Sker upp herör gegn drukknum flugmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 10:42 Vonandi hefur sá sem stýrir þessari vél Japan Airlines ekki fengið sér of mikið sake fyrir flugið. Getty/s3studio Japanska flugfélagið Japan Airlines (JAL) mun gera flugmönnum sínum að blása í áfengismæla áður en þeir setjast undir stýri. Blásturinn er liður í aðgerðum flugfélagsins sem ætlað er að stemma stigu við drykkjufaraldri meðal flugmanna Japan Airlines. Hið minnsta 12 flugferðum félagsins hefur seinkað vegna áfengisþambs flugmanna á síðustu 15 mánuðum og þá var flugmaður JAL handtekinn á Heathrow á dögunum vegna ölvunar. Í blóði flugmannsins, sem nafngreindur er sem Katsutoshi Jitsukawa á vef breska ríkisútvarpsins, mældist nífalt meiri vínandi en leyfilegt er á Bretlandseyjum - 189mg á hverja 100ml, en hámarkið fyrir flugmenn eru 20mg. Vandamálið er rakið til þess að í japönskum lögum er ekki kveðið á um það hversu ölvaðir flugmenn mega vera áður en þeir setjast undir flugvélastýrið. Þess í stað er það undir flugfélögunum sjálfum komið að setja sér reglur í þessum efnum. Japan Airlines segist líta málið alvarlegum augum og hefur flugfélagið í hyggju að innleiða ýmsar nýjungar svo að hægt verði að koma í veg fyrir sambærileg mál í framtíðinni. Ein þeirra er fyrrnefndur áfengismælir, sem flugmenn JAL munu þurfa að blása í áður en þeir hyggjast yfirgefa flugstöðvarnar. Flugmenn munu þar að auki ekki geta flogið fyrr en sólarhring eftir að áfengisdrykkjunni lýkur og þá verða kynntar til sögunnar ýmsar refsingar sem flugfélagið getur beitt flugmenn sem fara yfir strikið. Nú þegar er búið að kynna áfengismælinn til sögunnar á Heathrow og á innanlandsflugvöllum í Japan. Gert er ráð fyrir því að mælirinn verði kominn í gagnið á öðrum áfangastöðum JAL eftir helgi. Fréttir af flugi Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Japanska flugfélagið Japan Airlines (JAL) mun gera flugmönnum sínum að blása í áfengismæla áður en þeir setjast undir stýri. Blásturinn er liður í aðgerðum flugfélagsins sem ætlað er að stemma stigu við drykkjufaraldri meðal flugmanna Japan Airlines. Hið minnsta 12 flugferðum félagsins hefur seinkað vegna áfengisþambs flugmanna á síðustu 15 mánuðum og þá var flugmaður JAL handtekinn á Heathrow á dögunum vegna ölvunar. Í blóði flugmannsins, sem nafngreindur er sem Katsutoshi Jitsukawa á vef breska ríkisútvarpsins, mældist nífalt meiri vínandi en leyfilegt er á Bretlandseyjum - 189mg á hverja 100ml, en hámarkið fyrir flugmenn eru 20mg. Vandamálið er rakið til þess að í japönskum lögum er ekki kveðið á um það hversu ölvaðir flugmenn mega vera áður en þeir setjast undir flugvélastýrið. Þess í stað er það undir flugfélögunum sjálfum komið að setja sér reglur í þessum efnum. Japan Airlines segist líta málið alvarlegum augum og hefur flugfélagið í hyggju að innleiða ýmsar nýjungar svo að hægt verði að koma í veg fyrir sambærileg mál í framtíðinni. Ein þeirra er fyrrnefndur áfengismælir, sem flugmenn JAL munu þurfa að blása í áður en þeir hyggjast yfirgefa flugstöðvarnar. Flugmenn munu þar að auki ekki geta flogið fyrr en sólarhring eftir að áfengisdrykkjunni lýkur og þá verða kynntar til sögunnar ýmsar refsingar sem flugfélagið getur beitt flugmenn sem fara yfir strikið. Nú þegar er búið að kynna áfengismælinn til sögunnar á Heathrow og á innanlandsflugvöllum í Japan. Gert er ráð fyrir því að mælirinn verði kominn í gagnið á öðrum áfangastöðum JAL eftir helgi.
Fréttir af flugi Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira