sem lífið er að senda þér. Knús og kossar, þín Sigga KlingFrægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, Jóhanna Heiðdal lögfræðingur.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Sjá meira