Edrútíminn er ekki allt Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. nóvember 2018 07:15 Gunný og Vagna segja mikilvægt þegar rætt er við fólk með fíknihegðun að finna út af hverju það er að nota efni til að deyfa sig. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fíkn er flókið fyrirbæri. Við erum mörg forvitin um hana. Við vitum margt, en það er svo margt sem við vitum ekki,“ segir Guðrún Magnúsdóttir fíknifræðingur en hún og systir hennar, Vagnbjörg, sneru aftur heim eftir framhaldsnám í Bandaríkjunum við Hazelden Betty Ford-háskólann fyrr á þessu ári. Þær systur, sem eru kallaðar Gunný og Vagna, deila áhuga á fíknihegðun og meðvirkni, sem þær telja náskyld fyrirbæri. Þær starfa báðar sem fíkniráðgjafar hér heima á meðferðarstöðinni Shalom. „Fíknihegðun er eitthvað sem ég þekki af eigin raun og þurfti að leita mér aðstoðar við fyrir um það bil 23 árum,“ segir Gunný. Vagna er hins vegar ekki fíkill sjálf. „Ekki í hefðbundinni skilgreiningu þess orðs. En fólk getur sýnt af sér alls konar fíknihegðun. Þú þarft ekkert að nota hugbreytandi efni til þess að sýna af þér slíka hegðun. Fólk er að nota alls konar; mat, vinnu, kynlíf eða spilakassa til dæmis. Við lærðum í náminu og langar að miðla áfram, að okkur finnst vanta að tekið sé tillit til fleiri þátta en bara þess að fólk sé að nota eitthvað til að deyfa eða sefa sig. Af hverju er fólk að deyfa sig? Um það snerist námið okkar að miklu leyti.“Ekki bara alki eða ekki alkiÁttu við að það sé of þröng skilgreining að fíkn sé genetískur sjúkdómur?Gunný tekur orðið: „Við vitum helling um heilann og um fíkn og hvernig þetta tvennt tengist. Það er gott og gilt. En svo er hitt, sem er það einfaldlega að við vitum ekkert rosalega mikið um fíkn. Nú er áherslan í fræðaheiminum dálítið á þennan félagslega þátt og það hafa verið gerðar stórar, alþjóðlegar rannsóknir sem sýna fram á það að áföll og félagslegar aðstæður hafa heilmikil áhrif á fíknihegðun. Við systur höfðum áhuga á að fræðast meira um þetta og sóttum þess vegna um að komast inn í þetta nám. Skólinn er framarlega í rannsóknum og starfsnámi fyrir nemendur við skólann við virtar meðferðarstofnanir sem tengjast skólanum. Þetta var mikil reynsla. Það sem mér þótt einna áhugaverðast var að það er ekkert svart og hvítt. Það er ekki ein fíknistefna sem ræður ríkum. Það er heldur ekki þessi tvíhyggja, um að annaðhvort sértu fíkill eða ekki. Þau líta heldur ekki svo á að fíkn sé eingöngu genetískur sjúkdómur heldur leggja mikla áherslu á félagslega þáttinn. Taka hvort tveggja inn í dæmið.Vagna: Það fannst mér líka merkilegt og við sáum það, bæði þegar við sátum greiningarviðtöl í starfsnáminu en við lærðum það líka inni í kennslustofunni, að það eru ótrúlega ítarleg greiningarviðmið. Þú ert, eins og Gunný segir, ekki bara alki eða ekki alki. Fólk sem sýnir af sér fíknihegðun er á rófi. Það þurfa ekki allir inniliggjandi áfengismeðferð sem fara illa með áfengi. Sumir drekka illa þrisvar á ári, aðrir nota einhver efni mikið á tímabilum til að deyfa tilfinningar, sumir eru langt leiddir og þurfa á inniliggjandi meðferð að halda, og svo framvegis. Fólk er alls konar og þarf á alls konar meðferð að halda. Við eigum góðar meðferðir hér á Íslandi og þessir aðilar hafa haldið lífi í mjög veiku fólki en það sem við erum kannski að hugsa um er að við eigum á Íslandi ekki eins mikið af fjölbreyttum úrræðum fyrir alls konar fólk með alls konar fíkn og á mismunandi rófi þegar kemur að fíkninni. Okkur finnst vanta göngudeildir, sérhæfða fíkniráðgjafa, sálfræðinga og slík úrræði.Óþarfi að stimpla fólk fíklaGunný: Svo eru alls konar sjálfshjálparsamtök. SMART Recovery er til dæmis mjög flott prógramm. Það er andlegt, en önnur nálgun en í 12 spora samtökunum. Fólk kynnir sig til dæmis ekki sem fíkla eða alkóhólista þar, heldur kynnir sig og segist vera í bata.Vagna: Samt er það ekki nógu gott orð heldur. Á ensku segja þeir, in recovery. Þeir eru á beinu brautinni, líður vel, eru að taka ábyrgð á sínu lífi. Í stað þess að segjast vera alkóhólistar. Eftir kannski 20 ár edrú, eða fimm eða hvað sem er, ertu þá enn alkóhólisti ef þú hefur ekki notað?Gunný: Þetta var alveg nýtt fyrir mér. Í skólanum var það gagnrýnt hvað það væri mikil tilhneiging til að setja merkimiða á sig í 12 spora samtökum. Það er meiri valdefling í því að tala um sig sem meðlim í samtökum en að vera stöðugt að tala um einhvers konar máttleysi þitt eða lýsa því yfir í hvert sinn sem þú tekur til máls að þú, sem hefur kannski náð að vinna úr þínum málum, ert á góðum stað, sért nú samt fíkill. Að minnsta kosti held ég að það virki þannig fyrir suma. Þar var líka gagnrýnt hversu mikið er verið að lofa þennan tíma sem þú ert edrú. Það býr til skömm hjá þeim sem er alltaf að koma aftur og þarf í hvert sinn að rétta upp hönd, á 12 spora fundum, og segjast vera nýliði.Vagna: Það er til orð yfir þetta í 12 spora samtökum. Þú ert „síliði“. Það getur verið niðurlægjandi fyrir fólk sem er kannski uppfullt af skömm og líður illa. Kannski er þetta spark í rassinn fyrir einhverja, en fyrir marga, niðurbrotna einstaklinga er þetta ekki að hafa jákvæð áhrif. Þessi samtök og fleiri eru samt mjög mikilvæg fyrir marga en ég sakna þess að sjá ekki fleiri slík samtök eða hópa, bara svo það sé fleira í boði og fólk geti valið á milli eða notað fleira.Gunný: Ég hef góða reynslu af 12 spora samtökum og þó að skólinn sé alltaf að færast fjær slíku sem einhverri endanlegri lausn við fíknihegðun þá er staðreyndin sú að þau virka fyrir mjög marga.Fíklar leita tengsla Systurnar tala vel um skólann og meðferðarstofnanirnar sem þær störfuðu á. Þær tala um virðinguna og nærgætnina sem fólki var sýnd.Gunný: Mér fannst til dæmis áhugavert að sjá hvernig tekið var á því þegar skjólstæðingar í meðferðinni tóku að draga sig saman. Okkur var gert það ljóst að fólk með fíknihegðun væri oft á tíðum mjög einmana og einangrað í sinni neyslu og þess vegna væri það svo eðlilegt að slíkt kæmi fyrir þegar það er að vakna til lífsins aftur. Að leita tengsla við annað fólk.Vagna: Ef þú átt engin tengsl, þá gæti reynst erfiðara að ná bata frá fíknihegðun eða meðvirkni. Við þurfum tengsl, þó það sé ef til vill ekki vænlegt til árangurs að vera að para sig saman inni í meðferð. En úti var rosalega mikil áhersla á það að skjólstæðingar ættu í tengslum og samskiptum við vini og fjölskyldu, ef það var þeim til bóta.„Botninn“ er ofmetinnEn er ekki alltaf sagt að það sé ekki vænlegt til árangurs að verða edrú fyrir aðra?Gunný: Útkoman er svipuð hjá þeim sem hætta að nota fyrir sig sjálfa og til dæmis fyrir foreldra sína. Þeir sem eru dæmdir í meðferð, eins og í Bandaríkjunum, koma ekki verst út. Það þótti mér merkilegt. Einhvern veginn hefur maður lifað í þeim sannleika að maður þurfi að vilja þetta sjálfur og að það þurfi að vera einhver sérstakur botn sem fólk þarf að ná áður en það fer að gera eitthvað í sínum málum, en samkvæmt þessu er það ekki svo. Fólk getur náð árangri, sama á hvaða forsendum það hefur sjálfsvinnuna. Þær ræða um hvað það sé að ná árangri í þessum efnum. Of mikil áhersla sé lögð á edrútímann.Vagna: Hvernig eigum við að mæla árangur? Tökum dæmi af manni sem hefur ekki notað hugbreytandi efni í 10 ár en hann er að borða rosalega mikið til að deyfa einhverjar tilfinningar. Svo er önnur manneskja, búin að vinna í sér í 10 ár, hefur hrasað nokkrum sinnum og notað efni, en á þessari leið hefur hún vaxið þrátt fyrir að vera að nota, jafnvel verið í þerapíu þar sem hún lærir að þekkja sig betur og skilja af hverju hún er að sefa sig með áfengi eða annarri fíknihegðun, hún á í betri tengslum við börnin sín og gengur betur í vinnunni. Þetta er ekki svona svart og hvítt. Hvernig ætlum við að mæla árangurinn? Eru það ekki bara tengslin við lífið okkar, sjálf okkur og okkar nánustu? Hvernig okkur líður? Eða eigum við að mæla árangur í tíma? Það segir okkur svo lítið. Þér getur liðið ömurlega edrú og enn verið að skaða umhverfi þitt eins og þegar þú varst að nota. Mér finnst of mikil áhersla á algjört bindindi og á tímann.Gunný: Fíknihegðun er þannig í eðli sínu að það að fara í meðferð og verða edrú upp frá því er alveg rosalega sjaldgæft. Það eru margir sem detta í það fyrsta árið eftir meðferð. Það sem skiptir máli er að horfa fram á veginn, halda áfram að vinna í sér og þá verður allt í lagi. Það er von fyrir alla.Þurfa enga hörkuÞið eruð að tala um meiri mýkt í nálgun á fíknivanda?Vagna: Mér finnst við þurfa að mæta þeim með meiri skilning og kærleik. Þetta eru mikið til veikir einstaklingar, jafnvel búnir að brjóta allar brýr að baki sér og sjá enga leið út. Harka er að mínu mati andstæðan við það hvað fólk vantar á þessum tíma í lífi sínu.Gunný: Það sem er svo mikilvægt líka er að fólk getur verið að nota efni til að deyfa erfiðar tilfinningar. Þær geta verið kvíði, eða afleiðingar ofbeldis, eða einhver áföll sem fólk verður fyrir. Svo þurfum við að fara varlega með þetta hugtak, fíkn. Því þetta er aðeins að breytast. Við viljum skoða fíknihegðun í stærra samhengi, án þess að setja merkimiða á fólk og mér finnst oft svo mikil áhersla á hugbreytandi efni en ekki bara fíknihegðun í samskiptum, í tengslum við vinnu, við að spila fjárhættuspil, eða hvað sem er. Þar sem þú ert úr tengslum við sjálfan þig og þar af leiðandi úr tengslum við aðra. Það hefur alltaf einhverjar slæmar afleiðingar fyrir þig. Svo er heldur ekki hægt að tala bara um fíkn og einangra hana frá meðvirknishugtakinu, af því að meðvirkni og fíkn haldast í hendur. Flestir sem eru með fíknihegðun eru líka að díla við meðvirknishegðun. Það er líka hugtak sem við erum alltaf að henda á allt og alla, að allir séu meðvirkir. Það er bara ekki rétt. Fólk er til dæmis alltaf að rugla saman góðmennsku og meðvirkni.Vagna: Fólk deyr úr meðvirkni. Hún er hættuleg og heilsuspillandi.Að nota og að misnotaEr eina leiðin fyrir fólk með fíknihegðun að fara í algjört bindindi?Vagna: Nei. En þú ferð ekki auðveldlega frá því að hafa notað áfengi illa yfir í að drekka „eðlilega“. Örugglega hefur einhver gert það, en þetta er svo misjafnt. Þú getur notað áfengi við ákveðnar aðstæður, kannski þrisvar á ári, eða notað áfengi í ákveðinn tíma til að sefa eitthvað. Það er þetta róf frá því að vera að drekka „eðlilega“ í að verða alkóhólisti. Það þarf að greina vandann og velja úrræði fyrir hvern og einn.Gunný: Við verðum að mæta fólki eins og það er. Það er ábyggilega fullt af fólki sem er að koma í meðferðir, aftur og aftur, sem eru allar líkur á að verði ekki edrú en meðferðaraðilar á Íslandi eru samt að sinna þeim. Við verðum sem samfélag að gera það. Og það er held ég ekkert hægt að gera þá kröfu að allir geti orðið edrú að eilífu.Vagna: Við gerum líka greinarmun á því að nota og misnota, að nota til sefa sig. Fólk á alveg tímabil í sínu lífi þar sem það drekkur of mikið. Ég gerði það sjálf frá unglingsaldri og fram að tvítugu. En ég fór aldrei yfir þessa línu að þurfa að drekka til að komast af. En svo er kannski annað fólk sem gerir það. Það gerist eitthvað, kannski er það genetískt, kannski kom eitthvað fyrir. Hvað sem því líður, þá gerir það það að verkum að viðkomandi getur ekki snúið til baka.Gunný: Ég veit ekki um neinn sem hefur farið yfir þessa línu á einhverjum tíma, og farið svo aftur í að drekka einu sinni í mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Fíkn er flókið fyrirbæri. Við erum mörg forvitin um hana. Við vitum margt, en það er svo margt sem við vitum ekki,“ segir Guðrún Magnúsdóttir fíknifræðingur en hún og systir hennar, Vagnbjörg, sneru aftur heim eftir framhaldsnám í Bandaríkjunum við Hazelden Betty Ford-háskólann fyrr á þessu ári. Þær systur, sem eru kallaðar Gunný og Vagna, deila áhuga á fíknihegðun og meðvirkni, sem þær telja náskyld fyrirbæri. Þær starfa báðar sem fíkniráðgjafar hér heima á meðferðarstöðinni Shalom. „Fíknihegðun er eitthvað sem ég þekki af eigin raun og þurfti að leita mér aðstoðar við fyrir um það bil 23 árum,“ segir Gunný. Vagna er hins vegar ekki fíkill sjálf. „Ekki í hefðbundinni skilgreiningu þess orðs. En fólk getur sýnt af sér alls konar fíknihegðun. Þú þarft ekkert að nota hugbreytandi efni til þess að sýna af þér slíka hegðun. Fólk er að nota alls konar; mat, vinnu, kynlíf eða spilakassa til dæmis. Við lærðum í náminu og langar að miðla áfram, að okkur finnst vanta að tekið sé tillit til fleiri þátta en bara þess að fólk sé að nota eitthvað til að deyfa eða sefa sig. Af hverju er fólk að deyfa sig? Um það snerist námið okkar að miklu leyti.