Sverrir Þór: Erum bara miðlungslið Skúli Arnarsson skrifar 23. nóvember 2018 21:35 Sverrir var ekki sáttur í kvöld. vísir/ernir Keflavík tapaði með 17 stigum gegn Haukum í kvöld í Dómínosdeild karla í körfubolta. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ekki ánægður með sitt lið í kvöld. „Haukarnir voru bara mikið betri. Þeir voru mikið grimmari og ákveðnari á meðan við vorum bara í tómu rugli mestallan leikinn. Við erum í algjöru hnoði og vinnusemin er ekki nein.” Þrátt fyrir að hafa sigrað sex leiki í röð þá segir Sverrir að það hafi legið í loftinu að Keflavík myndu fá skell bráðlega. „Eins og staðan er núna þá erum við bara miðlungslið. Ég veit ekki hvort að strákarnir hafi verið að láta það rugla í sér að það sé verið að tala um okkur sem eitt af bestu liðunum. Við erum búnir að vinna hörku leiki á móti sterkum liðum og á móti liðum sem var spáð neðar en við erum algjört miðlungslið. Það er búið að stefna í að við yrðum flengdir undanfarið og það gerðist í kvöld. Nú er bara spurning hvernig við bregðumst við því.” Keflavík skoruðu aðeins 64 stig í kvöld sem verður að teljast lélegt fyrir jafn gott lið og Keflavík á að vera. Það kom u.þ.b tíu mínútna kafli í leiknum þar sem Keflavík náði ekki að skora stig. Sverrir augljóslega ekki ánægður með sóknarleikinn. „Ég ætla ekkert að taka af Haukum, Þeir berjast hrikalega vel, en við erum bara í hnoði. Við dripplum út í eitt og reynum að troða boltanum inn á Craion meðan hann er með þrjá menn í sér. Síðan ef að boltinn komst út þá var það bara þriggja stiga skot í staðinn fyrir að reyna að fá boltahreyfingu og jafnvel sækja á körfuna. Við töluðum um þetta í leikhléum og í hálfleik en við framkvæmdum ekkert af þessu og áttum þar af leiðandi ekkert skilið út úr þessum leik. Mantas Mockevicius lék ekki með Keflavík í kvöld, en hann hefur ekki spilað með þeim síðan liðið sigraði ÍR í fimmtu umferð. „Hann er erlendis út af vinnunni sinni og ég veit ekki alveg hvenær hann kemur til baka. Ég er að vona að hann nái að klára núna á næstunni og verði síðan bara á fullu með okkur það sem eftir er, það veitir ekki af.” Nú tekur við landsleikjahlé og ljóst að Keflavík þurfa að nýta það vel. „Núna reynir rosalega á okkur. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera en það þarf einhvernveginn að fá alla á sömu blaðsíðu en ekki hver í sínu horni reynandi eitthvað djöfulsins rugl. Það er ekki vænlegt til árangurs.” „Við erum ekkert KR lið sem er búið að vinna fimm titla í röð. Það eru örfáir í liðinu sem hafa unnið eitthvað. Við þurfum virkilega að hafa fyrir því og standa saman ef að við ætlum einhverntímann að verða lið sem kemst inn í úrslitakeppni, fer langt og verður talað um sem sigursælt lið,” sagði Sverrir að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Littler í úrslit annað árið í röð Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Sjá meira
Keflavík tapaði með 17 stigum gegn Haukum í kvöld í Dómínosdeild karla í körfubolta. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ekki ánægður með sitt lið í kvöld. „Haukarnir voru bara mikið betri. Þeir voru mikið grimmari og ákveðnari á meðan við vorum bara í tómu rugli mestallan leikinn. Við erum í algjöru hnoði og vinnusemin er ekki nein.” Þrátt fyrir að hafa sigrað sex leiki í röð þá segir Sverrir að það hafi legið í loftinu að Keflavík myndu fá skell bráðlega. „Eins og staðan er núna þá erum við bara miðlungslið. Ég veit ekki hvort að strákarnir hafi verið að láta það rugla í sér að það sé verið að tala um okkur sem eitt af bestu liðunum. Við erum búnir að vinna hörku leiki á móti sterkum liðum og á móti liðum sem var spáð neðar en við erum algjört miðlungslið. Það er búið að stefna í að við yrðum flengdir undanfarið og það gerðist í kvöld. Nú er bara spurning hvernig við bregðumst við því.” Keflavík skoruðu aðeins 64 stig í kvöld sem verður að teljast lélegt fyrir jafn gott lið og Keflavík á að vera. Það kom u.þ.b tíu mínútna kafli í leiknum þar sem Keflavík náði ekki að skora stig. Sverrir augljóslega ekki ánægður með sóknarleikinn. „Ég ætla ekkert að taka af Haukum, Þeir berjast hrikalega vel, en við erum bara í hnoði. Við dripplum út í eitt og reynum að troða boltanum inn á Craion meðan hann er með þrjá menn í sér. Síðan ef að boltinn komst út þá var það bara þriggja stiga skot í staðinn fyrir að reyna að fá boltahreyfingu og jafnvel sækja á körfuna. Við töluðum um þetta í leikhléum og í hálfleik en við framkvæmdum ekkert af þessu og áttum þar af leiðandi ekkert skilið út úr þessum leik. Mantas Mockevicius lék ekki með Keflavík í kvöld, en hann hefur ekki spilað með þeim síðan liðið sigraði ÍR í fimmtu umferð. „Hann er erlendis út af vinnunni sinni og ég veit ekki alveg hvenær hann kemur til baka. Ég er að vona að hann nái að klára núna á næstunni og verði síðan bara á fullu með okkur það sem eftir er, það veitir ekki af.” Nú tekur við landsleikjahlé og ljóst að Keflavík þurfa að nýta það vel. „Núna reynir rosalega á okkur. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera en það þarf einhvernveginn að fá alla á sömu blaðsíðu en ekki hver í sínu horni reynandi eitthvað djöfulsins rugl. Það er ekki vænlegt til árangurs.” „Við erum ekkert KR lið sem er búið að vinna fimm titla í röð. Það eru örfáir í liðinu sem hafa unnið eitthvað. Við þurfum virkilega að hafa fyrir því og standa saman ef að við ætlum einhverntímann að verða lið sem kemst inn í úrslitakeppni, fer langt og verður talað um sem sigursælt lið,” sagði Sverrir að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Littler í úrslit annað árið í röð Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Sjá meira