ÍBV vann öruggan ellefu marka sigur á nýliðum HK í Olísdeild kvenna í dag.
Það var jafnt með liðunum framan af í leiknum. Í stöðunni 3-4 setti ÍBV fjögur mörk í röð og var komið í fimm marka forystu. Eftir það var ekki aftur snúið.
Staðan var 7-14 í hálfleik og heimakonur sáu aldrei til sólar í seinni hálfleik. Lokatölur urðu 20-31 fyrir ÍBV.
Ester Óskarsdóttir og Karólína Bæhrenz skoruðu sex mörk hvor fyrir ÍBV og Ásta Björg Júlíusdóttir gerði fimm. Þá átti Guðný Jenný Ásmundsdóttir stórleik í marki ÍBV með 40 prósenta markvörslu.
Hjá HK var Berglind Þorsteinsdóttir atkvæðamest með sex mörk.
Ellefu marka sigur ÍBV
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
