Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2018 10:30 Kendrick Lamar hefur þrisvar verið tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir bestu plötuna en aldrei hreppt verðlaunin eftirsóttu. Kevin Winter/Getty Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. Hann er meðal annars tilnefndur í flokki bestu plötunnar, bestu smáskífunnar og besta rappflutnings (e. rap performance). Næstur á eftir Lamar í fjölda tilnefninga er kanadíska stórstjarnan Drake, með sjö tilnefningar. Lamar er tilnefndur til verðlauna fyrir bestu plötu ársins fyrir plötuna Black Panther sem samin var fyrir samnefnda kvikmynd úr smiðju ofurhetjurisans Marvel. Myndin fjallar, eins og einhverjir lesendur gætu eflaust hafa áttað sig á, um ofurhetjuna Black Panther, eða Svarta pardusinn, sem leikinn er af Chadwick Boseman. Þetta er í fjórða sinn sem Lamar er tilnefndur í flokki bestu plötu ársins en hann hefur aldrei hreppt verðlaunin eftirsóttu. Hann þurfti á seinustu Grammy-verðlaunahátíð, í febrúar þess árs, að lúta í lægra haldi fyrir popparanum Bruno Mars en plata hans 24K Magic, hafði betur gegn plötu Lamar, DAMN.Rapparinn Drake átti afar gott ár og er tilnefndur í sjö flokkum.Prince Williams/GettyHlutur kvenna stærri en í fyrra Athygli vekur að talsvert fleiri konur eiga upp á pallborðið hjá Grammy-tilnefningarnefndinni heldur en í fyrra. Til að mynda eru fimm konur tilnefndar fyrir bestu plötuna á móti þremur körlum. Í fyrrra var hlutfallið nokkuð frábrugðið, eða ein kona á móti fjórum körlum. Þá eru þrjár konur tilnefndar í flokki bestu smáskífu en á síðasta ári hlaut engin kona náð í augum dómnefndarinnar í þeim flokki. Þá eru sex konur í hópi þeirra átta sem tilnefnd eru í flokki nýs listamanns. Vert að taka það fram að í stærstu Grammy-flokkunum hefur tilnefningum verið fjölgað um þrjár frá því á seinasta ári, úr fimm upp í átta.Söngkonurnar Cardi B og Dua Lipa eru meðal þeirra sem tilnefnd eru í þeim Grammy-flokkum sem þykja stærstir.Kevin Mazur/Tristar Media/Getty ImagesTilnefningar í stærstu flokkunum:Plata ársins:Invasion of Privacy – Cardi BBy the way, I forgive you – Brandi CarlileScorpion – DrakeBeerbongs and Bentleys – Post MaloneDirty Computer – Janelle MonáeGolden Hour – Kacey MusgravesBlack Panther – Kendrick LamarSmáskífa ársins:I like it – Cardi B, Bad Bunny & Jay BalwinThe Joke – Brandi CarlileThis is America – Childish GambinoGod‘s Plan – DrakeShallow – Lady Gaga & Bradley CooperAll the Stars – Kendrick Lamar & SZARockstar – Post MaloneThe Middle – Zedd, Maren Morris & GreyBesti nýi listamaður:Chloe X HalleLuke CombsGreta van FleetH.E.R. Dua LipaMargo PriceBebe RexhaJorja SmithGrammy-verðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 10. febrúar 2019. Listann yfir tilnefningar til verðlauna í heild sinni má sjá hér. Grammy Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. Hann er meðal annars tilnefndur í flokki bestu plötunnar, bestu smáskífunnar og besta rappflutnings (e. rap performance). Næstur á eftir Lamar í fjölda tilnefninga er kanadíska stórstjarnan Drake, með sjö tilnefningar. Lamar er tilnefndur til verðlauna fyrir bestu plötu ársins fyrir plötuna Black Panther sem samin var fyrir samnefnda kvikmynd úr smiðju ofurhetjurisans Marvel. Myndin fjallar, eins og einhverjir lesendur gætu eflaust hafa áttað sig á, um ofurhetjuna Black Panther, eða Svarta pardusinn, sem leikinn er af Chadwick Boseman. Þetta er í fjórða sinn sem Lamar er tilnefndur í flokki bestu plötu ársins en hann hefur aldrei hreppt verðlaunin eftirsóttu. Hann þurfti á seinustu Grammy-verðlaunahátíð, í febrúar þess árs, að lúta í lægra haldi fyrir popparanum Bruno Mars en plata hans 24K Magic, hafði betur gegn plötu Lamar, DAMN.Rapparinn Drake átti afar gott ár og er tilnefndur í sjö flokkum.Prince Williams/GettyHlutur kvenna stærri en í fyrra Athygli vekur að talsvert fleiri konur eiga upp á pallborðið hjá Grammy-tilnefningarnefndinni heldur en í fyrra. Til að mynda eru fimm konur tilnefndar fyrir bestu plötuna á móti þremur körlum. Í fyrrra var hlutfallið nokkuð frábrugðið, eða ein kona á móti fjórum körlum. Þá eru þrjár konur tilnefndar í flokki bestu smáskífu en á síðasta ári hlaut engin kona náð í augum dómnefndarinnar í þeim flokki. Þá eru sex konur í hópi þeirra átta sem tilnefnd eru í flokki nýs listamanns. Vert að taka það fram að í stærstu Grammy-flokkunum hefur tilnefningum verið fjölgað um þrjár frá því á seinasta ári, úr fimm upp í átta.Söngkonurnar Cardi B og Dua Lipa eru meðal þeirra sem tilnefnd eru í þeim Grammy-flokkum sem þykja stærstir.Kevin Mazur/Tristar Media/Getty ImagesTilnefningar í stærstu flokkunum:Plata ársins:Invasion of Privacy – Cardi BBy the way, I forgive you – Brandi CarlileScorpion – DrakeBeerbongs and Bentleys – Post MaloneDirty Computer – Janelle MonáeGolden Hour – Kacey MusgravesBlack Panther – Kendrick LamarSmáskífa ársins:I like it – Cardi B, Bad Bunny & Jay BalwinThe Joke – Brandi CarlileThis is America – Childish GambinoGod‘s Plan – DrakeShallow – Lady Gaga & Bradley CooperAll the Stars – Kendrick Lamar & SZARockstar – Post MaloneThe Middle – Zedd, Maren Morris & GreyBesti nýi listamaður:Chloe X HalleLuke CombsGreta van FleetH.E.R. Dua LipaMargo PriceBebe RexhaJorja SmithGrammy-verðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 10. febrúar 2019. Listann yfir tilnefningar til verðlauna í heild sinni má sjá hér.
Grammy Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira