Ríkisstjórnin ætlar ekki að hlaupa undir bagga með WOW Air Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 2. desember 2018 12:45 Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Samgönguráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki hlaupa undir bagga með WOW vegna bágrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Þá sé afstaða ríkisstjórnarinnar jafnframt sú að fyrirtæki á markaði þurfi að bjarga sér sjálf. Formaður viðreisnar vonar að ríkistjórnin sé tilbúin með viðbragðsáætlun fyrir Suðurnes vegna hópuppsagna á Keflavíkurflugvelli, ef þörf verði á.Sjá einnig: Skúli fundaði með samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar voru gestir þáttarins Sprengisands í morgun og voru m.a. spurð út í stöðu WOW Air.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/Vilhelm„Þetta eru fyrirtæki á markaði“ Sigurður Ingi sagði aðspurður að ríkistjórnin hafi þegar farið yfir til hvaða ráða eigi að grípa gangi rekstur félagsins WOW ekki upp í núverandi mynd. „Við höfum séð baráttu WOW fyrir eigin lífi og við höfum fylgst mjög vel með því. Við höfum tryggt það að hið opinbera eftirlitskerfi sé í lagi, við höfum metið hvort ríkið hefði á einhverjum tímapunkti átt að stíga inn í. Við mátum að það væri ekki þannig.“En er það núna?„Nei, það er ekki þannig. Við höfum alltaf komist að þeirri niðurstöðu að þetta eru fyrirtæki á markaði, það sem ríkið þarf að gera er að skoða aðrar leiðir. Við höfum alltaf vonast eftir því besta en reynt að undirbúa okkur undir hið versta,“ sagði Sigurður Ingi, en bætti jafnframt við að hann væri vongóður eftir góðan fund með Skúla Mogensen, forstjóra WOW Air, á föstudag.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Fréttablaðið/ErnirSuðurnesin verst stödd Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að ríkistjórnin sé með viðbragðsáætlun vegna stöðu sem gæti komið upp. „Ég hins vegar vona að menn séu tilbúnir, því það er ákveðinn landshluti sem yrði einna verst fyrir þessu, og það eru Suðurnesin,“ sagði Þorgerður og vísaði þar til þess að á þriðja hundrað manns var sagt upp hjá Airport Associates og WOW Air á Keflavíkurflugvelli fyrir helgi. „Við þurfum að vera líka með viðbragðsáætlanir fyrir fólkið sem verður hugsanlega fyrir breytingum á þessum markaði.“ Riddarinn á hvíta hestinum Greint var frá því fyrir helgi að fjárfestingafélagið Indigo Partners og WOW Air hafi gert með sér bráðabirgðasamkomulag um fjárfestingu Indigo í WOW. Félaginu er lýst sem „riddara á hvítum hesti“ sem komi flugfélaginu WOW til bjargar í umfjöllun á vefsíðu bandaríska viðskiptamiðilsins Forbes.Skjáskot/ForbesBlaðamaður Forbes vill jafnframt meina að WOW Air hafi átt lokaorðið í viðskiptum sínum við Icelandair en fyrirhuguð kaup þess síðarnefnda á WOW fóru út um þúfur í vikunni. „Sá hlær best sem síðast hlær,“ ritar blaðamaður í ljósi þess að Indigo hafi ákveðið að hlaupa undir bagga með WOW Air. Hlutabréf í Icelandair hafa hríðfallið í kjölfar þess að horfið var frá kaupunum. Þá var greint frá því á föstudag að WOW tapaði 4,1 milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2018. Tapið er rakið til neikvæðrar umræðu um stöðu félagsins og hækkunar á eldsneytisverði. Umræður Sigurðar Inga og Þorgerðar Katrínar um WOW Air hefjast á mínútu 14:20 í spilaranum hér að neðan. Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Samgönguráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki hlaupa undir bagga með WOW vegna bágrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Þá sé afstaða ríkisstjórnarinnar jafnframt sú að fyrirtæki á markaði þurfi að bjarga sér sjálf. Formaður viðreisnar vonar að ríkistjórnin sé tilbúin með viðbragðsáætlun fyrir Suðurnes vegna hópuppsagna á Keflavíkurflugvelli, ef þörf verði á.Sjá einnig: Skúli fundaði með samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar voru gestir þáttarins Sprengisands í morgun og voru m.a. spurð út í stöðu WOW Air.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/Vilhelm„Þetta eru fyrirtæki á markaði“ Sigurður Ingi sagði aðspurður að ríkistjórnin hafi þegar farið yfir til hvaða ráða eigi að grípa gangi rekstur félagsins WOW ekki upp í núverandi mynd. „Við höfum séð baráttu WOW fyrir eigin lífi og við höfum fylgst mjög vel með því. Við höfum tryggt það að hið opinbera eftirlitskerfi sé í lagi, við höfum metið hvort ríkið hefði á einhverjum tímapunkti átt að stíga inn í. Við mátum að það væri ekki þannig.“En er það núna?„Nei, það er ekki þannig. Við höfum alltaf komist að þeirri niðurstöðu að þetta eru fyrirtæki á markaði, það sem ríkið þarf að gera er að skoða aðrar leiðir. Við höfum alltaf vonast eftir því besta en reynt að undirbúa okkur undir hið versta,“ sagði Sigurður Ingi, en bætti jafnframt við að hann væri vongóður eftir góðan fund með Skúla Mogensen, forstjóra WOW Air, á föstudag.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Fréttablaðið/ErnirSuðurnesin verst stödd Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að ríkistjórnin sé með viðbragðsáætlun vegna stöðu sem gæti komið upp. „Ég hins vegar vona að menn séu tilbúnir, því það er ákveðinn landshluti sem yrði einna verst fyrir þessu, og það eru Suðurnesin,“ sagði Þorgerður og vísaði þar til þess að á þriðja hundrað manns var sagt upp hjá Airport Associates og WOW Air á Keflavíkurflugvelli fyrir helgi. „Við þurfum að vera líka með viðbragðsáætlanir fyrir fólkið sem verður hugsanlega fyrir breytingum á þessum markaði.“ Riddarinn á hvíta hestinum Greint var frá því fyrir helgi að fjárfestingafélagið Indigo Partners og WOW Air hafi gert með sér bráðabirgðasamkomulag um fjárfestingu Indigo í WOW. Félaginu er lýst sem „riddara á hvítum hesti“ sem komi flugfélaginu WOW til bjargar í umfjöllun á vefsíðu bandaríska viðskiptamiðilsins Forbes.Skjáskot/ForbesBlaðamaður Forbes vill jafnframt meina að WOW Air hafi átt lokaorðið í viðskiptum sínum við Icelandair en fyrirhuguð kaup þess síðarnefnda á WOW fóru út um þúfur í vikunni. „Sá hlær best sem síðast hlær,“ ritar blaðamaður í ljósi þess að Indigo hafi ákveðið að hlaupa undir bagga með WOW Air. Hlutabréf í Icelandair hafa hríðfallið í kjölfar þess að horfið var frá kaupunum. Þá var greint frá því á föstudag að WOW tapaði 4,1 milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2018. Tapið er rakið til neikvæðrar umræðu um stöðu félagsins og hækkunar á eldsneytisverði. Umræður Sigurðar Inga og Þorgerðar Katrínar um WOW Air hefjast á mínútu 14:20 í spilaranum hér að neðan.
Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00
Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45
WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30