Kjartan Atli Kjartansson kíkti við á æfingu með quidditch-liðinu Reykjavík Ragnarrök og kynntist hann þessari vaxandi íþrótt.
Reykjavík Ragnarrök er fimmta besta lið Norðurlanda og segja liðsmenn samstöðuna var sitt helsta vopn, enda hefur liðið æft saman af krafti í tvö ár.
Kjartan Atli fékk að vita allt um sportið og kynnti sér reglurnar ítarlega. Allir keppendur þurfa að vera með kústskaft eins og aðdáendur Harry Potter kvikmyndanna þekkja svo vel. Sportið kemur í raun alveg úr söguheimi Harry Potter.
Nokkur hundruð lið eru til í Bandaríkjunum og yfir fimmtíu í Bretlandi og Þýskalandi en hér að neðan má sjá allt um þetta merkilega sport sem Quidditch er.
Lífið