Aftur markakóngur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2018 12:00 Andri Rúnar Bjarnason Mynd/Fésbókarsíða Helsingborgar Fyrsta tímabil Andra Rúnars Bjarnasonar í atvinnumennsku hefði vart getað gengið betur. Eftir 19 marka tímabilið með Grindavík í fyrra, þar sem Andri Rúnar jafnaði markametið í efstu deild og var valinn besti leikmaður hennar, gekk hann í raðir sænska B-deildarliðsins Helsingborg í vetur. Og Bolvíkingurinn sýndi með frammistöðu sinni á nýafstöðnu tímabili að hann er ekkert eins tímabils undur. Andri Rúnar skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Helsingborg á Varbergs BoIs í lokaumferð sænsku B-deildarinnar á laugardaginn. Helsingborg vann deildina og tryggði sér þar með sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Andri Rúnar skoraði alls 16 mörk í 27 leikjum í sænsku B-deildinni í ár og var markakóngur hennar. Hann gaf einnig sex stoðsendingar og kom þannig með beinum hætti að 22 af 59 mörkum Helsingborg í deildinni. Svo fór að Andri Rúnar var valinn leikmaður ársins hjá Helsingborg. Þess má geta að ekki ómerkari leikmaður en Henrik Larsson fékk þessi verðlaun í þrígang (1992, 2007, 2009). Síðustu tvö tímabil hefur Andri Rúnar skorað samtals 35 mörk í 49 leikjum í Pepsi-deildinni og sænsku B-deildinni. Og hann er tveimur gullskóm ríkari. Ekki amaleg uppskera hjá framherjanum öfluga. Góð helgi varð enn betri fyrir Andra Rúnar þegar hann var valinn í íslenska landsliðið í gær. Hann kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem er meiddur. Andri Rúnar hefur leikið tvo landsleiki, báða gegn Indónesíu í byrjun þessa árs, og skorað eitt mark. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Fyrsta tímabil Andra Rúnars Bjarnasonar í atvinnumennsku hefði vart getað gengið betur. Eftir 19 marka tímabilið með Grindavík í fyrra, þar sem Andri Rúnar jafnaði markametið í efstu deild og var valinn besti leikmaður hennar, gekk hann í raðir sænska B-deildarliðsins Helsingborg í vetur. Og Bolvíkingurinn sýndi með frammistöðu sinni á nýafstöðnu tímabili að hann er ekkert eins tímabils undur. Andri Rúnar skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Helsingborg á Varbergs BoIs í lokaumferð sænsku B-deildarinnar á laugardaginn. Helsingborg vann deildina og tryggði sér þar með sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Andri Rúnar skoraði alls 16 mörk í 27 leikjum í sænsku B-deildinni í ár og var markakóngur hennar. Hann gaf einnig sex stoðsendingar og kom þannig með beinum hætti að 22 af 59 mörkum Helsingborg í deildinni. Svo fór að Andri Rúnar var valinn leikmaður ársins hjá Helsingborg. Þess má geta að ekki ómerkari leikmaður en Henrik Larsson fékk þessi verðlaun í þrígang (1992, 2007, 2009). Síðustu tvö tímabil hefur Andri Rúnar skorað samtals 35 mörk í 49 leikjum í Pepsi-deildinni og sænsku B-deildinni. Og hann er tveimur gullskóm ríkari. Ekki amaleg uppskera hjá framherjanum öfluga. Góð helgi varð enn betri fyrir Andra Rúnar þegar hann var valinn í íslenska landsliðið í gær. Hann kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem er meiddur. Andri Rúnar hefur leikið tvo landsleiki, báða gegn Indónesíu í byrjun þessa árs, og skorað eitt mark.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira