Blæbrigði Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 15. desember 2018 07:45 Orðið blæbrigði komst í fréttirnar nýverið þegar formaður Samfylkingarinnar var inntur álits á þeim mun sem var á yfirlýsingum þingmanns Samfylkingarinnar og þolanda kynferðislegrar áreitni hans. Þolandinn hafði séð sig knúinn til að koma fram fyrir alþjóð og leiðrétta frásögn þingmannsins þar sem hann hafði greinilega sagt ósatt um gjörðir sínar. „Blæbrigðamunur“, sagði karlinn sem leiðir Samfylkinguna, „ólík upplifun“, sagði karlkyns þingmaðurinn. Nema hvað, það er sjaldnast þannig að þolandinn upplifi árásina eins og gerandinn. Þessi ranga frásögn þingmannsins sem knúði konuna til að koma fram ætti ein og sér að leiða til þess að hann íhugaði stöðu sína, að ekki sé talað um verknaðinn sjálfan og afleiðingar hans. En ímyndum okkur að það hefði verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins fremur en þingmaður Samfylkingarinnar sem hefði verið staðinn að kynferðislegri áreitni og því að niðurlægja konu sem streittist á móti. Hvernig hefðu þingmenn Samfylkingarinnar brugðist við, með því að læka ósönnu yfirlýsinguna með hjörtum? Held ekki. Ætli þeir hefðu ekki farið upp í þinginu og krafist afsagnar, ætli „RÚV“ hefði ekki kallað til lærða óháða álitsgjafa sem rætt hefðu kynbundið ofbeldi í stjórnmálum, ætli þingmenn Samfó hefðu ekki jafnvel talið að siðanefnd þingsins þyrfti að fjalla um málið. En nei, Samfylkingin lítur svo á að Jón sé ekki sama og séra Jón. Blæbrigðamunur og ólík upplifun, tveggja mánaða frí frá þinginu og svo áfram gakk eins og ekkert hafi í skorist. Það verður áhugavert að fylgjast með Samfylkingunni ræða stöðu kvenna og viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi. Það gæti reynst flokknum snúið. En hvar eru konurnar í þessum flokki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun
Orðið blæbrigði komst í fréttirnar nýverið þegar formaður Samfylkingarinnar var inntur álits á þeim mun sem var á yfirlýsingum þingmanns Samfylkingarinnar og þolanda kynferðislegrar áreitni hans. Þolandinn hafði séð sig knúinn til að koma fram fyrir alþjóð og leiðrétta frásögn þingmannsins þar sem hann hafði greinilega sagt ósatt um gjörðir sínar. „Blæbrigðamunur“, sagði karlinn sem leiðir Samfylkinguna, „ólík upplifun“, sagði karlkyns þingmaðurinn. Nema hvað, það er sjaldnast þannig að þolandinn upplifi árásina eins og gerandinn. Þessi ranga frásögn þingmannsins sem knúði konuna til að koma fram ætti ein og sér að leiða til þess að hann íhugaði stöðu sína, að ekki sé talað um verknaðinn sjálfan og afleiðingar hans. En ímyndum okkur að það hefði verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins fremur en þingmaður Samfylkingarinnar sem hefði verið staðinn að kynferðislegri áreitni og því að niðurlægja konu sem streittist á móti. Hvernig hefðu þingmenn Samfylkingarinnar brugðist við, með því að læka ósönnu yfirlýsinguna með hjörtum? Held ekki. Ætli þeir hefðu ekki farið upp í þinginu og krafist afsagnar, ætli „RÚV“ hefði ekki kallað til lærða óháða álitsgjafa sem rætt hefðu kynbundið ofbeldi í stjórnmálum, ætli þingmenn Samfó hefðu ekki jafnvel talið að siðanefnd þingsins þyrfti að fjalla um málið. En nei, Samfylkingin lítur svo á að Jón sé ekki sama og séra Jón. Blæbrigðamunur og ólík upplifun, tveggja mánaða frí frá þinginu og svo áfram gakk eins og ekkert hafi í skorist. Það verður áhugavert að fylgjast með Samfylkingunni ræða stöðu kvenna og viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi. Það gæti reynst flokknum snúið. En hvar eru konurnar í þessum flokki?