Sigur að segja frá Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 24. nóvember 2018 00:01 Árið hjá Sigrúnu hefur einkennst af átökum en líka persónulegum sigri. Fréttablaðið/Ernir Það var stór persónulegur sigur að fá viðurkenningu á reynslu minni af ofbeldi og að á mig var hlustað,“ segir Sigrún Sif Jóelsdóttir. Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi er á sunnudag og Sigrún leiðir gönguna í ár. Hún var ein þeirra kvenna sem sögðu sögu sína í herferð UN Women gegn ofbeldi. „Þátttaka mín í herferð UN Women gegn kynbundnu ofbeldi sneri mínum mesta ósigri og niðurlægingu í lífinu upp í sigur. Það voru 240 þúsund manns og tólf menn sem hlustuðu á sögurnar og á söguna mína. Sagan mín endurspeglar raunveruleika svo margra kvenna,“ segir Sigrún. „Frá mínu sjónarhorni er það samstaða kvenna í baráttunni fyrir mannréttindum konunnar. Hún er eins og ölduveggur sem risið hefur hærra með hverri frásagnarbylgjunni og við mótlætið sem fylgir valdeflingu kvenna og hins kvenlæga. Þessi alda mun halda áfram að rísa og mun ekki brotna fyrr en hún flæðir yfir og við getum öll staðið á jafnsléttu. Ég er þá meðal annars að tala um frásagnir kvenna hér heima og um allan heim af því ofbeldi, áreitni og niðurlægingu sem konur og stúlkur þurfa að þola bara vegna þess að þær eru konur,“ segir hún. „Hér heima hef ég fylgst með því allt árið hvernig systur mínar í hóp Aktívista gegn nauðgunarmenningu hafa staðið saman gegn öllu ofbeldi á konum og krafist breytinga. Sama hvað hefur gengið á og það hefur nú ekki verið lítið og málin svo sorglega mörg. Við erum til staðar hver fyrir aðra hvort sem kona er að ganga í gegnum kæruferli, ofsóknir, fjölskyldan afneitar henni eða hugmyndafræðilega absúrd reiðir karlar eru að reyna að þagga niður í henni með ranghugmyndum sínum.“Hvert er meginstefið í hugvekjunni þinni? „Meginstefið í hugvekjunni er ofbeldi á konum og börnum og hvernig hið opinbera áfellist mæður sem greina frá heimilisofbeldi eða kynferðisofbeldi á börnum og sakar þær um að beita börnin og karla ranglæti með því að segja frá ofbeldinu. Hvaða afleiðingar það hefur fyrir þessar konur og börn. Mig langar að fólk velti því fyrir sér hvaða áhrif það hefur á okkar samfélag og hvaða áhrif það myndi hafa á samfélagið ef mæður færu bara eftir þessum ofbeldisúrskurðum. Mig langar að fólk setji sig í spor þeirra mæðra og barna sem yfirvöld vilja þvinga inn í skaðlegar og jafnvel lífshættulegar aðstæður,“ segir Sigrún Sif og segir að í heimilisofbeldismálum þar sem faðir hefur beitt ofbeldi verði setning barnalaga um rétt barns til umgengni við báða foreldra að hættulegu valdatæki gegn þolendum. „Heimilisofbeldismál eru ekki deilumál. Það er ekki vænlegt til úrlausnar á ofbeldi að skilgreina það sem deilu. Einfeldningsleg afstaða þess yfirvalds sem grípur inn í líf fólks sem býr við ofbeldi tekur málstað gerandans þegar réttur hans til að beita ofbeldi er staðfestur,“ segir Sigrún Sif. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Það var stór persónulegur sigur að fá viðurkenningu á reynslu minni af ofbeldi og að á mig var hlustað,“ segir Sigrún Sif Jóelsdóttir. Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi er á sunnudag og Sigrún leiðir gönguna í ár. Hún var ein þeirra kvenna sem sögðu sögu sína í herferð UN Women gegn ofbeldi. „Þátttaka mín í herferð UN Women gegn kynbundnu ofbeldi sneri mínum mesta ósigri og niðurlægingu í lífinu upp í sigur. Það voru 240 þúsund manns og tólf menn sem hlustuðu á sögurnar og á söguna mína. Sagan mín endurspeglar raunveruleika svo margra kvenna,“ segir Sigrún. „Frá mínu sjónarhorni er það samstaða kvenna í baráttunni fyrir mannréttindum konunnar. Hún er eins og ölduveggur sem risið hefur hærra með hverri frásagnarbylgjunni og við mótlætið sem fylgir valdeflingu kvenna og hins kvenlæga. Þessi alda mun halda áfram að rísa og mun ekki brotna fyrr en hún flæðir yfir og við getum öll staðið á jafnsléttu. Ég er þá meðal annars að tala um frásagnir kvenna hér heima og um allan heim af því ofbeldi, áreitni og niðurlægingu sem konur og stúlkur þurfa að þola bara vegna þess að þær eru konur,“ segir hún. „Hér heima hef ég fylgst með því allt árið hvernig systur mínar í hóp Aktívista gegn nauðgunarmenningu hafa staðið saman gegn öllu ofbeldi á konum og krafist breytinga. Sama hvað hefur gengið á og það hefur nú ekki verið lítið og málin svo sorglega mörg. Við erum til staðar hver fyrir aðra hvort sem kona er að ganga í gegnum kæruferli, ofsóknir, fjölskyldan afneitar henni eða hugmyndafræðilega absúrd reiðir karlar eru að reyna að þagga niður í henni með ranghugmyndum sínum.“Hvert er meginstefið í hugvekjunni þinni? „Meginstefið í hugvekjunni er ofbeldi á konum og börnum og hvernig hið opinbera áfellist mæður sem greina frá heimilisofbeldi eða kynferðisofbeldi á börnum og sakar þær um að beita börnin og karla ranglæti með því að segja frá ofbeldinu. Hvaða afleiðingar það hefur fyrir þessar konur og börn. Mig langar að fólk velti því fyrir sér hvaða áhrif það hefur á okkar samfélag og hvaða áhrif það myndi hafa á samfélagið ef mæður færu bara eftir þessum ofbeldisúrskurðum. Mig langar að fólk setji sig í spor þeirra mæðra og barna sem yfirvöld vilja þvinga inn í skaðlegar og jafnvel lífshættulegar aðstæður,“ segir Sigrún Sif og segir að í heimilisofbeldismálum þar sem faðir hefur beitt ofbeldi verði setning barnalaga um rétt barns til umgengni við báða foreldra að hættulegu valdatæki gegn þolendum. „Heimilisofbeldismál eru ekki deilumál. Það er ekki vænlegt til úrlausnar á ofbeldi að skilgreina það sem deilu. Einfeldningsleg afstaða þess yfirvalds sem grípur inn í líf fólks sem býr við ofbeldi tekur málstað gerandans þegar réttur hans til að beita ofbeldi er staðfestur,“ segir Sigrún Sif.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira