Um fjögur hundruð þúsund látin í Suður-Súdan í borgarastríðinu Heimsljós kynnir 19. desember 2018 09:45 Flóttafólk frá Suður-Súdan við komuna til Úganda. gunnisal Af þeim sjö árum sem liðin eru frá því Suður-Súdan fékk sjálfstæði hafa fimm ár í sögu þjóðarinnar verið lituð blóði. Borgarastyrjöldin í landinu hefur kostað 400 þúsund mannslíf, 4,5 milljónir manna eru á vergangi og 7 milljónir þurfa á matvælaaðstoð að halda, helmingur þjóðarinnar. Innviðir samfélagsins og hagkerfið eru í molum. Þetta yngsta ríki veraldar hefur átt í innbyrðis átökum frá því í brýnu slóst á milli Salva Kiir forseta og Riek Machar varaforseta árið 2013, tveimur árum eftir að Suður-Súdan fékk loksins langþráðan aðskilnað frá grönnum sínum í Súdan. Núna á aðventunni 2018 ríkir örlítið meiri von um frið því í september samþykktu stríðandi fylkingar vopnahléssamninga sem meðal annars ganga út frá því að Machar verði eitt fimm varaforsetaefna sem verða á kjörseðlum í almennum þingkosningum árið 2022. Í ljósi þess að nokkrum sinnum á undanförnum árum hafa verið gerðar misheppnaðar tilraunir til að koma á friði og semja um vopnahlé er friðarvonin áfram veik. IRIN, alþjóðleg fréttaveita um mannúðarmál, gerir Suður-Súdan skil í nokkrum fréttaskýringum á vef sínum. Þar kemur meðal annars fram að um 19 þúsund börn séu meðlimir vopnaðra sveita. Hvergi í heiminum sé heldur jafn hátt hlutfall barna utan skóla eins og í Suður-Súdan. Af þeim 400 þúsund íbúum sem látist hafa eftir að blóðugu átökin hófust hafi um 200 þúsund fallið í átökum, hinn helmingurinn vegna hungurs og sjúkdóma. Þá segir að 1,9 milljónir séu á vergangi innan lands en 2,4 milljónir hafi hrakist burt yfir landamæri til grannríkja, flestir til Úganda, Eþíópíu og Súdan. Þorri þeirra konur og börn. Samkvæmt tillögu um þróunarsamvinnustefnu Íslands fyrir næstu ár, sem lögð hefur verið fram á Alþingi, er ætlun íslenskra stjórnvalda að beita sér fyrir samhæfingu mannúðaraðstoðar, þróunarsamvinnu og friðaruppbyggingar. Þar segir líka að leitast verði við að styrkja markvisst tengslin milli mannúðarstarfs á vegum Íslands og þróunarsamvinnu. Í skoðun er samstarf milli sendiráðs Íslands í Kampala og fjölþjóðastofnana sem vinna á vettvangi í flóttamannasamfélögum í norðurhluta Úganda. Þar búa tæplega 800 þúsund flóttamenn frá Suður-Súdan.No easy road out as South Sudan marks half a decade of war/ IRINSouth Sudan: Peace on paper/ IRINÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent
Af þeim sjö árum sem liðin eru frá því Suður-Súdan fékk sjálfstæði hafa fimm ár í sögu þjóðarinnar verið lituð blóði. Borgarastyrjöldin í landinu hefur kostað 400 þúsund mannslíf, 4,5 milljónir manna eru á vergangi og 7 milljónir þurfa á matvælaaðstoð að halda, helmingur þjóðarinnar. Innviðir samfélagsins og hagkerfið eru í molum. Þetta yngsta ríki veraldar hefur átt í innbyrðis átökum frá því í brýnu slóst á milli Salva Kiir forseta og Riek Machar varaforseta árið 2013, tveimur árum eftir að Suður-Súdan fékk loksins langþráðan aðskilnað frá grönnum sínum í Súdan. Núna á aðventunni 2018 ríkir örlítið meiri von um frið því í september samþykktu stríðandi fylkingar vopnahléssamninga sem meðal annars ganga út frá því að Machar verði eitt fimm varaforsetaefna sem verða á kjörseðlum í almennum þingkosningum árið 2022. Í ljósi þess að nokkrum sinnum á undanförnum árum hafa verið gerðar misheppnaðar tilraunir til að koma á friði og semja um vopnahlé er friðarvonin áfram veik. IRIN, alþjóðleg fréttaveita um mannúðarmál, gerir Suður-Súdan skil í nokkrum fréttaskýringum á vef sínum. Þar kemur meðal annars fram að um 19 þúsund börn séu meðlimir vopnaðra sveita. Hvergi í heiminum sé heldur jafn hátt hlutfall barna utan skóla eins og í Suður-Súdan. Af þeim 400 þúsund íbúum sem látist hafa eftir að blóðugu átökin hófust hafi um 200 þúsund fallið í átökum, hinn helmingurinn vegna hungurs og sjúkdóma. Þá segir að 1,9 milljónir séu á vergangi innan lands en 2,4 milljónir hafi hrakist burt yfir landamæri til grannríkja, flestir til Úganda, Eþíópíu og Súdan. Þorri þeirra konur og börn. Samkvæmt tillögu um þróunarsamvinnustefnu Íslands fyrir næstu ár, sem lögð hefur verið fram á Alþingi, er ætlun íslenskra stjórnvalda að beita sér fyrir samhæfingu mannúðaraðstoðar, þróunarsamvinnu og friðaruppbyggingar. Þar segir líka að leitast verði við að styrkja markvisst tengslin milli mannúðarstarfs á vegum Íslands og þróunarsamvinnu. Í skoðun er samstarf milli sendiráðs Íslands í Kampala og fjölþjóðastofnana sem vinna á vettvangi í flóttamannasamfélögum í norðurhluta Úganda. Þar búa tæplega 800 þúsund flóttamenn frá Suður-Súdan.No easy road out as South Sudan marks half a decade of war/ IRINSouth Sudan: Peace on paper/ IRINÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent