Patrekur um Hauk: Margt búið að gerast í lífi hans á einu ári Arnar Helgi Magnússon skrifar 21. nóvember 2018 21:40 Patrekur var ánægður í kvöld eftir mikilvæg tvö stig. vísir/ernir „Ég er bara ánægður með þennan sigur. Við spilum vörnina vel og það voru í raun bara smáatriði sem að við hefðum getað gert betur,” sagði Patrekur eftir sigur Selfoss gegn Fram í Olís-deildinni í kvöld. „Markvarslan var fín í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn frábær. Við vorum klaufar í hraðaupphlaupunum og vorum svolítið að flýta okkur. Orkan og útgeislunin í liðinu var alveg til fyrirmyndar. Fólkið í stúkunni var frábært og þetta var bara flottur heimasigur á móti góðu liði” Selfyssingar höfðu fyrir leikinn ekki unnið síðustu þrjá leiki sína en Patrekur var hvergi farinn að örvænta. „Nei nei, ekkert þungu fargi létt. Það þýðir ekkert að fara á taugum, það koma tapleikir. Það er auðvitað markmiðið í hvaða leik sem maður fer í að vinna.” „Ég er bara ánægður, við erum komnir með fjórtán stig á þessum tímapunkti og sýndum bara virkilega góðan leik. Það var til fyrirmyndar hvernig leikmenn lögðu sig fram.“ Haukur Þrastarson var sem fyrr frábær í liði Selfoss í kvöld en hann skoraði sex mörk, var með tólf stoðsendingar og sex löglegar stöðvanir. „Já hann var frábær, það er bara mjög ánægjulegt. Það er búið að vera mikið álag á þessum unga manni og mikið búið að gerast í hans lífi á einu ári.” Meiðsli hafa verið að hrjá Elvar Örn upp á síðkastið og spilaði hann takmarkað með í dag. Patrekur segir hann þó klárann gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn. „Þetta eru einhverjar bólgur undir táberginu og hann harkaði af sér í Póllandi. Hann er glíma við þetta og er því ekki 100%. Ég held að þetta sé ekki alvarlegt og hann verður með á laugardaginn.“ Selfyssingar leika síðari leikinn gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn í Hleðsluhöllinni en leikurinn úti í Póllandi tapaðist með sjö mörkum. Hvað þarf Patrekur og hans lærisveinar að gera á laugardaginn til þess að vinna upp þetta forskot? „Það er mjög mikilvægt að við náum þessari líkamstjáningu og að við kveikjum í húsinu, það er lykilatriði. Við þurfum að vera grimmir fram á við á móti svona liðum. Það þýðir ekkert að spila sex á sex á móti svona liðum og vera ekki með hraðaupphlaup. Þeir keyrðu svolítið á okkur í fyrri leiknum en við þurfum bara að snúa því við” „Það þarf margt að ganga upp og við þurfum að spila okkar allra, allra besta leik. Það er allt hægt í þessu” Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Fram 28-23 | Selfoss kláraði Fram Selfoss er komið upp að hlið Hauka á toppnum en Fram er að berjast á botniunm. 21. nóvember 2018 22:00 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
„Ég er bara ánægður með þennan sigur. Við spilum vörnina vel og það voru í raun bara smáatriði sem að við hefðum getað gert betur,” sagði Patrekur eftir sigur Selfoss gegn Fram í Olís-deildinni í kvöld. „Markvarslan var fín í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn frábær. Við vorum klaufar í hraðaupphlaupunum og vorum svolítið að flýta okkur. Orkan og útgeislunin í liðinu var alveg til fyrirmyndar. Fólkið í stúkunni var frábært og þetta var bara flottur heimasigur á móti góðu liði” Selfyssingar höfðu fyrir leikinn ekki unnið síðustu þrjá leiki sína en Patrekur var hvergi farinn að örvænta. „Nei nei, ekkert þungu fargi létt. Það þýðir ekkert að fara á taugum, það koma tapleikir. Það er auðvitað markmiðið í hvaða leik sem maður fer í að vinna.” „Ég er bara ánægður, við erum komnir með fjórtán stig á þessum tímapunkti og sýndum bara virkilega góðan leik. Það var til fyrirmyndar hvernig leikmenn lögðu sig fram.“ Haukur Þrastarson var sem fyrr frábær í liði Selfoss í kvöld en hann skoraði sex mörk, var með tólf stoðsendingar og sex löglegar stöðvanir. „Já hann var frábær, það er bara mjög ánægjulegt. Það er búið að vera mikið álag á þessum unga manni og mikið búið að gerast í hans lífi á einu ári.” Meiðsli hafa verið að hrjá Elvar Örn upp á síðkastið og spilaði hann takmarkað með í dag. Patrekur segir hann þó klárann gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn. „Þetta eru einhverjar bólgur undir táberginu og hann harkaði af sér í Póllandi. Hann er glíma við þetta og er því ekki 100%. Ég held að þetta sé ekki alvarlegt og hann verður með á laugardaginn.“ Selfyssingar leika síðari leikinn gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn í Hleðsluhöllinni en leikurinn úti í Póllandi tapaðist með sjö mörkum. Hvað þarf Patrekur og hans lærisveinar að gera á laugardaginn til þess að vinna upp þetta forskot? „Það er mjög mikilvægt að við náum þessari líkamstjáningu og að við kveikjum í húsinu, það er lykilatriði. Við þurfum að vera grimmir fram á við á móti svona liðum. Það þýðir ekkert að spila sex á sex á móti svona liðum og vera ekki með hraðaupphlaup. Þeir keyrðu svolítið á okkur í fyrri leiknum en við þurfum bara að snúa því við” „Það þarf margt að ganga upp og við þurfum að spila okkar allra, allra besta leik. Það er allt hægt í þessu”
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Fram 28-23 | Selfoss kláraði Fram Selfoss er komið upp að hlið Hauka á toppnum en Fram er að berjast á botniunm. 21. nóvember 2018 22:00 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Fram 28-23 | Selfoss kláraði Fram Selfoss er komið upp að hlið Hauka á toppnum en Fram er að berjast á botniunm. 21. nóvember 2018 22:00