Jara kveður Goldfinger eftir 19 ár Þórarinn Þórarinsson skrifar 24. nóvember 2018 09:00 Jaroslava, sem alltaf er kölluð Jara, er Rússi en bjó í Eistlandi þaðan sem hún kom til Íslands í fyrsta skipti í júlí 1998. Jaroslava, sem alltaf er kölluð Jara, er Rússi en bjó í Eistlandi þaðan sem hún kom til Íslands í fyrsta skipti í júlí 1998. „Ég kom hingað sem dansari og ætlaði að vinna á Bóhem,“ segir Jara og bætir við að þetta hafi aðeins átt að vera stutt stopp. „Vinur minn var að senda stelpur til Íslands og sagði mér að ég ætti að drífa mig vegna þess að á Íslandi gæti ég þénað vel með lítilli fyrirhöfn á skömmum tíma. Á þessum tíma stjórnaði ég stórum veitingastað í Eistlandi. Átti íbúð og bíl og skorti ekki neitt en ákvað samt að prufa þetta.“ Ekkert varð þó úr þessum áformum Jöru þar sem inn í líf hennar kom þéttvaxinn og glaðbeittur veitingamaður, 22 árum eldri en hún, Ásgeir Þór Davíðsson sem þá rak Hafnarkrána í Hafnarstræti. „Ég var bara búin að vera hérna í viku þegar ég kynntist Geira. Við byrjuðum saman þannig að ég hætti eiginlega á Bóhem áður en ég byrjaði. Ég fór að vinna á fullu hjá honum á Hafnarkránni, með fyllibyttunum. Úff,“ segir Jara en Hafnarkráin var álíka alræmdur samkomustaður ógæfufólks og utangarðsmanna og Keisarinn við Hlemm. „Ég gekk í öll verk á meðan Geiri var bara bak við á skriftofunni. Ég var á barnum án þess að kunna orð í íslensku, þreif klósettin og hvað eina. Þegar dvalarleyfi Jöru rann út flaug hún heim til Eistlands. „Geiri flaug út á eftir mér viku seinna. Pakkaði öllu dótinu mínu niður í ferðatöskur og fór með þær til Íslands. Ég kom svo viku á eftir honum og þannig byrjaði þetta nú fyrir alvöru.“ Frá rónum til súlumeyja Hafnarkráin og fastakúnnarnir þar voru þyrnir í augum borgaryfirvalda sem lögðu sig fram um að fá staðnum lokað. Það gekk eftir og Jara starfaði þar því ekki lengi. „Þegar R-listinn lokaði Hafnarkránni í nóvember opnuðum við Maxim’s hinum megin við götuna 13. desember. Sléttu ári síðar, 14. desember 1999, fluttu þau reksturinn í Smiðjuhverfið í Kópavogi og opnuðu Goldfinger. „Þetta var mjög gaman og ég stofnaði þetta allt með honum og sagði við hann að ef hann myndi ekki stofna strippklúbb þá færi ég bara úr landi og þetta væri búið.“ Jara segist hafa séð um öll samskipti við dansarana á þessum tuttugu árum enda koma þær flestar frá Eystrasaltslöndunum og deila þannig með henni tungumáli og menningu. Náin vinátta hefur tekist með Jöru og allnokkrum konum sem hafa komið hingað til þess að dansa, til lengri eða skemmri tíma. Nokkrar hafa sest að á Íslandi í kjölfarið og sumar hverjar hafa dansað á Goldfinger, fast eða með hléum, í rúman áratug. Jólasveinninn er orðinn dýrari en vændiskona Kampavínsklúbbarnir í Reykjavík hafa alla tíð verið bendlaðir við vændi og mansal en Jara segir aðspurð að þær sögur og kenningar eigi ekki við um Goldfinger. „Ég get bara svarað fyrir mig og veit ekkert hvað aðrir eru að gera og skipti mér ekkert af því. Ég hef líka áður bent á það að vændið er fyrst og fremst á netinu, hótelum og Airbnb-íbúðum. Þetta er orðið svo stjórnlaust og bilað að það er orðið dýrara að leigja jólasvein til þess að skemmta í krakkaveislum en að kaupa sér aðgang að konu einhvers staðar úti í bæ á netinu.“ Geiri var umdeildur maður, alls ekki allra og jafnan milli tannanna á fólki. Fannst þér erfitt að vera konan hans Geira? „Ég veit það ekki,“ segir Jara og hugsar sig um í örstutta stund. „Nei. Það held ég ekki. Ég er þannig töffari að mér var alveg sama. Ég læt álit annarra ekki trufla mig en auðvitað er lífið þannig að maður rekst víða á fólk sem er ánægt þegar öðrum líður illa og vill frekar traðka mann niður en að sýna náungakærleika og lyfta manni upp. Allt sem ég hef gert í lífinu hef ég gert fyrir sjálfa mig, ekki til þess að ganga í augun á öðru fólki eða reyna að sanna mig fyrir því.“ Eftir að Geiri varð bráðkvaddur í apríl 2012 keypti Jara staðinn úr dánarbúi hans, ákveðin í að halda staðnum gangandi í anda hans. „Ég var ákveðin í að gera þetta og láta þetta ganga en þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.“ Rússnesk harka „En mér tókst þetta þótt ég ætti enga peninga eða neitt. Kannski gekk þetta bara upp vegna þess að ég vildi þetta svo mikið. Síðan er ég náttúrlega Rússi og það er harka í okkur. Það má aldrei gefast upp og þegar fólk byrjar að væla þá skaðast það bara meira. Það þarf að vera sterkur og brosa á móti öllu mótlæti sama á hverju gengur. En nú er ég búin að fá nóg. Ég er enn ung, þreytt kona og langar að fara að gera eitthvað skemmtilegt í lífinu. Kannski flyt ég bara til Spánar eða eitthvað,“ segir Jara og hlær. „Ég er tilbúin til þess að sleppa takinu og fara að gera eitthvað annað. Það er meira en nóg að hafa staðið í þessu í tuttugu ár. Ég hef lært mikið á þessum tíma og öðlast mikla reynslu. Ég hef gert mistök, gefist upp og haldið áfram og er enn á lífi.“ Jara segir óvíst hvað verði um Goldfinger eða skemmtanahald yfirleitt í húsnæði staðarins í miðju iðnaðarhverfi í Kópavoginum. Það eina sem sé alveg á hreinu er að hún er að hætta. Fái hún öll tilskilin leyfi endurnýjuð í desember muni hún líklega selja staðinn. Ef ekki muni hún einfaldlega loka. Skella endanlega í lás og aldrei líta til baka. Geiri naut þess að berast á og leiddist ekki að vera á milli tannanna á fólki, trúr spekinni að illt umtal er betra en ekkert. Geiri verður alltaf á Goldfinger Nafn Geira var og er tengt Goldfinger órjúfanlegum böndum enda naut hann þess að berast á og var plássfrekur í fjölmiðlum á meðan Jara hélt sig til baka. „Við vorum saman í þessu og ég var konan á bak við súlukónginn og stjórnaði þessu mikið til. Það má segja að Geir hafi verið hausinn en ég hálsinn sem stjórnaði því hvort horft væri til hægri eða vinstri.“ Geiri er horfinn af sjónarsviðinu og nú ert þú að hætta þannig að hvað sem verður um staðinn þá eru þetta ákveðin kaflaskil. Andi Geira hefur svifið yfir staðnum þótt hann sé dáinn þannig að spyrja má hvort þú takir hann með þér? „Geiri verður alltaf Geiri á Goldfinger og það breytir engu hvað ég geri. Ekkert mun þurrka nafn hans úr þessari sögu. Það er samt aldrei að vita. Hugmyndin um Geira á Goldfinger fjarar kannski út ef hér verður opnaður annar staður með nýtt nafn. En á meðan Goldfinger er Goldfinger þá er Geiri hérna þótt ég hverfi á braut.“ Jara ætlar að halda kveðjuveisluna sína á Goldfinger í kvöld og það er ljóst að þótt hún kveðji sátt þá er það ekki með neinum trega. „Þetta er afmælisveisla og kveðjupartíið mitt um leið. Ég er að halda upp á að reksturinn er tuttugu ára og Goldfinger að verða nítján ára. Síðan langar mig bara að kveðja með stæl og þakka fyrir mig, þakka stelpunum sem hafa unnið fyrir mig í öll þessi ár og auðvitað viðskiptavinunum, með góðu partíi,“ segir Jara sem vonast til þess að sjá sem flesta gamla vini og kunningja rétt áður en hún slekkur fjólubláu ljósin við barinn fyrir fullt og allt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Jaroslava, sem alltaf er kölluð Jara, er Rússi en bjó í Eistlandi þaðan sem hún kom til Íslands í fyrsta skipti í júlí 1998. „Ég kom hingað sem dansari og ætlaði að vinna á Bóhem,“ segir Jara og bætir við að þetta hafi aðeins átt að vera stutt stopp. „Vinur minn var að senda stelpur til Íslands og sagði mér að ég ætti að drífa mig vegna þess að á Íslandi gæti ég þénað vel með lítilli fyrirhöfn á skömmum tíma. Á þessum tíma stjórnaði ég stórum veitingastað í Eistlandi. Átti íbúð og bíl og skorti ekki neitt en ákvað samt að prufa þetta.“ Ekkert varð þó úr þessum áformum Jöru þar sem inn í líf hennar kom þéttvaxinn og glaðbeittur veitingamaður, 22 árum eldri en hún, Ásgeir Þór Davíðsson sem þá rak Hafnarkrána í Hafnarstræti. „Ég var bara búin að vera hérna í viku þegar ég kynntist Geira. Við byrjuðum saman þannig að ég hætti eiginlega á Bóhem áður en ég byrjaði. Ég fór að vinna á fullu hjá honum á Hafnarkránni, með fyllibyttunum. Úff,“ segir Jara en Hafnarkráin var álíka alræmdur samkomustaður ógæfufólks og utangarðsmanna og Keisarinn við Hlemm. „Ég gekk í öll verk á meðan Geiri var bara bak við á skriftofunni. Ég var á barnum án þess að kunna orð í íslensku, þreif klósettin og hvað eina. Þegar dvalarleyfi Jöru rann út flaug hún heim til Eistlands. „Geiri flaug út á eftir mér viku seinna. Pakkaði öllu dótinu mínu niður í ferðatöskur og fór með þær til Íslands. Ég kom svo viku á eftir honum og þannig byrjaði þetta nú fyrir alvöru.“ Frá rónum til súlumeyja Hafnarkráin og fastakúnnarnir þar voru þyrnir í augum borgaryfirvalda sem lögðu sig fram um að fá staðnum lokað. Það gekk eftir og Jara starfaði þar því ekki lengi. „Þegar R-listinn lokaði Hafnarkránni í nóvember opnuðum við Maxim’s hinum megin við götuna 13. desember. Sléttu ári síðar, 14. desember 1999, fluttu þau reksturinn í Smiðjuhverfið í Kópavogi og opnuðu Goldfinger. „Þetta var mjög gaman og ég stofnaði þetta allt með honum og sagði við hann að ef hann myndi ekki stofna strippklúbb þá færi ég bara úr landi og þetta væri búið.“ Jara segist hafa séð um öll samskipti við dansarana á þessum tuttugu árum enda koma þær flestar frá Eystrasaltslöndunum og deila þannig með henni tungumáli og menningu. Náin vinátta hefur tekist með Jöru og allnokkrum konum sem hafa komið hingað til þess að dansa, til lengri eða skemmri tíma. Nokkrar hafa sest að á Íslandi í kjölfarið og sumar hverjar hafa dansað á Goldfinger, fast eða með hléum, í rúman áratug. Jólasveinninn er orðinn dýrari en vændiskona Kampavínsklúbbarnir í Reykjavík hafa alla tíð verið bendlaðir við vændi og mansal en Jara segir aðspurð að þær sögur og kenningar eigi ekki við um Goldfinger. „Ég get bara svarað fyrir mig og veit ekkert hvað aðrir eru að gera og skipti mér ekkert af því. Ég hef líka áður bent á það að vændið er fyrst og fremst á netinu, hótelum og Airbnb-íbúðum. Þetta er orðið svo stjórnlaust og bilað að það er orðið dýrara að leigja jólasvein til þess að skemmta í krakkaveislum en að kaupa sér aðgang að konu einhvers staðar úti í bæ á netinu.“ Geiri var umdeildur maður, alls ekki allra og jafnan milli tannanna á fólki. Fannst þér erfitt að vera konan hans Geira? „Ég veit það ekki,“ segir Jara og hugsar sig um í örstutta stund. „Nei. Það held ég ekki. Ég er þannig töffari að mér var alveg sama. Ég læt álit annarra ekki trufla mig en auðvitað er lífið þannig að maður rekst víða á fólk sem er ánægt þegar öðrum líður illa og vill frekar traðka mann niður en að sýna náungakærleika og lyfta manni upp. Allt sem ég hef gert í lífinu hef ég gert fyrir sjálfa mig, ekki til þess að ganga í augun á öðru fólki eða reyna að sanna mig fyrir því.“ Eftir að Geiri varð bráðkvaddur í apríl 2012 keypti Jara staðinn úr dánarbúi hans, ákveðin í að halda staðnum gangandi í anda hans. „Ég var ákveðin í að gera þetta og láta þetta ganga en þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.“ Rússnesk harka „En mér tókst þetta þótt ég ætti enga peninga eða neitt. Kannski gekk þetta bara upp vegna þess að ég vildi þetta svo mikið. Síðan er ég náttúrlega Rússi og það er harka í okkur. Það má aldrei gefast upp og þegar fólk byrjar að væla þá skaðast það bara meira. Það þarf að vera sterkur og brosa á móti öllu mótlæti sama á hverju gengur. En nú er ég búin að fá nóg. Ég er enn ung, þreytt kona og langar að fara að gera eitthvað skemmtilegt í lífinu. Kannski flyt ég bara til Spánar eða eitthvað,“ segir Jara og hlær. „Ég er tilbúin til þess að sleppa takinu og fara að gera eitthvað annað. Það er meira en nóg að hafa staðið í þessu í tuttugu ár. Ég hef lært mikið á þessum tíma og öðlast mikla reynslu. Ég hef gert mistök, gefist upp og haldið áfram og er enn á lífi.“ Jara segir óvíst hvað verði um Goldfinger eða skemmtanahald yfirleitt í húsnæði staðarins í miðju iðnaðarhverfi í Kópavoginum. Það eina sem sé alveg á hreinu er að hún er að hætta. Fái hún öll tilskilin leyfi endurnýjuð í desember muni hún líklega selja staðinn. Ef ekki muni hún einfaldlega loka. Skella endanlega í lás og aldrei líta til baka. Geiri naut þess að berast á og leiddist ekki að vera á milli tannanna á fólki, trúr spekinni að illt umtal er betra en ekkert. Geiri verður alltaf á Goldfinger Nafn Geira var og er tengt Goldfinger órjúfanlegum böndum enda naut hann þess að berast á og var plássfrekur í fjölmiðlum á meðan Jara hélt sig til baka. „Við vorum saman í þessu og ég var konan á bak við súlukónginn og stjórnaði þessu mikið til. Það má segja að Geir hafi verið hausinn en ég hálsinn sem stjórnaði því hvort horft væri til hægri eða vinstri.“ Geiri er horfinn af sjónarsviðinu og nú ert þú að hætta þannig að hvað sem verður um staðinn þá eru þetta ákveðin kaflaskil. Andi Geira hefur svifið yfir staðnum þótt hann sé dáinn þannig að spyrja má hvort þú takir hann með þér? „Geiri verður alltaf Geiri á Goldfinger og það breytir engu hvað ég geri. Ekkert mun þurrka nafn hans úr þessari sögu. Það er samt aldrei að vita. Hugmyndin um Geira á Goldfinger fjarar kannski út ef hér verður opnaður annar staður með nýtt nafn. En á meðan Goldfinger er Goldfinger þá er Geiri hérna þótt ég hverfi á braut.“ Jara ætlar að halda kveðjuveisluna sína á Goldfinger í kvöld og það er ljóst að þótt hún kveðji sátt þá er það ekki með neinum trega. „Þetta er afmælisveisla og kveðjupartíið mitt um leið. Ég er að halda upp á að reksturinn er tuttugu ára og Goldfinger að verða nítján ára. Síðan langar mig bara að kveðja með stæl og þakka fyrir mig, þakka stelpunum sem hafa unnið fyrir mig í öll þessi ár og auðvitað viðskiptavinunum, með góðu partíi,“ segir Jara sem vonast til þess að sjá sem flesta gamla vini og kunningja rétt áður en hún slekkur fjólubláu ljósin við barinn fyrir fullt og allt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira