Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er Gunnar kominn í ótrúlegt form og þeir sem standa honum nærri segja að hann hafi aldrei áður verið í eins góðu formi.
Gunnar hefur unnið markvisst með styrktarþjálfara í aðdraganda bardagans gegn Alex Oliveira um næstu helgi og það er heldur betur að bera árangur.
Þekktasti MMA-blaðamaður heims, Ariel Helwani, er einn fjölmargra sem hefur hrósað okkar manni fyrir formið sem hann er kominn í. Gunnar verður einmitt gestur í þætti Helwani á ESPN í dag og þar verður líklega komið inn á formið sem hann er í.
Wow. Nelson looks incredible. https://t.co/KBRsZDMFjA
— Ariel Helwani (@arielhelwani) December 1, 2018
https://t.co/xYNSeS3m8h
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) December 1, 2018