Besta núvitundin Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Ég rannsakaði skrif um núvitund í nótt, eftir að ég hafði hengt upp Georg Jensen jólaóróana, gúglað skápa í fataherbergið sem er í vinnslu og í leiðinni rekist á spennandi uppskrift að indversku linsu dahl (og þurfti þá að raða í kryddhilluna í leit að túrmerik). Ég sat við tölvuna og var reyndar að byrja á pistli. Skilafresturinn að nálgast en það er lögmál allra skilafresta að þeir framkalla keppniskraft við að teikna plön, flokka og ekki síst við vandaðar rannsóknir á netinu. Nýfundinn tölvupóstur (við tiltekt í pósthólfinu) leiddi til bakgrunnsrannsókna á höfundi póstsins. Á Facebook sá ég að hún borðaði humar í eplarjómasósu í forrétt á aðfangadag 2015. Kannski væri lag að prófa eplarjómasósu? Og af hverju er ristað brauð alltaf skorið í þríhyrning á jólunum? Það gat borgað sig fyrir skrifin að horfa aftur á viðtalið við Heimi Hallgríms hjá Loga. Heimir leggst nefnilega í bað þegar hann er að skipuleggja sig, alveg eins og ég. Ég bjó til nýjan lagalista, skrifin flæða örugglega við Let the River Run og dálítið passandi að kona pikkföst í núvitund noti lag úr Working Girl. Á YouTube rakst ég reyndar líka á uppáhaldssketsana með Monty Python. Hellti upp á Kosta Ríka kaffi sem tendrar fólk til að gera betur í lífinu. Er plastbann leiðin til að gera betur í lífinu? hugsaði ég þá og las mér til um hvort plastið sé raunverulega eitt og sér að eyða heiminum. Netrannsóknir segja að hamingja sé núvitund. Að þessu leyti lifi ég sterkt í núinu, ég geri það sem ég þarf að gera þegar þess þarf. Sterkasta núvitundin er svo þegar skilafresturinn skríður um æðarnar. Og tölvupósturinn sendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun
Ég rannsakaði skrif um núvitund í nótt, eftir að ég hafði hengt upp Georg Jensen jólaóróana, gúglað skápa í fataherbergið sem er í vinnslu og í leiðinni rekist á spennandi uppskrift að indversku linsu dahl (og þurfti þá að raða í kryddhilluna í leit að túrmerik). Ég sat við tölvuna og var reyndar að byrja á pistli. Skilafresturinn að nálgast en það er lögmál allra skilafresta að þeir framkalla keppniskraft við að teikna plön, flokka og ekki síst við vandaðar rannsóknir á netinu. Nýfundinn tölvupóstur (við tiltekt í pósthólfinu) leiddi til bakgrunnsrannsókna á höfundi póstsins. Á Facebook sá ég að hún borðaði humar í eplarjómasósu í forrétt á aðfangadag 2015. Kannski væri lag að prófa eplarjómasósu? Og af hverju er ristað brauð alltaf skorið í þríhyrning á jólunum? Það gat borgað sig fyrir skrifin að horfa aftur á viðtalið við Heimi Hallgríms hjá Loga. Heimir leggst nefnilega í bað þegar hann er að skipuleggja sig, alveg eins og ég. Ég bjó til nýjan lagalista, skrifin flæða örugglega við Let the River Run og dálítið passandi að kona pikkföst í núvitund noti lag úr Working Girl. Á YouTube rakst ég reyndar líka á uppáhaldssketsana með Monty Python. Hellti upp á Kosta Ríka kaffi sem tendrar fólk til að gera betur í lífinu. Er plastbann leiðin til að gera betur í lífinu? hugsaði ég þá og las mér til um hvort plastið sé raunverulega eitt og sér að eyða heiminum. Netrannsóknir segja að hamingja sé núvitund. Að þessu leyti lifi ég sterkt í núinu, ég geri það sem ég þarf að gera þegar þess þarf. Sterkasta núvitundin er svo þegar skilafresturinn skríður um æðarnar. Og tölvupósturinn sendur.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun