Gítarinn besta gjöfin 21. desember 2018 12:00 Elín Sif Halldórsdóttir. Elín Sif Halldórsdóttir tónlistarkona rifjar upp eftirminnileg atvik frá jólum. Morgunmatur á jóladag? Amma og afi eru alltaf með bröns á jóladag svo ég borða yfirleitt á mig gat af því sem þau hafa útbúið. Besta jólabókin? Amma mín skrifaði bók sem heitir Jólasveinarnir sem segir frá ævintýrum íslensku jólasveinanna þrettán. Hljóðbókin var alltaf í spilun inni í herberginu mínu frá 1. desember og til jóla þegar ég var lítil. Hún fer aftur í spilun hjá mér fljótlega. Besta jólalagið? Ef ég þyrfti að velja væri það Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Þorbergs við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Ég lærði það þegar ég var fimm ára í Ísaksskóla og heillaðist alveg. Besta jólamyndin? Love Actually! Eru ekki allir sammála um það annars? Jólahefð úr æsku sem enn er viðhöfð í dag? Fjölskyldan mín hefur reyndar haldið upp á ótrúlega mikið af mismunandi jólum á mismunandi stöðum. Þó eiga öll jólin það sameiginlegt að við borðum góðan mat, syngjum mikið og við pabbi horfum á allan Lord of the Rings-bálkinn saman. Mesta jólaklúðrið? Jólin okkar heima eru alltaf svo afslöppuð að það er ekki mikið pláss fyrir klúður. Mamma og pabbi lentu þó einu sinni í því, þegar þau bjuggu í Kanada með elstu systur mína litla, að allir pakkarnir sem sendir höfðu verið frá Íslandi komu ekki fyrr en í febrúar. Ég var vissulega ekki fædd en þau segja þessa sögu oft. Besta jólagjöfin? Mamma og pabbi gáfu mér fyrsta gítarinn minn í jólagjöf fyrir nokkrum árum. Mjög kær gjöf. Fyrsta jólagjöfin sem þú manst eftir? Ég fékk fjólublátt glimmerþríhjól þegar ég var eins og hálfs árs. Ég hélt mikið upp á það. Held það sé mögulega enn þá til niðri í bílskúr. Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Elín Sif Halldórsdóttir tónlistarkona rifjar upp eftirminnileg atvik frá jólum. Morgunmatur á jóladag? Amma og afi eru alltaf með bröns á jóladag svo ég borða yfirleitt á mig gat af því sem þau hafa útbúið. Besta jólabókin? Amma mín skrifaði bók sem heitir Jólasveinarnir sem segir frá ævintýrum íslensku jólasveinanna þrettán. Hljóðbókin var alltaf í spilun inni í herberginu mínu frá 1. desember og til jóla þegar ég var lítil. Hún fer aftur í spilun hjá mér fljótlega. Besta jólalagið? Ef ég þyrfti að velja væri það Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Þorbergs við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Ég lærði það þegar ég var fimm ára í Ísaksskóla og heillaðist alveg. Besta jólamyndin? Love Actually! Eru ekki allir sammála um það annars? Jólahefð úr æsku sem enn er viðhöfð í dag? Fjölskyldan mín hefur reyndar haldið upp á ótrúlega mikið af mismunandi jólum á mismunandi stöðum. Þó eiga öll jólin það sameiginlegt að við borðum góðan mat, syngjum mikið og við pabbi horfum á allan Lord of the Rings-bálkinn saman. Mesta jólaklúðrið? Jólin okkar heima eru alltaf svo afslöppuð að það er ekki mikið pláss fyrir klúður. Mamma og pabbi lentu þó einu sinni í því, þegar þau bjuggu í Kanada með elstu systur mína litla, að allir pakkarnir sem sendir höfðu verið frá Íslandi komu ekki fyrr en í febrúar. Ég var vissulega ekki fædd en þau segja þessa sögu oft. Besta jólagjöfin? Mamma og pabbi gáfu mér fyrsta gítarinn minn í jólagjöf fyrir nokkrum árum. Mjög kær gjöf. Fyrsta jólagjöfin sem þú manst eftir? Ég fékk fjólublátt glimmerþríhjól þegar ég var eins og hálfs árs. Ég hélt mikið upp á það. Held það sé mögulega enn þá til niðri í bílskúr.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira