Eldfim orð Lára G. Sigurðardóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Undanfarna daga hafa norðanvindar blásið þykkum reyk yfir bæinn okkar í Norður-Kaliforníu. Eldarnir eru svo öflugir að þeir jöfnuðu bæinn Paradís við jörðu á nokkrum klukkustundum. Og þeir loga enn af fullum krafti. Aldrei fyrr hafa skógareldar verið jafn mannvígir í Kaliforníu-fylki. 76 hafa látist og yfir þúsund er ekki búið að staðsetja. Þó svo að bærinn okkar sé ekki í hættu vekur reykurinn okkur til umhugsunar um hve margir eiga um sárt að binda. Og atburðarrásin á sér hliðstæðu. Eins og eldarnir getum við mannfólkið eitrað andrúmsloftið með orðum; „...hann er fáviti“ og „...hún er drusla.“ Eldheit orðin flæða af vörum okkar eins og vindurinn úr norðri og kynda undir mengun meðal okkar. Manni hættir allt of oft til að setjast í dómarasætið og ákveða hvernig aðrir eiga að haga sér. En til er fólk sem sendir frá sér ferska vinda. Slíkt fólk vill öðrum vel. Það dæmir ekki og er til staðar fyrir aðra. Þú veist hvernig andrúmsloft þú gengur inn í þegar þú mætir slíku fólk. Ólíkt eldunum í Kaliforníu höfum við val um að menga andrúmsloftið eða sjá til þess að fólk geti sótt súrefni til okkar. Þegar fólk baktalar er okkar að ákveða hvort við tökum undir slíkt tal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gróðureldar í Kaliforníu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Undanfarna daga hafa norðanvindar blásið þykkum reyk yfir bæinn okkar í Norður-Kaliforníu. Eldarnir eru svo öflugir að þeir jöfnuðu bæinn Paradís við jörðu á nokkrum klukkustundum. Og þeir loga enn af fullum krafti. Aldrei fyrr hafa skógareldar verið jafn mannvígir í Kaliforníu-fylki. 76 hafa látist og yfir þúsund er ekki búið að staðsetja. Þó svo að bærinn okkar sé ekki í hættu vekur reykurinn okkur til umhugsunar um hve margir eiga um sárt að binda. Og atburðarrásin á sér hliðstæðu. Eins og eldarnir getum við mannfólkið eitrað andrúmsloftið með orðum; „...hann er fáviti“ og „...hún er drusla.“ Eldheit orðin flæða af vörum okkar eins og vindurinn úr norðri og kynda undir mengun meðal okkar. Manni hættir allt of oft til að setjast í dómarasætið og ákveða hvernig aðrir eiga að haga sér. En til er fólk sem sendir frá sér ferska vinda. Slíkt fólk vill öðrum vel. Það dæmir ekki og er til staðar fyrir aðra. Þú veist hvernig andrúmsloft þú gengur inn í þegar þú mætir slíku fólk. Ólíkt eldunum í Kaliforníu höfum við val um að menga andrúmsloftið eða sjá til þess að fólk geti sótt súrefni til okkar. Þegar fólk baktalar er okkar að ákveða hvort við tökum undir slíkt tal.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun