Jólakótilettur úr sveitinni Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 14. desember 2018 09:00 Hulda telur að kótilettur hafi orðið fyrir valinu sem jólamatur því systkinahópurinn er stór og þetta er matur sem öllum þótti góður . MYNDIR/EYÞÓR „Ég er alin upp við að fá kótilettur í raspi í matinn á aðfangadagskvöld. Ég held að þessi siður hafi komið til því við systkinin erum níu og þetta er matur sem okkur öllum finnst góður. Það er líka ótrúlega þægilegt að matreiða kótilettur. Mamma steikti þær á pönnu síðla dags og lét þær síðan malla í ofninum fram að kvöldmat. Meðlætið var oftast brúnaðar kartöflur, baunir, rauðkál, gulrætur og súrar gúrkur og stundum jafnvel bakaðar baunir og maísbaunir. Foreldrar mínir halda enn í þessa hefð,“ segir Hulda Rós Ragnarsdóttir hárgreiðslumeistari, sem er frá Akurnesi við Hornafjörð „Ég man að einu sinni var lambahryggur í matinn og okkur systkinunum fannst bara ekkert vera aðfangadagur. Í okkar huga voru kótiletturnar jólamaturinn,“ rifjar Hulda brosandi upp. Í eftirmat var síðan ís og kokteilávexir. „Á jóladag fengum við kalt hangikjöt í hádeginu og síðan fór fjölskyldan saman í messu klukkan tvö. Þegar heim var komið var hitað kakó og góðar kökur voru bornar á borð. Það var notalegt að fá eitthvað heitt að drekka því oft var heldur kalt í Bjarnaneskirkju. Svona var þetta í sveitinni. Sumum finnst þessar hefðir skrýtnar en þær eru alveg eðlilegar fyrir mér,“ segir Hulda glaðlega. Þegar hún er spurð um eftirminnileg jól frá æskuárunum stendur ekki á svari. „Ein jólin fengum við öll rosalega flott náttföt eða -kjóla í jólagjöf sem móðursystir mín saumaði á okkur. Það endaði með því að allir voru komnir úr sparifötunum í náttfötin,“ rifjar hún upp og bætir við að þau systkinin séu alin upp við að innihald pakkanna hafi ekki verið aðalatriðið heldur gleðin yfir að fá gjafir. „Við vorum alltaf ánægð og þakklát fyrir það sem við fengum,“ segir hún. Hulda er mikið jólabarn og byrjar að skreyta heimilið í nóvember. Skapar nýjar hefðir Hulda er mikið jólabarn og byrjar snemma að undirbúa jólin. „Ég get alls ekki gert allt korter í jól. Í lok nóvember byrja ég að skreyta og allt skraut er komið upp fyrsta sunnudaginn í aðventu. Mér finnst það bara gaman og jólatréð er komið upp nokkru fyrir jól. Mér finnst það skemmtilegra en að vera með jólatréð bara rétt yfir blájólin. Það er ákveðin stemning að skreyta það fyrr og njóta þess lengur. Hér áður fyrr var ekkert gert nema vikuna fyrir jól en mér finnst þetta svo ofsalega skemmtilegur tími,“ segir Hulda. Jólabaksturinn er fastur liður í jólaundirbúningnum og oft er Hulda búin að baka nokkrar smákökusortir í lok nóvember. „Í ár skar ég í fyrsta sinn út laufabrauð. Sonur minn er sjö ára og þegar maður er kominn með börn er gaman að skapa nýjar hefðir.“ Innt eftir því hvort ekki sé mikið að gera í vinnunni á þessum tíma árs segir Hulda að vissulega sé svo en þó hafi það breyst frá því sem áður var. „Það er farið að vera enn meira að gera í nóvember. Allir vilja vera fínir í desember því það er svo mikið um að vera, svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar.“ Hulda er með lambahrygg eða lambalæri í jólamatinn en segist oft elda kótilettur, ekki síst þegar hún fær fólk í mat. „Mín reynsla er sú að fólki finnst þessi matur alltaf góður.“ Jólakótilettur úr sveitinni Kótilettur Egg Rasp Eðalkrydd Salt og pipar Olía eða smjör til steikingar Laukur Bankið kótiletturnar með buffhamri. Pískið eggin. Kryddið raspið með eðalkryddi, salti og pipar. Veltið kótilettunum upp úr eggjunum og síðan raspi. Hitið olíu eða smjör á pönnu og steikið kótiletturnar við töluverðan hita í 3-4 mín. á hvorri hlið eða þar til þær verða gullinbrúnar. Færið kótiletturnar á bökunarplötu. Sneiðið lauk og dreifið vel yfir kótiletturnar. Látið bakast í ofni við 50°C í tvo tíma. Berið fram með brúnuðum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli, gulrótum og rabarbarasultu. Systkinahópnum fannst engin jól nema það væru kótilettur í matinn á aðfangadag. Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
„Ég er alin upp við að fá kótilettur í raspi í matinn á aðfangadagskvöld. Ég held að þessi siður hafi komið til því við systkinin erum níu og þetta er matur sem okkur öllum finnst góður. Það er líka ótrúlega þægilegt að matreiða kótilettur. Mamma steikti þær á pönnu síðla dags og lét þær síðan malla í ofninum fram að kvöldmat. Meðlætið var oftast brúnaðar kartöflur, baunir, rauðkál, gulrætur og súrar gúrkur og stundum jafnvel bakaðar baunir og maísbaunir. Foreldrar mínir halda enn í þessa hefð,“ segir Hulda Rós Ragnarsdóttir hárgreiðslumeistari, sem er frá Akurnesi við Hornafjörð „Ég man að einu sinni var lambahryggur í matinn og okkur systkinunum fannst bara ekkert vera aðfangadagur. Í okkar huga voru kótiletturnar jólamaturinn,“ rifjar Hulda brosandi upp. Í eftirmat var síðan ís og kokteilávexir. „Á jóladag fengum við kalt hangikjöt í hádeginu og síðan fór fjölskyldan saman í messu klukkan tvö. Þegar heim var komið var hitað kakó og góðar kökur voru bornar á borð. Það var notalegt að fá eitthvað heitt að drekka því oft var heldur kalt í Bjarnaneskirkju. Svona var þetta í sveitinni. Sumum finnst þessar hefðir skrýtnar en þær eru alveg eðlilegar fyrir mér,“ segir Hulda glaðlega. Þegar hún er spurð um eftirminnileg jól frá æskuárunum stendur ekki á svari. „Ein jólin fengum við öll rosalega flott náttföt eða -kjóla í jólagjöf sem móðursystir mín saumaði á okkur. Það endaði með því að allir voru komnir úr sparifötunum í náttfötin,“ rifjar hún upp og bætir við að þau systkinin séu alin upp við að innihald pakkanna hafi ekki verið aðalatriðið heldur gleðin yfir að fá gjafir. „Við vorum alltaf ánægð og þakklát fyrir það sem við fengum,“ segir hún. Hulda er mikið jólabarn og byrjar að skreyta heimilið í nóvember. Skapar nýjar hefðir Hulda er mikið jólabarn og byrjar snemma að undirbúa jólin. „Ég get alls ekki gert allt korter í jól. Í lok nóvember byrja ég að skreyta og allt skraut er komið upp fyrsta sunnudaginn í aðventu. Mér finnst það bara gaman og jólatréð er komið upp nokkru fyrir jól. Mér finnst það skemmtilegra en að vera með jólatréð bara rétt yfir blájólin. Það er ákveðin stemning að skreyta það fyrr og njóta þess lengur. Hér áður fyrr var ekkert gert nema vikuna fyrir jól en mér finnst þetta svo ofsalega skemmtilegur tími,“ segir Hulda. Jólabaksturinn er fastur liður í jólaundirbúningnum og oft er Hulda búin að baka nokkrar smákökusortir í lok nóvember. „Í ár skar ég í fyrsta sinn út laufabrauð. Sonur minn er sjö ára og þegar maður er kominn með börn er gaman að skapa nýjar hefðir.“ Innt eftir því hvort ekki sé mikið að gera í vinnunni á þessum tíma árs segir Hulda að vissulega sé svo en þó hafi það breyst frá því sem áður var. „Það er farið að vera enn meira að gera í nóvember. Allir vilja vera fínir í desember því það er svo mikið um að vera, svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar.“ Hulda er með lambahrygg eða lambalæri í jólamatinn en segist oft elda kótilettur, ekki síst þegar hún fær fólk í mat. „Mín reynsla er sú að fólki finnst þessi matur alltaf góður.“ Jólakótilettur úr sveitinni Kótilettur Egg Rasp Eðalkrydd Salt og pipar Olía eða smjör til steikingar Laukur Bankið kótiletturnar með buffhamri. Pískið eggin. Kryddið raspið með eðalkryddi, salti og pipar. Veltið kótilettunum upp úr eggjunum og síðan raspi. Hitið olíu eða smjör á pönnu og steikið kótiletturnar við töluverðan hita í 3-4 mín. á hvorri hlið eða þar til þær verða gullinbrúnar. Færið kótiletturnar á bökunarplötu. Sneiðið lauk og dreifið vel yfir kótiletturnar. Látið bakast í ofni við 50°C í tvo tíma. Berið fram með brúnuðum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli, gulrótum og rabarbarasultu. Systkinahópnum fannst engin jól nema það væru kótilettur í matinn á aðfangadag.
Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira