„Ég er mjög svekktur því Gunni var einn af síðustu gaurunum mínum þar sem ég leit ágætlega út þó svo ég færi úr að ofan með honum. Við vorum báðir með „Dadbod“ og mér leið ekki skelfilega. Svo fær maður þetta í andlitið,“ segir Írinn kíminn.
„Í fullri alvöru þá er Gunnar einn hæfileikaríkasti bardagamaður sem ég hef séð en hann var ekkert alltaf of hrifinn af styrktarþjálfuninni. Nú hefur þetta allt smollið saman. Skrímsli hefur verið búið til á Íslandi og ég hlakka til að sjá nýju og endurbættu úgáfuna af Gunna.“
Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt.