„Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2018 20:00 Bjarki og Ástrós. Bjarki Már Sigvaldason hefur barist við krabbamein í sex ár. Hann er eingöngu 31 árs gamall og nú segja læknar að ekkert sé við ráðið og hann eigi stutt eftir. Bjarki og kona hans, Ástrós eiga tveggja mánaða dóttur en Bjarki segist bara vilja að stelpurnar hans eigi góða framtíð. Þau voru í viðtali í Ísland í dag nú í kvöld.Þau hafa verið saman frá því þau voru sextán ára gömul. Bjarki greindist með krabbamein þegar hann var 25 ára gamall. Hann fór strax í aðgerð, fékk stóma og stór hluti ristils hans var fjarlægður. Eftir erfiða hálfs árs lyfjameðferð virtist Bjarki vera læknaður. „Þannig að við fögnuðum vel, ég og konan, og ætluðum bara að taka lífið með trompi og byrja þá að lifa. Stofna fjölskyldu. Síðan akkúrat ári seinna, í rannsókn, kemur í ljós að það eru komin mein upp í lungun,“ segir Bjarki. Aftur tók meðferð við og átti Bjarki að vera læknaður á nýjan leik. Aftur á móti kom í ljós, um ári seinna, að meinin voru komin upp í heila. Meðferð við því gekk vel en krabbameinið kom þó aftur.Ákvað að sóa engum tíma Bjarki ákvað að sóa engum tíma og spurði Ástrós hvort hún vildi giftast honum. „Ég gat náttúrulega ekki sagt nei, þar sem að hann var að fara í aðgerð daginn eftir,“ segi Ástrós í spaugi. „Það hefði verið frekar vandræðaleg. Ég þurfti að deila með honum herbergi og svona, þannig að ég ákvað bara að segja já.“ Hún bætir þó við að hún hefði alltaf sagt já. Bjarki væri sálufélagi hennar. Nú eru fjögur eða fimm æxli komin víðs vegar um heilann og er ekki hægt að skera þau á brott. „Þetta er bara komið á þennan stað,“ segir Ástrós. „Hann er búinn að berjast í sex ár. Við erum búin að eiga ótrúlega gott líf í sex ár en maður undirbýr sig aldrei fyrir þetta. Að heyra að það sé ekkert hægt að gera og það séu bara nokkrir mánuðir eftir.“ Bjarki segir það hafa verið mikið áfall að heyra að hann ætti bara nokkra mánuði eftir. Þau hafi ákveðið að reyna að njóta þeirra eins vel og hægt væri. „Það er það eina sem ég hugsa um núna. Að vakna á hverjum degi og lifa einn dag í einu.“ Þau Bjarki og Ástrós eignuðust stelpu fyrir tveimur mánuðum og Bjarki segist sjá heiminn í nýju ljósi eftir það. Hann sé þakklátur fyrir þau sex ár sem hann hafi fengið því hann hefði geta dáið fyrr og segir þau hafa gert ótrúlega hluti á þessum sex árum. „Þótt ég færi á morgun væri ég mjög sáttur með mitt líf. Þótt ég sé bara 31 finnst mér ég hafa fengið meira en margir aðrir,“ segir Bjarki.Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Bjarka og Ástrósu fyrir þá sem vilja styðja við bakið á fjölskyldunni. Reikningsnúmer: 130-26-20898Kennitala: 120487-2729 Ísland í dag Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Bjarki Már Sigvaldason hefur barist við krabbamein í sex ár. Hann er eingöngu 31 árs gamall og nú segja læknar að ekkert sé við ráðið og hann eigi stutt eftir. Bjarki og kona hans, Ástrós eiga tveggja mánaða dóttur en Bjarki segist bara vilja að stelpurnar hans eigi góða framtíð. Þau voru í viðtali í Ísland í dag nú í kvöld.Þau hafa verið saman frá því þau voru sextán ára gömul. Bjarki greindist með krabbamein þegar hann var 25 ára gamall. Hann fór strax í aðgerð, fékk stóma og stór hluti ristils hans var fjarlægður. Eftir erfiða hálfs árs lyfjameðferð virtist Bjarki vera læknaður. „Þannig að við fögnuðum vel, ég og konan, og ætluðum bara að taka lífið með trompi og byrja þá að lifa. Stofna fjölskyldu. Síðan akkúrat ári seinna, í rannsókn, kemur í ljós að það eru komin mein upp í lungun,“ segir Bjarki. Aftur tók meðferð við og átti Bjarki að vera læknaður á nýjan leik. Aftur á móti kom í ljós, um ári seinna, að meinin voru komin upp í heila. Meðferð við því gekk vel en krabbameinið kom þó aftur.Ákvað að sóa engum tíma Bjarki ákvað að sóa engum tíma og spurði Ástrós hvort hún vildi giftast honum. „Ég gat náttúrulega ekki sagt nei, þar sem að hann var að fara í aðgerð daginn eftir,“ segi Ástrós í spaugi. „Það hefði verið frekar vandræðaleg. Ég þurfti að deila með honum herbergi og svona, þannig að ég ákvað bara að segja já.“ Hún bætir þó við að hún hefði alltaf sagt já. Bjarki væri sálufélagi hennar. Nú eru fjögur eða fimm æxli komin víðs vegar um heilann og er ekki hægt að skera þau á brott. „Þetta er bara komið á þennan stað,“ segir Ástrós. „Hann er búinn að berjast í sex ár. Við erum búin að eiga ótrúlega gott líf í sex ár en maður undirbýr sig aldrei fyrir þetta. Að heyra að það sé ekkert hægt að gera og það séu bara nokkrir mánuðir eftir.“ Bjarki segir það hafa verið mikið áfall að heyra að hann ætti bara nokkra mánuði eftir. Þau hafi ákveðið að reyna að njóta þeirra eins vel og hægt væri. „Það er það eina sem ég hugsa um núna. Að vakna á hverjum degi og lifa einn dag í einu.“ Þau Bjarki og Ástrós eignuðust stelpu fyrir tveimur mánuðum og Bjarki segist sjá heiminn í nýju ljósi eftir það. Hann sé þakklátur fyrir þau sex ár sem hann hafi fengið því hann hefði geta dáið fyrr og segir þau hafa gert ótrúlega hluti á þessum sex árum. „Þótt ég færi á morgun væri ég mjög sáttur með mitt líf. Þótt ég sé bara 31 finnst mér ég hafa fengið meira en margir aðrir,“ segir Bjarki.Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Bjarka og Ástrósu fyrir þá sem vilja styðja við bakið á fjölskyldunni. Reikningsnúmer: 130-26-20898Kennitala: 120487-2729
Ísland í dag Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira