Lífið

Rúrik Gíslason sætari en sykur í nýju dagatali

Benedikt Bóas skrifar
Fréttakonan góðkunna hjá RTL Berlin, Tanja Bülter, fær hér eina sjálfu með okkar manni. Leikkonan Tina Ruland fylgist með og áhuginn leynir sér ekki.
Fréttakonan góðkunna hjá RTL Berlin, Tanja Bülter, fær hér eina sjálfu með okkar manni. Leikkonan Tina Ruland fylgist með og áhuginn leynir sér ekki.
Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, situr fyrir í nýjasta dagatali þýska súkkulaðiframleiðandans Lambertz, en fyrirtækið setur mikinn metnað í sitt árlega dagatal. Sérstakt hóf var haldið til að fagna þessu merka dagatali og Rúrik auðvitað mættur.

Rúrik klappar sáttur fyrir flottu dagatali ásamt öðrum fyrirsætum þess.
Rúrik og Larissa Kerner fyrir framan myndir sem voru teknar á Íslandi. Kerner sem sér um The Voice Kids í Þýskalandi. Dóttir Nena sem söng svo eftirminnilega um 99 blöðrur.
Hermann Bühlbecker, eigandi Lambertz, ásamt nokkrum módelanna.
Rúrik og Britt Kanja ræða saman, en hún er einn mesti djammari Berlínarborgar og hefur átt nokkra næturklúbba.
Hin grísk/þýska Anastasia Zampounidis og okkar maður stilla sér upp fyrir mynd. Zampounidis er fréttakona í Þýskalandi.
Þrusuþrennan, Rúrik, Hermann Buehlbecker og Larissa Kerner.
Okkar maður er ánægður með útkomuna sem birtist. Hendir þumlinum upp.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.