Sjö barna móðir: „Þoli ekki reiði og forðast fólk sem er að skammast og rífast“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2018 14:30 Eygló er 68 ára og er sest í helgan stein en hún býr ein í Borganesi, eitthvað sem hún hefur ekki gert í mörg ár. Eygló Lind Egilsdóttir eignaðist frumburð sinn aðeins 19 ára og annað barn sitt tveimur árum síðar. Þá ákvað hún að barneignum væri lokið og seldi barnavagninn. Þriðja barnið mætti aftur á móti í heiminn fimm árum seinna og árið 1978 kom það fjórða og síðan það fimmta árið 1981. Eftir skilnað við barnföður sinn var Eygló endanlega sannfærð um að fleiri yrðu börnin ekki en þá kynntist hún öðrum manni. Eftir átta ára hlé á barneignum fæddist sjötta barnið við árið 1989 og 41 árs eignaðist hún sjöunda barnið árið 1991. Eygló skildi aftur og ól börnin sín sjö að mestu ein. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk að kynnast Eygló í þættinum Margra barna mæður á Stöð 2 í gærkvöldi. Eygló er 68 ára og er sest í helgan stein en hún býr ein í Borganesi, eitthvað sem hún hefur ekki gert í mörg ár. „Hún er mjög uppátækjasöm og það er alltaf rosalega stutt í grín og leik,“ segir Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir, dóttir Eyglóar, og bætir við: „Mér finnst dásamlegt að börnin mín fái að hafa hana sem ömmu. Við til dæmis erum að fara í nestisferð upp í Einkunnir, skógrækt hérna fyrir ofan, og sitjum þar inni í móa og allir að drekka kaffi. Þá er hún allt í einu búin að drösla einhverjum úlfabúningi með sér í töskunni og fer og felur sig. Kemur síðan allt í einu út og hræðir börnin.“ „Ég þarf að segja þér eitt sem margir hneykslast sennilega yfir. Ég hef aldrei verið að skamma krakkana mína,“ segir Eygló. „Auðvitað fengu þau reiðisköst en þá hunsaði ég þau bara og fór aldrei að rökræða við þau í einhverju kasti. Frekar spjalla ég bara við þau daginn eftir þegar kastið er liðið hjá. Ég þoli ekki reiði og forðast fólk sem er að skammast og rífast.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Margra barna mæður Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Eygló Lind Egilsdóttir eignaðist frumburð sinn aðeins 19 ára og annað barn sitt tveimur árum síðar. Þá ákvað hún að barneignum væri lokið og seldi barnavagninn. Þriðja barnið mætti aftur á móti í heiminn fimm árum seinna og árið 1978 kom það fjórða og síðan það fimmta árið 1981. Eftir skilnað við barnföður sinn var Eygló endanlega sannfærð um að fleiri yrðu börnin ekki en þá kynntist hún öðrum manni. Eftir átta ára hlé á barneignum fæddist sjötta barnið við árið 1989 og 41 árs eignaðist hún sjöunda barnið árið 1991. Eygló skildi aftur og ól börnin sín sjö að mestu ein. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk að kynnast Eygló í þættinum Margra barna mæður á Stöð 2 í gærkvöldi. Eygló er 68 ára og er sest í helgan stein en hún býr ein í Borganesi, eitthvað sem hún hefur ekki gert í mörg ár. „Hún er mjög uppátækjasöm og það er alltaf rosalega stutt í grín og leik,“ segir Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir, dóttir Eyglóar, og bætir við: „Mér finnst dásamlegt að börnin mín fái að hafa hana sem ömmu. Við til dæmis erum að fara í nestisferð upp í Einkunnir, skógrækt hérna fyrir ofan, og sitjum þar inni í móa og allir að drekka kaffi. Þá er hún allt í einu búin að drösla einhverjum úlfabúningi með sér í töskunni og fer og felur sig. Kemur síðan allt í einu út og hræðir börnin.“ „Ég þarf að segja þér eitt sem margir hneykslast sennilega yfir. Ég hef aldrei verið að skamma krakkana mína,“ segir Eygló. „Auðvitað fengu þau reiðisköst en þá hunsaði ég þau bara og fór aldrei að rökræða við þau í einhverju kasti. Frekar spjalla ég bara við þau daginn eftir þegar kastið er liðið hjá. Ég þoli ekki reiði og forðast fólk sem er að skammast og rífast.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.
Margra barna mæður Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira