Markmiðið er matur fyrir tuttugu þúsund börn í Jemen í heilan mánuð Heimsljós kynnir 19. desember 2018 14:30 Mynd úr nýju myndbandi Rauða krossins vegna neyðarsöfnunar fyrir íbúa Jemen. Á föstudaginn lýkur neyðarsöfnun Rauða krossins vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. Að sögn Teits Skúlasonar upplýsingafulltrúa Rauða krosssins hefur söfnunin gengið vel og þegar hefur safnast fjárhæð sem dugar fyrir mat fyrir 14 þúsund börn í Jemen í heilan mánuð. Hann segir að stefnan hafi verið sett enn hærra og nú sé stefnt að því að safna mat fyrir 20 þúsund börn sem jafngildir tæplega þriðjungi barna á Íslandi undir 14 ára aldri. Í síðustu viku var samþykkt vopnahlé stríðandi fylkinga í hafnarborginni Hodeida. Vopnahlé í borginni er sérstaklega mikilvægt því stærstur hluti matar og hjálpargagna fer þar í gegn. Vopnahlé tók gildi á miðnætti síðastliðinn mánudag. „Eftir að vopnahlé tók gildi hefur dregið úr átökum á svæðinu og vonir eru bundnar við að hægt verði að koma bráðnauðsynlegum hjálpargögnum inn í landið en talið er um 20 milljónir Jemena þurfi á aðstoð að halda,“ segir Teitur. Hann nefnir að Rauði krossinn hafi ásamt öðrum hjálparsamtökum haft milligöngu um lausn Jemena sem haldið hefur verið í gíslingu vegna átakanna. Talið er að þúsundum Jemena sé haldið í gíslingu og hefur náðst samkomulag milli stríðandi fylkinga að sleppa gíslunum. „Þá tekur við brýnt starf hjálparstofnana við að sameina börn og fjölskyldur sem hafa orðið viðskila á átakasvæðum líkt og fram kemur í myndbandi Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) sem Rauði krossinn á Íslandi hefur fengið að þýða og birta,“ segir Teitur.Enn er hægt að styrkja hjálparstarf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Hjálparstarf Þróunarsamvinna Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent
Á föstudaginn lýkur neyðarsöfnun Rauða krossins vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. Að sögn Teits Skúlasonar upplýsingafulltrúa Rauða krosssins hefur söfnunin gengið vel og þegar hefur safnast fjárhæð sem dugar fyrir mat fyrir 14 þúsund börn í Jemen í heilan mánuð. Hann segir að stefnan hafi verið sett enn hærra og nú sé stefnt að því að safna mat fyrir 20 þúsund börn sem jafngildir tæplega þriðjungi barna á Íslandi undir 14 ára aldri. Í síðustu viku var samþykkt vopnahlé stríðandi fylkinga í hafnarborginni Hodeida. Vopnahlé í borginni er sérstaklega mikilvægt því stærstur hluti matar og hjálpargagna fer þar í gegn. Vopnahlé tók gildi á miðnætti síðastliðinn mánudag. „Eftir að vopnahlé tók gildi hefur dregið úr átökum á svæðinu og vonir eru bundnar við að hægt verði að koma bráðnauðsynlegum hjálpargögnum inn í landið en talið er um 20 milljónir Jemena þurfi á aðstoð að halda,“ segir Teitur. Hann nefnir að Rauði krossinn hafi ásamt öðrum hjálparsamtökum haft milligöngu um lausn Jemena sem haldið hefur verið í gíslingu vegna átakanna. Talið er að þúsundum Jemena sé haldið í gíslingu og hefur náðst samkomulag milli stríðandi fylkinga að sleppa gíslunum. „Þá tekur við brýnt starf hjálparstofnana við að sameina börn og fjölskyldur sem hafa orðið viðskila á átakasvæðum líkt og fram kemur í myndbandi Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) sem Rauði krossinn á Íslandi hefur fengið að þýða og birta,“ segir Teitur.Enn er hægt að styrkja hjálparstarf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Hjálparstarf Þróunarsamvinna Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent