Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2018 10:17 Andri Már Ingólfsson, aðaleigandi Primera-samstæðunnar Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. Þetta kemur fram í viðtali Viðskiptablaðsins við Andra Má Ingólfsson, eiganda félaganna. Þar segist Andri jafnframt hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að reiða fram nýtt eigið fé í Travelco. Í viðtalinu greinir Andri Már frá óánægju sinni með vinnubrögð Arion banka, en sem kunnugt er tapaði bankinn miklu á þroti Primera Air. Þannig fullyrðir Andri að Primera Air væri enn í rekstri ef bankinn hefði veitt félaginu brúarfjármögnun þar til skuldabréfaútboði væri lokið, eins og lagt hafi verið upp með. Vonir höfðu staðið til að flugfélagið gæti innleyst söluhagnað af nýjum Boeing-flugvélum næsta vor.Í tilkynningu sem send var út skömmu eftir fall Primera Air kom fram að ferðaskrifstofur Primera Travel Group hafi tapað háum fjárhæðum vegna flugferða sem þær greiddu fyrir en ekkert varð af vegna falls flugfélagsins.Sjá einnig: Draga í efa ársreikninga Primera Air„Til að tryggja rekstur ferðaskrifstofanna var stofnað nýtt eignarhaldsfélag með milljarð í nýju hlutafé sem hefur nú þegar verið greitt inn að stórum hluta“ sagði í tilkynningunni. Rekstur allra fyrirtækjanna var þar jafnframt fluttur undir Travelco Nordis A/S í Danmörku sem hét áður Primera Travel.Í viðtalinu upplýsir Andri að ákveðið hafi verið að óska eftir gjaldþrotaskiptum þegar lá fyrir að Arion banki hefði ekki í hyggju að styðja frekar við rekstur félagsins. Það hafi auk þess verið tillaga bankans að stofna hið nýja eignarhaldsfélag, Travelco, og flytja ferðaskrifstofur Primera Travel Group yfir í félagið. Ferðaskrifstofurnar hafi tapað um fimm milljörðum á falli Primera Air og „allt eigið fé þar með þurrkast út.“ Hlutafjáraukning hjá ferðaskrifstofunum hafi því verið nauðsynleg. „Til að geta reitt fram nýtt eigið fé, þá neyddist ég til að veðsetja húseign fjölskyldunnar, þannig að þetta voru erfið spor,” segir Andri Már í viðtali við Viðskiptablaðið. Hlutafjáraukning í Travelco upp á 700 miljónir var lögð fram á stjórnarfundi félagsins þann 1. október, 500 milljónir yrðu greiddar með peningum en 200 milljónir með skuldabréfajöfnun vegna láns frá Andra Má. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. Þetta kemur fram í viðtali Viðskiptablaðsins við Andra Má Ingólfsson, eiganda félaganna. Þar segist Andri jafnframt hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að reiða fram nýtt eigið fé í Travelco. Í viðtalinu greinir Andri Már frá óánægju sinni með vinnubrögð Arion banka, en sem kunnugt er tapaði bankinn miklu á þroti Primera Air. Þannig fullyrðir Andri að Primera Air væri enn í rekstri ef bankinn hefði veitt félaginu brúarfjármögnun þar til skuldabréfaútboði væri lokið, eins og lagt hafi verið upp með. Vonir höfðu staðið til að flugfélagið gæti innleyst söluhagnað af nýjum Boeing-flugvélum næsta vor.Í tilkynningu sem send var út skömmu eftir fall Primera Air kom fram að ferðaskrifstofur Primera Travel Group hafi tapað háum fjárhæðum vegna flugferða sem þær greiddu fyrir en ekkert varð af vegna falls flugfélagsins.Sjá einnig: Draga í efa ársreikninga Primera Air„Til að tryggja rekstur ferðaskrifstofanna var stofnað nýtt eignarhaldsfélag með milljarð í nýju hlutafé sem hefur nú þegar verið greitt inn að stórum hluta“ sagði í tilkynningunni. Rekstur allra fyrirtækjanna var þar jafnframt fluttur undir Travelco Nordis A/S í Danmörku sem hét áður Primera Travel.Í viðtalinu upplýsir Andri að ákveðið hafi verið að óska eftir gjaldþrotaskiptum þegar lá fyrir að Arion banki hefði ekki í hyggju að styðja frekar við rekstur félagsins. Það hafi auk þess verið tillaga bankans að stofna hið nýja eignarhaldsfélag, Travelco, og flytja ferðaskrifstofur Primera Travel Group yfir í félagið. Ferðaskrifstofurnar hafi tapað um fimm milljörðum á falli Primera Air og „allt eigið fé þar með þurrkast út.“ Hlutafjáraukning hjá ferðaskrifstofunum hafi því verið nauðsynleg. „Til að geta reitt fram nýtt eigið fé, þá neyddist ég til að veðsetja húseign fjölskyldunnar, þannig að þetta voru erfið spor,” segir Andri Már í viðtali við Viðskiptablaðið. Hlutafjáraukning í Travelco upp á 700 miljónir var lögð fram á stjórnarfundi félagsins þann 1. október, 500 milljónir yrðu greiddar með peningum en 200 milljónir með skuldabréfajöfnun vegna láns frá Andra Má.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30
Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49
Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00