Skúli fundaði með samgönguráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 30. nóvember 2018 15:34 Sigurður Ingi og Skúli funduðu í dag um stöðu WOW air. vísir Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru aðrir ekki á fundinum en Skúli og Sigurður. Var þar farið yfir stöðu mála varðandi flugfélagið en í gærmorgun var tilkynnt að ekkert yrði af kaupum Icelandair á WOW. Í gærkvöldi var síðan tilkynnt um samkomulag á milli WOW air og bandaríska eignastýringafélagsins Indigo Partners um að síðarnefnda félagið fjárfesti í því fyrrnefnda. Á að ljúka við gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Í dag var svo tilkynnt um að fimmtán starfsmönnum WOW hefði verið sagt upp.Fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta ráðherra „Það er fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta samgönguráðherra og upplýsa hann um stöðuna,“ segir Skúli en vill að öðru leyti ekki tjá sig um efni fundarins. Þá hefur hann ekki viljað ræða efni samkomulags WOW air og Indigo Partners og hefur borið fyrir sig trúnað gagnvart Indigo. „Partur af samkomulagi mínu við Indigo er að ég mun ekki tjá mig að svo stöddu,“ segir hann. „Við vorum að fara yfir stöðuna sem hefur verið síbreytileg á liðnum vikum. Við vorum að ræða þetta samkomulag milli Wow air og Indigo Partners. Tilgangur fundarins var að taka stöðuna og skiptast á upplýsingum. Það er eðlilegt að forstjóri Wow air hitti ráðherra samgöngumála og upplýsi hann um mikilvæg mál,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Núna eru flugrekstrarleyfi bundin ákveðnum fjárhagslegum skilyrðum. Var eitthvað rætt um þau mál á þessum fundi? „Eftirlit með flugrekstrarleyfum er í höndum Samgöngustofu sem fer sjálfstætt með þær heimildir. Við vorum ekki að ræða nein mál tengd flugrekstrarleyfum. Aðeins liðna atburði og hvaða væntingar menn hafa til næstu daga og vikna,“ segir Sigurður Ingi.Þorbjörn Þórðarson hitti Skúla fyrir utan samgönguráðuneytið að fundi loknum. Skúli vildi ekkert ræða um efni fundarins. Hann vildi heldur ekki ræða samkomulagið við Indigo Partners. Síðustu daga hefur fréttastofan ítrekað óskað eftir viðtali við Skúla án árangurs. Myndbandið hér fyrir neðan er án hljóðs. Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. 30. nóvember 2018 11:51 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru aðrir ekki á fundinum en Skúli og Sigurður. Var þar farið yfir stöðu mála varðandi flugfélagið en í gærmorgun var tilkynnt að ekkert yrði af kaupum Icelandair á WOW. Í gærkvöldi var síðan tilkynnt um samkomulag á milli WOW air og bandaríska eignastýringafélagsins Indigo Partners um að síðarnefnda félagið fjárfesti í því fyrrnefnda. Á að ljúka við gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Í dag var svo tilkynnt um að fimmtán starfsmönnum WOW hefði verið sagt upp.Fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta ráðherra „Það er fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta samgönguráðherra og upplýsa hann um stöðuna,“ segir Skúli en vill að öðru leyti ekki tjá sig um efni fundarins. Þá hefur hann ekki viljað ræða efni samkomulags WOW air og Indigo Partners og hefur borið fyrir sig trúnað gagnvart Indigo. „Partur af samkomulagi mínu við Indigo er að ég mun ekki tjá mig að svo stöddu,“ segir hann. „Við vorum að fara yfir stöðuna sem hefur verið síbreytileg á liðnum vikum. Við vorum að ræða þetta samkomulag milli Wow air og Indigo Partners. Tilgangur fundarins var að taka stöðuna og skiptast á upplýsingum. Það er eðlilegt að forstjóri Wow air hitti ráðherra samgöngumála og upplýsi hann um mikilvæg mál,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Núna eru flugrekstrarleyfi bundin ákveðnum fjárhagslegum skilyrðum. Var eitthvað rætt um þau mál á þessum fundi? „Eftirlit með flugrekstrarleyfum er í höndum Samgöngustofu sem fer sjálfstætt með þær heimildir. Við vorum ekki að ræða nein mál tengd flugrekstrarleyfum. Aðeins liðna atburði og hvaða væntingar menn hafa til næstu daga og vikna,“ segir Sigurður Ingi.Þorbjörn Þórðarson hitti Skúla fyrir utan samgönguráðuneytið að fundi loknum. Skúli vildi ekkert ræða um efni fundarins. Hann vildi heldur ekki ræða samkomulagið við Indigo Partners. Síðustu daga hefur fréttastofan ítrekað óskað eftir viðtali við Skúla án árangurs. Myndbandið hér fyrir neðan er án hljóðs.
Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. 30. nóvember 2018 11:51 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00
WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30
Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. 30. nóvember 2018 11:51