Lífið

Bachelor-höllin brennur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eldurinn fer hratt yfir.
Eldurinn fer hratt yfir. Vísir/Getty
Meðal þess sem hefur orðið miklum skógareldum sem geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna að bráð er Bachelor-höllin svokallaða þar sem hinir vinsælu Bachelor raunveruleikaþættir eru teknir upp að hluta.

Þetta kemur fram á vef Variety þar sem segir að hluti bygginga á lóð hallarinnar hafi eyðilagst algjörlega í eldinum og eldtungurnar séu við það að læsa sig í aðalhluta byggingarinnar.

Rob Mills, yfirmaður raunveruleikasjónvarps ABC, framleiðanda þáttanna tísti í nótt að höllin væri í mikilli hættu. Höllin er notuð tvisvar í hverri þáttaröð en þættirnir njóta gríðarlega vinsælda. Í þeim keppir fjöldi kvenna um hylli piparsveins.

Gríðarlegir skógareldar brenna nú á þremur stöðum í Kaliforníu. Í norðurhluta ríkisins hefur bærinn Paradise verið lagður í rúst þar sem níu eru taldir af. Í suðurhluta ríkisins hafa stjörnur á borð við Kim Kardashian og Lady Gaga þurft að flýja heimili sín í Malibu vegna elda sem þar geysa.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.