Sigur að segja frá Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 24. nóvember 2018 00:01 Árið hjá Sigrúnu hefur einkennst af átökum en líka persónulegum sigri. Fréttablaðið/Ernir Það var stór persónulegur sigur að fá viðurkenningu á reynslu minni af ofbeldi og að á mig var hlustað,“ segir Sigrún Sif Jóelsdóttir. Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi er á sunnudag og Sigrún leiðir gönguna í ár. Hún var ein þeirra kvenna sem sögðu sögu sína í herferð UN Women gegn ofbeldi. „Þátttaka mín í herferð UN Women gegn kynbundnu ofbeldi sneri mínum mesta ósigri og niðurlægingu í lífinu upp í sigur. Það voru 240 þúsund manns og tólf menn sem hlustuðu á sögurnar og á söguna mína. Sagan mín endurspeglar raunveruleika svo margra kvenna,“ segir Sigrún. „Frá mínu sjónarhorni er það samstaða kvenna í baráttunni fyrir mannréttindum konunnar. Hún er eins og ölduveggur sem risið hefur hærra með hverri frásagnarbylgjunni og við mótlætið sem fylgir valdeflingu kvenna og hins kvenlæga. Þessi alda mun halda áfram að rísa og mun ekki brotna fyrr en hún flæðir yfir og við getum öll staðið á jafnsléttu. Ég er þá meðal annars að tala um frásagnir kvenna hér heima og um allan heim af því ofbeldi, áreitni og niðurlægingu sem konur og stúlkur þurfa að þola bara vegna þess að þær eru konur,“ segir hún. „Hér heima hef ég fylgst með því allt árið hvernig systur mínar í hóp Aktívista gegn nauðgunarmenningu hafa staðið saman gegn öllu ofbeldi á konum og krafist breytinga. Sama hvað hefur gengið á og það hefur nú ekki verið lítið og málin svo sorglega mörg. Við erum til staðar hver fyrir aðra hvort sem kona er að ganga í gegnum kæruferli, ofsóknir, fjölskyldan afneitar henni eða hugmyndafræðilega absúrd reiðir karlar eru að reyna að þagga niður í henni með ranghugmyndum sínum.“Hvert er meginstefið í hugvekjunni þinni? „Meginstefið í hugvekjunni er ofbeldi á konum og börnum og hvernig hið opinbera áfellist mæður sem greina frá heimilisofbeldi eða kynferðisofbeldi á börnum og sakar þær um að beita börnin og karla ranglæti með því að segja frá ofbeldinu. Hvaða afleiðingar það hefur fyrir þessar konur og börn. Mig langar að fólk velti því fyrir sér hvaða áhrif það hefur á okkar samfélag og hvaða áhrif það myndi hafa á samfélagið ef mæður færu bara eftir þessum ofbeldisúrskurðum. Mig langar að fólk setji sig í spor þeirra mæðra og barna sem yfirvöld vilja þvinga inn í skaðlegar og jafnvel lífshættulegar aðstæður,“ segir Sigrún Sif og segir að í heimilisofbeldismálum þar sem faðir hefur beitt ofbeldi verði setning barnalaga um rétt barns til umgengni við báða foreldra að hættulegu valdatæki gegn þolendum. „Heimilisofbeldismál eru ekki deilumál. Það er ekki vænlegt til úrlausnar á ofbeldi að skilgreina það sem deilu. Einfeldningsleg afstaða þess yfirvalds sem grípur inn í líf fólks sem býr við ofbeldi tekur málstað gerandans þegar réttur hans til að beita ofbeldi er staðfestur,“ segir Sigrún Sif. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Það var stór persónulegur sigur að fá viðurkenningu á reynslu minni af ofbeldi og að á mig var hlustað,“ segir Sigrún Sif Jóelsdóttir. Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi er á sunnudag og Sigrún leiðir gönguna í ár. Hún var ein þeirra kvenna sem sögðu sögu sína í herferð UN Women gegn ofbeldi. „Þátttaka mín í herferð UN Women gegn kynbundnu ofbeldi sneri mínum mesta ósigri og niðurlægingu í lífinu upp í sigur. Það voru 240 þúsund manns og tólf menn sem hlustuðu á sögurnar og á söguna mína. Sagan mín endurspeglar raunveruleika svo margra kvenna,“ segir Sigrún. „Frá mínu sjónarhorni er það samstaða kvenna í baráttunni fyrir mannréttindum konunnar. Hún er eins og ölduveggur sem risið hefur hærra með hverri frásagnarbylgjunni og við mótlætið sem fylgir valdeflingu kvenna og hins kvenlæga. Þessi alda mun halda áfram að rísa og mun ekki brotna fyrr en hún flæðir yfir og við getum öll staðið á jafnsléttu. Ég er þá meðal annars að tala um frásagnir kvenna hér heima og um allan heim af því ofbeldi, áreitni og niðurlægingu sem konur og stúlkur þurfa að þola bara vegna þess að þær eru konur,“ segir hún. „Hér heima hef ég fylgst með því allt árið hvernig systur mínar í hóp Aktívista gegn nauðgunarmenningu hafa staðið saman gegn öllu ofbeldi á konum og krafist breytinga. Sama hvað hefur gengið á og það hefur nú ekki verið lítið og málin svo sorglega mörg. Við erum til staðar hver fyrir aðra hvort sem kona er að ganga í gegnum kæruferli, ofsóknir, fjölskyldan afneitar henni eða hugmyndafræðilega absúrd reiðir karlar eru að reyna að þagga niður í henni með ranghugmyndum sínum.“Hvert er meginstefið í hugvekjunni þinni? „Meginstefið í hugvekjunni er ofbeldi á konum og börnum og hvernig hið opinbera áfellist mæður sem greina frá heimilisofbeldi eða kynferðisofbeldi á börnum og sakar þær um að beita börnin og karla ranglæti með því að segja frá ofbeldinu. Hvaða afleiðingar það hefur fyrir þessar konur og börn. Mig langar að fólk velti því fyrir sér hvaða áhrif það hefur á okkar samfélag og hvaða áhrif það myndi hafa á samfélagið ef mæður færu bara eftir þessum ofbeldisúrskurðum. Mig langar að fólk setji sig í spor þeirra mæðra og barna sem yfirvöld vilja þvinga inn í skaðlegar og jafnvel lífshættulegar aðstæður,“ segir Sigrún Sif og segir að í heimilisofbeldismálum þar sem faðir hefur beitt ofbeldi verði setning barnalaga um rétt barns til umgengni við báða foreldra að hættulegu valdatæki gegn þolendum. „Heimilisofbeldismál eru ekki deilumál. Það er ekki vænlegt til úrlausnar á ofbeldi að skilgreina það sem deilu. Einfeldningsleg afstaða þess yfirvalds sem grípur inn í líf fólks sem býr við ofbeldi tekur málstað gerandans þegar réttur hans til að beita ofbeldi er staðfestur,“ segir Sigrún Sif.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira