Bandaríski stórleikarinn Robert de Niro brá sér í hlutverk Robert Mueller, sérstaks rannsakanda á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og mögulegum tengslum við forsetaframboð Trump. Rannsókn Mueller hefur verið sem þyrnir í augum Trump frá því að hún hófst.
Í atriðinu má sjá að Eric er hræddur við að „vondi kallinn“ leynist í skáp í svefnherbergi hans en Donald jr. segir honum að skápurinn sé tómur. Í skápnum leynist þó de Niro, í gervi Mueller, og ræðir hann einslega við Eric eftir það.
Atriðið má sjá í heild sinni hér að neðan.