“Ekki bara alki eða ekki alkiÁttu við að það sé of þröng skilgreining að fíkn sé genetískur sjúkdómur?Gunný tekur orðið: „Við vitum helling um heilann og um fíkn og hvernig þetta tvennt tengist. Það er gott og gilt. En svo er hitt, sem er það einfaldlega að við vitum ekkert rosalega mikið um fíkn. Nú er áherslan í fræðaheiminum dálítið á þennan félagslega þátt og það hafa verið gerðar stórar, alþjóðlegar rannsóknir sem sýna fram á það að áföll og félagslegar aðstæður hafa heilmikil áhrif á fíknihegðun. Við systur höfðum áhuga á að fræðast meira um þetta og sóttum þess vegna um að komast inn í þetta nám. Skólinn er framarlega í rannsóknum og starfsnámi fyrir nemendur við skólann við virtar meðferðarstofnanir sem tengjast skólanum. Þetta var mikil reynsla. Það sem mér þótt einna áhugaverðast var að það er ekkert svart og hvítt. Það er ekki ein fíknistefna sem ræður ríkum. Það er heldur ekki þessi tvíhyggja, um að annaðhvort sértu fíkill eða ekki. Þau líta heldur ekki svo á að fíkn sé eingöngu genetískur sjúkdómur heldur leggja mikla áherslu á félagslega þáttinn. Taka hvort tveggja inn í dæmið.Vagna: Það fannst mér líka merkilegt og við sáum það, bæði þegar við sátum greiningarviðtöl í starfsnáminu en við lærðum það líka inni í kennslustofunni, að það eru ótrúlega ítarleg greiningarviðmið. Þú ert, eins og Gunný segir, ekki bara alki eða ekki alki. Fólk sem sýnir af sér fíknihegðun er á rófi. Það þurfa ekki allir inniliggjandi áfengismeðferð sem fara illa með áfengi. Sumir drekka illa þrisvar á ári, aðrir nota einhver efni mikið á tímabilum til að deyfa tilfinningar, sumir eru langt leiddir og þurfa á inniliggjandi meðferð að halda, og svo framvegis. Fólk er alls konar og þarf á alls konar meðferð að halda. Við eigum góðar meðferðir hér á Íslandi og þessir aðilar hafa haldið lífi í mjög veiku fólki en það sem við erum kannski að hugsa um er að við eigum á Íslandi ekki eins mikið af fjölbreyttum úrræðum fyrir alls konar fólk með alls konar fíkn og á mismunandi rófi þegar kemur að fíkninni. Okkur finnst vanta göngudeildir, sérhæfða fíkniráðgjafa, sálfræðinga og slík úrræði.Óþarfi að stimpla fólk fíklaGunný: Svo eru alls konar sjálfshjálparsamtök. SMART Recovery er til dæmis mjög flott prógramm. Það er andlegt, en önnur nálgun en í 12 spora samtökunum. Fólk kynnir sig til dæmis ekki sem fíkla eða alkóhólista þar, heldur kynnir sig og segist vera í bata.Vagna: Samt er það ekki nógu gott orð heldur. Á ensku segja þeir, in recovery. Þeir eru á beinu brautinni, líður vel, eru að taka ábyrgð á sínu lífi. Í stað þess að segjast vera alkóhólistar. Eftir kannski 20 ár edrú, eða fimm eða hvað sem er, ertu þá enn alkóhólisti ef þú hefur ekki notað?Gunný: Þetta var alveg nýtt fyrir mér. Í skólanum var það gagnrýnt hvað það væri mikil tilhneiging til að setja merkimiða á sig í 12 spora samtökum. Það er meiri valdefling í því að tala um sig sem meðlim í samtökum en að vera stöðugt að tala um einhvers konar máttleysi þitt eða lýsa því yfir í hvert sinn sem þú tekur til máls að þú, sem hefur kannski náð að vinna úr þínum málum, ert á góðum stað, sért nú samt fíkill. Að minnsta kosti held ég að það virki þannig fyrir suma. Þar var líka gagnrýnt hversu mikið er verið að lofa þennan tíma sem þú ert edrú. Það býr til skömm hjá þeim sem er alltaf að koma aftur og þarf í hvert sinn að rétta upp hönd, á 12 spora fundum, og segjast vera nýliði.Vagna: Það er til orð yfir þetta í 12 spora samtökum. Þú ert „síliði“. Það getur verið niðurlægjandi fyrir fólk sem er kannski uppfullt af skömm og líður illa. Kannski er þetta spark í rassinn fyrir einhverja, en fyrir marga, niðurbrotna einstaklinga er þetta ekki að hafa jákvæð áhrif. Þessi samtök og fleiri eru samt mjög mikilvæg fyrir marga en ég sakna þess að sjá ekki fleiri slík samtök eða hópa, bara svo það sé fleira í boði og fólk geti valið á milli eða notað fleira.Gunný: Ég hef góða reynslu af 12 spora samtökum og þó að skólinn sé alltaf að færast fjær slíku sem einhverri endanlegri lausn við fíknihegðun þá er staðreyndin sú að þau virka fyrir mjög marga.Fíklar leita tengsla Systurnar tala vel um skólann og meðferðarstofnanirnar sem þær störfuðu á. Þær tala um virðinguna og nærgætnina sem fólki var sýnd.Gunný: Mér fannst til dæmis áhugavert að sjá hvernig tekið var á því þegar skjólstæðingar í meðferðinni tóku að draga sig saman. Okkur var gert það ljóst að fólk með fíknihegðun væri oft á tíðum mjög einmana og einangrað í sinni neyslu og þess vegna væri það svo eðlilegt að slíkt kæmi fyrir þegar það er að vakna til lífsins aftur. Að leita tengsla við annað fólk.Vagna: Ef þú átt engin tengsl, þá gæti reynst erfiðara að ná bata frá fíknihegðun eða meðvirkni. Við þurfum tengsl, þó það sé ef til vill ekki vænlegt til árangurs að vera að para sig saman inni í meðferð. En úti var rosalega mikil áhersla á það að skjólstæðingar ættu í tengslum og samskiptum við vini og fjölskyldu, ef það var þeim til bóta.„Botninn“ er ofmetinnEn er ekki alltaf sagt að það sé ekki vænlegt til árangurs að verða edrú fyrir aðra?Gunný: Útkoman er svipuð hjá þeim sem hætta að nota fyrir sig sjálfa og til dæmis fyrir foreldra sína. Þeir sem eru dæmdir í meðferð, eins og í Bandaríkjunum, koma ekki verst út. Það þótti mér merkilegt. Einhvern veginn hefur maður lifað í þeim sannleika að maður þurfi að vilja þetta sjálfur og að það þurfi að vera einhver sérstakur botn sem fólk þarf að ná áður en það fer að gera eitthvað í sínum málum, en samkvæmt þessu er það ekki svo. Fólk getur náð árangri, sama á hvaða forsendum það hefur sjálfsvinnuna. Þær ræða um hvað það sé að ná árangri í þessum efnum. Of mikil áhersla sé lögð á edrútímann.Vagna: Hvernig eigum við að mæla árangur? Tökum dæmi af manni sem hefur ekki notað hugbreytandi efni í 10 ár en hann er að borða rosalega mikið til að deyfa einhverjar tilfinningar. Svo er önnur manneskja, búin að vinna í sér í 10 ár, hefur hrasað nokkrum sinnum og notað efni, en á þessari leið hefur hún vaxið þrátt fyrir að vera að nota, jafnvel verið í þerapíu þar sem hún lærir að þekkja sig betur og skilja af hverju hún er að sefa sig með áfengi eða annarri fíknihegðun, hún á í betri tengslum við börnin sín og gengur betur í vinnunni. Þetta er ekki svona svart og hvítt. Hvernig ætlum við að mæla árangurinn? Eru það ekki bara tengslin við lífið okkar, sjálf okkur og okkar nánustu? Hvernig okkur líður? Eða eigum við að mæla árangur í tíma? Það segir okkur svo lítið. Þér getur liðið ömurlega edrú og enn verið að skaða umhverfi þitt eins og þegar þú varst að nota. Mér finnst of mikil áhersla á algjört bindindi og á tímann.Gunný: Fíknihegðun er þannig í eðli sínu að það að fara í meðferð og verða edrú upp frá því er alveg rosalega sjaldgæft. Það eru margir sem detta í það fyrsta árið eftir meðferð. Það sem skiptir máli er að horfa fram á veginn, halda áfram að vinna í sér og þá verður allt í lagi. Það er von fyrir alla.Þurfa enga hörkuÞið eruð að tala um meiri mýkt í nálgun á fíknivanda?Vagna: Mér finnst við þurfa að mæta þeim með meiri skilning og kærleik. Þetta eru mikið til veikir einstaklingar, jafnvel búnir að brjóta allar brýr að baki sér og sjá enga leið út. Harka er að mínu mati andstæðan við það hvað fólk vantar á þessum tíma í lífi sínu.Gunný: Það sem er svo mikilvægt líka er að fólk getur verið að nota efni til að deyfa erfiðar tilfinningar. Þær geta verið kvíði, eða afleiðingar ofbeldis, eða einhver áföll sem fólk verður fyrir. Svo þurfum við að fara varlega með þetta hugtak, fíkn. Því þetta er aðeins að breytast. Við viljum skoða fíknihegðun í stærra samhengi, án þess að setja merkimiða á fólk og mér finnst oft svo mikil áhersla á hugbreytandi efni en ekki bara fíknihegðun í samskiptum, í tengslum við vinnu, við að spila fjárhættuspil, eða hvað sem er. Þar sem þú ert úr tengslum við sjálfan þig og þar af leiðandi úr tengslum við aðra. Það hefur alltaf einhverjar slæmar afleiðingar fyrir þig. Svo er heldur ekki hægt að tala bara um fíkn og einangra hana frá meðvirknishugtakinu, af því að meðvirkni og fíkn haldast í hendur. Flestir sem eru með fíknihegðun eru líka að díla við meðvirknishegðun. Það er líka hugtak sem við erum alltaf að henda á allt og alla, að allir séu meðvirkir. Það er bara ekki rétt. Fólk er til dæmis alltaf að rugla saman góðmennsku og meðvirkni.Vagna: Fólk deyr úr meðvirkni. Hún er hættuleg og heilsuspillandi.Að nota og að misnotaEr eina leiðin fyrir fólk með fíknihegðun að fara í algjört bindindi?Vagna: Nei. En þú ferð ekki auðveldlega frá því að hafa notað áfengi illa yfir í að drekka „eðlilega“. Örugglega hefur einhver gert það, en þetta er svo misjafnt. Þú getur notað áfengi við ákveðnar aðstæður, kannski þrisvar á ári, eða notað áfengi í ákveðinn tíma til að sefa eitthvað. Það er þetta róf frá því að vera að drekka „eðlilega“ í að verða alkóhólisti. Það þarf að greina vandann og velja úrræði fyrir hvern og einn.Gunný: Við verðum að mæta fólki eins og það er. Það er ábyggilega fullt af fólki sem er að koma í meðferðir, aftur og aftur, sem eru allar líkur á að verði ekki edrú en meðferðaraðilar á Íslandi eru samt að sinna þeim. Við verðum sem samfélag að gera það. Og það er held ég ekkert hægt að gera þá kröfu að allir geti orðið edrú að eilífu.Vagna: Við gerum líka greinarmun á því að nota og misnota, að nota til sefa sig. Fólk á alveg tímabil í sínu lífi þar sem það drekkur of mikið. Ég gerði það sjálf frá unglingsaldri og fram að tvítugu. En ég fór aldrei yfir þessa línu að þurfa að drekka til að komast af. En svo er kannski annað fólk sem gerir það. Það gerist eitthvað, kannski er það genetískt, kannski kom eitthvað fyrir. Hvað sem því líður, þá gerir það það að verkum að viðkomandi getur ekki snúið til baka.Gunný: Ég veit ekki um neinn sem hefur farið yfir þessa línu á einhverjum tíma, og farið svo aftur í að drekka einu sinni í mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira