Körfuboltakvöld um Hákon: Nettur Teitur í honum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 14:00 Hákon Örn er orðinn lykilmaður í liði ÍR s2 sport Hákon Örn Hjálmarsson hefur þurft að stíga upp og axla mikla ábyrgð í fjarveru Matthíasar Orra Sigurðarsonar í liði ÍR. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds eru mjög hrifnir af hinum unga Hákoni. Hákon er fæddur árið 1999 en er aðal leikstjórnandi ÍR-inga á meðan þeirra stjörnuleikmaður, Matthías Orri, er meiddur. Hann var sá sem sérfræðingarnir voru hrifnastir af í leik ÍR og Þórs frá Þorlákshöfn í sjöttu umferð Domino's deildar karla. Hákon skoraði 16 stig og gaf 8 stoðsendingar í leiknum sem ÍR vann 92-88. „Hann er að fá miklu stærra hlutverk, allt annað hlutverk, en hann fékk í fyrra. Tölurnar sem hann er að setja, þetta eru alvöru tölur,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson. Teitur Örlygsson tók undir það. „Í fjórða leikhluta líka, þar finnst mér eins og hann stígi alltaf á bensíngjöfina. Þessi sigur fyrir ÍR, á þessum útivelli, þetta er gulls ígildi.“ „Ég horfði mikið á hann í gegnum yngri flokkana,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Hann skoraði hvern leikinn á fætur öðrum 35 plús stig og er vanur að vera að draga vagninn.“ „Það sem gerðist hjá honum þegar hann kom í meistaraflokk, það steig honum aðeins til höfuðs og hann var farinn að líta of stórt á sig í staðinn fyrir að taka þetta á kassann og vera aðeins auðmjúkur. Það er greinilega búið að vinna eitthvað í því með hann fyrir þetta tímabil því það kemur allt annar náungi inn í þetta tímabil.“ „Það sem hjálpar honum helling er að hann er „cocky“. Það er svona nettur Teitur í honum.“ „Áfallið að missa Matta, hann er eiginlega búinn að þurrka það bara út,“ sagði Teitur. Sérfræðingarnir lofuðu líka Sigurð Gunnar Þorsteinsson sem hefur fengið endurnýjun lífdaga í ÍR eftir slæman vetur í Grindavík síðasta vetur. Umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Hákon og Sigurður heilla Dominos-deild karla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Hákon Örn Hjálmarsson hefur þurft að stíga upp og axla mikla ábyrgð í fjarveru Matthíasar Orra Sigurðarsonar í liði ÍR. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds eru mjög hrifnir af hinum unga Hákoni. Hákon er fæddur árið 1999 en er aðal leikstjórnandi ÍR-inga á meðan þeirra stjörnuleikmaður, Matthías Orri, er meiddur. Hann var sá sem sérfræðingarnir voru hrifnastir af í leik ÍR og Þórs frá Þorlákshöfn í sjöttu umferð Domino's deildar karla. Hákon skoraði 16 stig og gaf 8 stoðsendingar í leiknum sem ÍR vann 92-88. „Hann er að fá miklu stærra hlutverk, allt annað hlutverk, en hann fékk í fyrra. Tölurnar sem hann er að setja, þetta eru alvöru tölur,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson. Teitur Örlygsson tók undir það. „Í fjórða leikhluta líka, þar finnst mér eins og hann stígi alltaf á bensíngjöfina. Þessi sigur fyrir ÍR, á þessum útivelli, þetta er gulls ígildi.“ „Ég horfði mikið á hann í gegnum yngri flokkana,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Hann skoraði hvern leikinn á fætur öðrum 35 plús stig og er vanur að vera að draga vagninn.“ „Það sem gerðist hjá honum þegar hann kom í meistaraflokk, það steig honum aðeins til höfuðs og hann var farinn að líta of stórt á sig í staðinn fyrir að taka þetta á kassann og vera aðeins auðmjúkur. Það er greinilega búið að vinna eitthvað í því með hann fyrir þetta tímabil því það kemur allt annar náungi inn í þetta tímabil.“ „Það sem hjálpar honum helling er að hann er „cocky“. Það er svona nettur Teitur í honum.“ „Áfallið að missa Matta, hann er eiginlega búinn að þurrka það bara út,“ sagði Teitur. Sérfræðingarnir lofuðu líka Sigurð Gunnar Þorsteinsson sem hefur fengið endurnýjun lífdaga í ÍR eftir slæman vetur í Grindavík síðasta vetur. Umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Hákon og Sigurður heilla
Dominos-deild karla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira