Sport

Björgvin fékk silfur og Sara brons

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson
Björgvin Karl Guðmundsson mynd/facebook/dubai crossfit championship
Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið.

Ljóst var fyrir lokagreinina að Björgvin gæti ekki náð fyrsta sætinu en hann háði harða baráttu við Willy Georges um annað sætið. Mikil spenna var hins vegar í kvennakeppninni fyrir lokagreinina.

Sara var fyrir hana í fjórða sæti en aðeins sjö stigum frá fyrsta sætinu. 100 stig fást fyrir sigur í grein, 95 fyrir annað sæti, 90 það þriðja og svo koll af kolli.

Sara varð önnur í tíundu og síðustu greininni, jöfn Jamie Greene og fengu þær báðar 95 stig fyrir. Samantha Briggs vann greinina en hún kláraði 13 sekúndum á undan Greene og Söru.

Briggs hreppti því fyrsta sætið, Greene varð önnur og Sara þriðja.

Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 11. sæti mótsins eftir að hafa verið áttunda í síðustu greininni.

Mathew Fraser sigraði karlakeppnina örugglega en hann vann allar fjórar greinarnar á lokadeginum í dag. Björgvin varð annar í lokagreininni og Willy Georges þriðji. Staða þeirra í heildarkeppninni breyttist því ekkert.

Fraser og Briggs fengu með sigrinum farseðil á heimsleikana í CrossFit.



Björgvin Karl Guðmundsson

1. grein: 4. sæti (85 stig)

2. grein: 4. sæti (85 stig)

3. grein: 7. sæti (73 stig) - var í 2. sæti með 243 stig

4. grein: 6. sæti (75 stig) - var í 3. sæti með 318 stig

5. grein: 2. sæti (95 stig) - var í 3. sæti með 418 stig

6. grein: 5. sæti (80 stig) - var í 3. sæti með 493 stig

7. grein: 4. sæti (85 stig) - var í 2. sæti með 578 stig

8. grein: 5. sæti (80 stig) - var í 2. sæti með 658 stig

9. grein: 6. sæti (75 stig) - var í 2. sæti með 733 stig

10. grein: 2. sæti (95 stig) - endar í 2. sæti með 823 stig

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir

1. grein: 1. sæti (100 stig)

2. grein: 16. sæti (55 stig)

3. grein: 9. sæti (69 stig) - var í 6. sæti með 224 stig

4. grein: 9. sæti (69 stig) - var í 4. sæti með 293 stig

5. grein: 2. sæti (95 stig) - var í 4. sæti með 388 stig

6. grein: 4. sæti (85 stig) - var í 3. sæti með 473 stig

7. grein: 9. sæti (69 stig) - var í 3. sæti með 542 stig

8. grein: 7. sæti (73 stig) - var í 4. sæti með 615 stig

9. grein: 2. sæti (95 stig) - var í 4. sæti með 710 stig

10. grein: 2. sæti (95 stig) - endar í 3. sæti með 805 stig

Oddrún Eik Gylfadóttir

1. grein: 15. sæti (57 stig)

2. grein: 8. sæti (71 stig)

3. grein: 8. sæti (71 stig) - var í 9. sæti með 199 stig

4. grein: 26. sæti (40 stig) - var í 13. sæti með 239 stig

5. grein: 4. sæti (85 stig) - var í 9. sæti með 324 stig

6. grein: 21. sæti (45 stig) - var í 12. sæti með 369 stig

7. grein: 13. sæti (61 stig) - var í 11. sæti með 430 stig

8. grein: 4. sæti (85 stig) - var í 11. sæti með 515 stig

9. grein: 27. sæti (39 stig) - var í 11. sæti með 554 stig

10. grein: 8. sæti (71 stig) - endar í 11. sæti með 625 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×