Tom Cruise of lágvaxinn fyrir Jack Reacher Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2018 21:34 Lee Child ásamt Tom Cruise. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn Tom Cruise mun ekki leika Jack Reacher aftur. Ástæðan er sú að Cruise þykir of lágvaxinn til að leika þessa úrræðagóðu hetju. Tom Cruise er 170 sentímetra hár en í bókunum er Jack Reacher lýst sem manni sem er 195 sentímetra hár og með hendur á stærð við matardiska. Cruise hefur leikið Reacher í tveimur myndum, Jack Reacher og Jack Reacher: Never Go Back.Lee Child, höfundur Jack Reacher-bókanna, sagði í samtali við BBC að Cruise væri hæfileikaríkur leikari en hefði þó ekki þá líkamsburði sem þyrfti til að leika Reacher. Rithöfundurinn bætti við að stefnt væri að því að gera sjónvarpsseríu um Reacher og verður Cruise þar fjarri góðu gamni. Aðdáendur bókanna höfðu kvartað yfir því að Tom Cruise hefði verið fenginn til að leika hinn mikilfenglega Reacher. „Ég hafði gaman að því að vinna með Cruise. Hann er virkilega fínn gaur. Við skemmtum okkur konunglega. En lesendurnir höfðu rétt fyrir sér. Stærð Reacher skiptir miklu máli og hefur mikið um að segja hvers konar karakter hann er.“ Child bætti við að hugmyndin að baki Reacher væri sú að allir þeir sem mættu honum í fyrsta sinn ættu að vera eilítið hræddir. Cruise náði ekki að endurspegla þann eiginleika persónunnar að mati Child. Fyrri Jack Reacher myndin hlaut góða dóma og mikla aðsókn. Hún þénaði um 218 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Leikstjóri fyrri myndarinnar var Christopher McQuarrie, sem er leikstjóri síðustu tveggja Mission Impossible-myndanna sem Cruise leikur í. Seinni myndin fékk bæði lakari aðsókn og dóma frá gagnrýnendum og gæti það hafa átt þátt í því að ákveðið var að byrja upp á nýtt og gera sjónvarpsseríu um Reacher. Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bandaríski leikarinn Tom Cruise mun ekki leika Jack Reacher aftur. Ástæðan er sú að Cruise þykir of lágvaxinn til að leika þessa úrræðagóðu hetju. Tom Cruise er 170 sentímetra hár en í bókunum er Jack Reacher lýst sem manni sem er 195 sentímetra hár og með hendur á stærð við matardiska. Cruise hefur leikið Reacher í tveimur myndum, Jack Reacher og Jack Reacher: Never Go Back.Lee Child, höfundur Jack Reacher-bókanna, sagði í samtali við BBC að Cruise væri hæfileikaríkur leikari en hefði þó ekki þá líkamsburði sem þyrfti til að leika Reacher. Rithöfundurinn bætti við að stefnt væri að því að gera sjónvarpsseríu um Reacher og verður Cruise þar fjarri góðu gamni. Aðdáendur bókanna höfðu kvartað yfir því að Tom Cruise hefði verið fenginn til að leika hinn mikilfenglega Reacher. „Ég hafði gaman að því að vinna með Cruise. Hann er virkilega fínn gaur. Við skemmtum okkur konunglega. En lesendurnir höfðu rétt fyrir sér. Stærð Reacher skiptir miklu máli og hefur mikið um að segja hvers konar karakter hann er.“ Child bætti við að hugmyndin að baki Reacher væri sú að allir þeir sem mættu honum í fyrsta sinn ættu að vera eilítið hræddir. Cruise náði ekki að endurspegla þann eiginleika persónunnar að mati Child. Fyrri Jack Reacher myndin hlaut góða dóma og mikla aðsókn. Hún þénaði um 218 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Leikstjóri fyrri myndarinnar var Christopher McQuarrie, sem er leikstjóri síðustu tveggja Mission Impossible-myndanna sem Cruise leikur í. Seinni myndin fékk bæði lakari aðsókn og dóma frá gagnrýnendum og gæti það hafa átt þátt í því að ákveðið var að byrja upp á nýtt og gera sjónvarpsseríu um Reacher.
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira