Að pönkast á álplötu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 20. nóvember 2018 07:00 Árið 2015 gerðust þau óvæntu tíðindi að Manuela Carmena var kosin borgarstýra í Madríd. Hún þótti ekki beint borgarstýruleg þegar hún hélt til vinnu í neðanjarðarlest þar sem hún las bók eftir Jón Gnarr. Síðan hún komst til valda hafa menn og konur úr Lýðflokknum leitað logandi ljósi að einhverri óhæfu úr lífsleið hennar sem nota mætti til að þyrla upp gjörningaveðri. Ekki hefur þeim orðið kápan úr klæðinu nema hvað að sumir urðu alveg æfir yfir því að hún væri hætt að taka neðanjarðarlestina. Reyndar hefur ekki gengið vel að núa einhverri óhæfu um nasir nýju stjórnmálamannanna sem vilja skera upp herör gegn spillingunni. En hvað hafa þeir verið að aðhafast sem velta við hverjum steini til að finna einhver ósköp úr ævi Carmenu og félaga? Jú, þeir höfðu Madríd á sínu valdi og seldu þá félagsíbúðir á slikk sem hrægammasjóðir hafa nú margfaldað í verði, þeir seldu vopn til Sádi-Arabíu, hringdu í dómara til að fá hann til að finna skít á mótherja sína og það væri síðan of langt mál að fara yfir alla þá spillingu sem þeir voru að dunda sér við og hefur nú kostað ófáa frelsið. Carmena hefði örugglega gaman af sögunni um það hvað sumir eru ákafir í að finna for í fari Jóns Gnarr. Meira að segja svo að þeir pönkuðust yfir álplötu líkt og Panamasjóður væri. En kannski er þetta engin gamansaga heldur áminning um það að sú iðja að rýna í allar mögulegar reglur í þeirri von að einhver rekist þar illilega á getur verið óheilsusamleg. Og það að kannski er ekki til meira flekkleysi en einmitt það að velta sér ekki upp úr forinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Árið 2015 gerðust þau óvæntu tíðindi að Manuela Carmena var kosin borgarstýra í Madríd. Hún þótti ekki beint borgarstýruleg þegar hún hélt til vinnu í neðanjarðarlest þar sem hún las bók eftir Jón Gnarr. Síðan hún komst til valda hafa menn og konur úr Lýðflokknum leitað logandi ljósi að einhverri óhæfu úr lífsleið hennar sem nota mætti til að þyrla upp gjörningaveðri. Ekki hefur þeim orðið kápan úr klæðinu nema hvað að sumir urðu alveg æfir yfir því að hún væri hætt að taka neðanjarðarlestina. Reyndar hefur ekki gengið vel að núa einhverri óhæfu um nasir nýju stjórnmálamannanna sem vilja skera upp herör gegn spillingunni. En hvað hafa þeir verið að aðhafast sem velta við hverjum steini til að finna einhver ósköp úr ævi Carmenu og félaga? Jú, þeir höfðu Madríd á sínu valdi og seldu þá félagsíbúðir á slikk sem hrægammasjóðir hafa nú margfaldað í verði, þeir seldu vopn til Sádi-Arabíu, hringdu í dómara til að fá hann til að finna skít á mótherja sína og það væri síðan of langt mál að fara yfir alla þá spillingu sem þeir voru að dunda sér við og hefur nú kostað ófáa frelsið. Carmena hefði örugglega gaman af sögunni um það hvað sumir eru ákafir í að finna for í fari Jóns Gnarr. Meira að segja svo að þeir pönkuðust yfir álplötu líkt og Panamasjóður væri. En kannski er þetta engin gamansaga heldur áminning um það að sú iðja að rýna í allar mögulegar reglur í þeirri von að einhver rekist þar illilega á getur verið óheilsusamleg. Og það að kannski er ekki til meira flekkleysi en einmitt það að velta sér ekki upp úr forinni.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun